Lífið

Secret Solstice: Radiohead komnir til landsins

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ef þið sjáið mann sem lítur einhvern veginn svona út á gangi um Reykjavík, þá er það Thom York.
Ef þið sjáið mann sem lítur einhvern veginn svona út á gangi um Reykjavík, þá er það Thom York. Vísir/Getty
Liðsmenn bresku rokksveitarinnar Radiohead hafa greinilega ákveðið að nýta Íslandsferðina til þess að skoða sig um því þeir lentu hér á landi á miðvikudagskvöldið.

Sést hefur til Thom York söngvara sveitarinnar á vappi um miðbæinn skarta síðu hári og með húfu á haus.

Radiohead spilar á Secret Solstice hátíðinni annað kvöld, á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga. Lifi lýðveldið.


Tengdar fréttir

Secret Solstice hefst í dag

Mælt er með því að gestir sæki passa sína snemma til þess að koma í veg fyrir stórar raðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×