Tónlist

Thom Yorke hitar upp fyrir Secret Solstice í garðveislu nágranna

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Hvað gerir Thom Yorke til þess að hita upp fyrir Íslandsförina? Jú, hann mætir í partí til nágranna síns og tekur lagið. Svo virðist sem Yorke hafi eytt gærkvöldinu í bakgarði í Oxford með gítar í hönd og míkrófón við munn. Þar renndi hann víst í gegnum nokkra af fjöldamörgum slögurum Radiohead en myndbandi var deilt á YouTube í dag sem sýnir hann fikra sig í gegnum lagið Reckoning.

Myndbandið má sjá hér að ofan.

Hver veit nema að Yorke endi í garðpartý í Reykjavík á föstudaginn? Sveitin kemur fram á Secret Solstice hátíðinni á þjóðhátíðardag okkar Íslendinga og bíða aðdáendur þess með mikilli eftirvæntingu enda er þetta í fyrsta sinn sem sveitin heldur tónleika hér. Yorke er þekktur fyrir að koma fram með engum fyrirvara þar sem hann er staddur hverju sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×