Innlent

Leitaraðgerð lögreglu við Veðurstofuna

Bjarki Ármannsson skrifar
Mannlausi bíllinn sem lögregla veitti eftirför fyrr í kvöld.
Mannlausi bíllinn sem lögregla veitti eftirför fyrr í kvöld. Vísir/Hanna
Hópur lögreglumanna stendur nú fyrir leitaraðgerðum í nágrenni Veðurstofu Íslands.

Sjónarvottur sem fréttastofa ræddi við sá nokkra lögreglubíla veita fólksbíl eftirför þar til ökumaður fólksbílsins yfirgaf bílinn og hélt flótta sínum áfram fótgangandi.

Ekki hefur náðst í varðstjóra hjá lögreglunni en RÚV hefur eftir öðrum sjónarvotti að eftirför lögreglu hafi hafist við Lækjartorg. Ökumaður fólksbílsins hafi keyrt glæfralega og litlu munað að hann keyrði á vegfarendur.

Uppfært 21.55:Að því er Mbl.is hefur eftir aðalvarðstjóra hjá lögreglunni, er aðgerðum lokið og ökumaðurinn handtekinn.

Nokkrir lögreglumenn gæta nú bílsins á meðan aðrir leita ökumannsins.Vísir/Hanna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×