Innlent

Ríkissaksóknari fellir Hlíðamálið niður

JóHann Óli Eiðsson skrifar
Málið komst í hámæli í upphafi nóvember á síðasta ári.
Málið komst í hámæli í upphafi nóvember á síðasta ári. vísir/vilhelm
Ríkissaksóknari hefur staðfest niðurstöðu Héraðssaksóknara um niðurfellingu máls gegn tveimur karlmönnum sem sakaðir höfðu verið um nauðgun. Þetta staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson í samtali við mbl.is.

Málið komst í hámæli í upphafi nóvembermánaðar á síðasta ári. Þá var greint frá því í Fréttablaðinu að mennirnir tveir væru grunaðir um verknaðinn en ekki hafi þótt ástæða til þess að úrskurða þá í gæsluvarðhald.

Sjá einnig:22 stefnt dragi þau ekki ummæli sín til baka

Fyrirsögn fréttarinnar, sem birtist á forsíðu blaðsins, var Íbúð í hlíðunum var útbúin til nauðgana. Mennirnir tveir kærðu síðar stúlkuna fyrir rangar sakargiftir en að auki hefur 22 verið stefnt vegna fréttaflutnings af málinu og ummæla sem féllu á netinu í kjölfar þess.

Málið var fellt niður þar sem að það þótti ekki líklegt til sakfellingar.


Tengdar fréttir

Kærur um rangar sakargiftir í Hlíðamálinu felldar niður

Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmálinu í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×