Heill mánuður af góðgerðarstarfsemi á Ramadan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2016 06:00 Ahmad Seddeq (t.v.). Vísir/GVA Ramadan, helgasti mánuður múslima, hófst í fyrrinótt. „Í ramadan föstum við í heilan mánuð. Fastan hefst stuttu fyrir sólarupprás og lýkur við sólsetur. Við neytum hvorki matar né drykkjar,“ segir Ahmad Seddeq, ímam Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hins trúfélags múslima, segir sinn söfnuð fasta frá sólarupprás og til níu að kvöldi. Þó séu sumir innan safnaðarins sem fasti allan daginn. „Við í Félagi múslima kjósum að gera þetta svona því þetta er svo erfitt fyrir fólk,“ segir Salmann.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Vísir/Anton BrinkSalmann segir fleira felast í föstunni. „Þetta snýst ekki bara um að hætta að borða og drekka heldur á maður að hætta öllu ljóta helvítinu sem maður gerir í sínu daglega lífi. Svo á maður að biðja og vera góður við fólk. Þennan mánuð gefum við fátækum ölmusu. Þetta er heill mánuður af góðgerðarstarfsemi,“ segir Salmann. Föstuna segir Salmann vera tilskipun frá guði til að minnast þeirra sem eiga ekki jafn mikið og við og til að læra að stjórna sjálfum sér. „Þetta er fallegasti mánuður ársins í íslamska heiminum. Það eru allir svo glaðir. Maður finnur til samkenndar með fólki sem á ekki neitt,“ segir Salmann. Þá segir Ahmad föstu ramadanmánaðarins ekki auðvelda. „Fastan hefur hins vegar ýmsa kosti. Maður lærir að hafa hemil á löngunum sínum. Fólk elskar mat og drykk, ekki bara til að fá næringu heldur af því það er gott að borða og drekka. Fastan getur kennt manni að venja sig af ósiðum ef maður er viljasterkur,“ segir Ahmad. Engin borg í heimi býr við lengri föstu en Reykjavík, 21,5 klukkutíma á sólarhring. Þrátt fyrir lengd föstunnar segir Ahmad hana ekki erfiða. „Á Íslandi er gott veður þannig að fastan er ekki svo erfið. Í Mið-Austurlöndum, þar sem er hlýrra, er hún erfiðari. Í fjörutíu stiga hita ertu orðinn þyrstur eftir tveggja tíma föstu. Á Íslandi geturðu fastað í tuttugu tíma án þess að verða þyrstur,“ segir Ahmad Seddeq. Reglur föstunnar Fasta hefst við sólarupprás Föstu lýkur við sólsetur Ekkert má borða þess á milli Ekkert má drekka heldur (ekki einu sinni vatn) Engar samfarir Aldraðir, veikir, óléttar konur o.fl. fá undanþáguGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Karlmaður gluggar í Kóraninn í mosku Félags múslima við Ármúla í Reykjavík.vísir/Hanna Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Ramadan, helgasti mánuður múslima, hófst í fyrrinótt. „Í ramadan föstum við í heilan mánuð. Fastan hefst stuttu fyrir sólarupprás og lýkur við sólsetur. Við neytum hvorki matar né drykkjar,“ segir Ahmad Seddeq, ímam Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hins trúfélags múslima, segir sinn söfnuð fasta frá sólarupprás og til níu að kvöldi. Þó séu sumir innan safnaðarins sem fasti allan daginn. „Við í Félagi múslima kjósum að gera þetta svona því þetta er svo erfitt fyrir fólk,“ segir Salmann.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Vísir/Anton BrinkSalmann segir fleira felast í föstunni. „Þetta snýst ekki bara um að hætta að borða og drekka heldur á maður að hætta öllu ljóta helvítinu sem maður gerir í sínu daglega lífi. Svo á maður að biðja og vera góður við fólk. Þennan mánuð gefum við fátækum ölmusu. Þetta er heill mánuður af góðgerðarstarfsemi,“ segir Salmann. Föstuna segir Salmann vera tilskipun frá guði til að minnast þeirra sem eiga ekki jafn mikið og við og til að læra að stjórna sjálfum sér. „Þetta er fallegasti mánuður ársins í íslamska heiminum. Það eru allir svo glaðir. Maður finnur til samkenndar með fólki sem á ekki neitt,“ segir Salmann. Þá segir Ahmad föstu ramadanmánaðarins ekki auðvelda. „Fastan hefur hins vegar ýmsa kosti. Maður lærir að hafa hemil á löngunum sínum. Fólk elskar mat og drykk, ekki bara til að fá næringu heldur af því það er gott að borða og drekka. Fastan getur kennt manni að venja sig af ósiðum ef maður er viljasterkur,“ segir Ahmad. Engin borg í heimi býr við lengri föstu en Reykjavík, 21,5 klukkutíma á sólarhring. Þrátt fyrir lengd föstunnar segir Ahmad hana ekki erfiða. „Á Íslandi er gott veður þannig að fastan er ekki svo erfið. Í Mið-Austurlöndum, þar sem er hlýrra, er hún erfiðari. Í fjörutíu stiga hita ertu orðinn þyrstur eftir tveggja tíma föstu. Á Íslandi geturðu fastað í tuttugu tíma án þess að verða þyrstur,“ segir Ahmad Seddeq. Reglur föstunnar Fasta hefst við sólarupprás Föstu lýkur við sólsetur Ekkert má borða þess á milli Ekkert má drekka heldur (ekki einu sinni vatn) Engar samfarir Aldraðir, veikir, óléttar konur o.fl. fá undanþáguGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Karlmaður gluggar í Kóraninn í mosku Félags múslima við Ármúla í Reykjavík.vísir/Hanna
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira