Innlent

Hanna Birna hættir á þingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hanna Birna ætlar ekki að gefa kost á sér í næstu þingkosningum.
Hanna Birna ætlar ekki að gefa kost á sér í næstu þingkosningum. Vísir/Vilhelm
Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlar ekki að gefa kost á sér til setu á þingi í næstu kosningum. Hanna Birna tilkynnti flokksfélögum sínum þetta í tölvubréfi í dag.

„Ástæðan er einföld; mig langar að leita nýrra áskorana og nú er einfaldlega komið að þeim tímamótum í mínu lífi að ég tel rétt að nýta reynslu mína, orku og starfskrafta annars staðar en á vettvangi stjórnmálanna,“ segir Hanna Birna.

Hanna Birna segir að  endanleg ákvörðun hafi ekki einföld.  „Frá því ég man eftir mér hef ég haft mikinn áhuga á stjórnmálum og hef notið þess að vinna með ykkur og fyrir ykkur í þágu hugsjóna okkar í Sjálfstæðisflokknum.  Ég er innilega þakklát fyrir þann mikla stuðning sem ég hef ítrekað notið meðal ykkar, stolt af þeim fjölbreyttu verkefnum sem þið hafið treyst mér fyrir og ánægð með þann árangur sem við höfum sameiginlega náð,“ segir Hanna Bina.

Hanna Birna segist klára klára það tímabil sem hún var kjörin til, fylgjast með kosningabaráttunni næstu mánuði úr aðeins meiri fjarlægð en oft áður og óskar Sjálfstæðisflokknum góðs gengis í þeim mikilvægu verkefnum sem framundan eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×