Lífið

Mamma Alfreðs skartar glæsilegri EM-klippingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þetta kallar maður að standa undir nafni sem stuðningsmaður númer eitt.
Þetta kallar maður að standa undir nafni sem stuðningsmaður númer eitt. Vísir/Vilhelm
Sesselja Pétursdóttir, móðir landsliðsmannsins Alfreðs Finnbogasonar, skartar glæsilegri klippingu í tilefni EM. Sesselja, sem dvelur ásamt eiginmanni sínum og þremur dætrum í Annecy þessa dagana, er búin að láta raka töluna ellefu í hnakkann. Alfreð spilar í treyju númer ellefu.

„Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ sagði Sesselja í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. 

Í dag heldur landsliðið, fjölmiðlamenn og fjölskylda Alfreðs til Marseille þar sem okkar menn mæta Ungverjum á morgun.

Sesselja og dæturnar Alma, Hildigunnur og Margrét voru mjög hressar þegar blaðamaður hitti á þær í Annecy. Þá kom í ljós að foreldrarnir, Sesselja og Finnbogi, eiga ekki pantað flug heim. Svo bjartsýn eru þau á gengi okkar manna.

Fréttina má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).



 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×