Cristiano Ronaldo er orðinn tekjuhæsti íþróttamaður heims í fyrsta skipti á ferlinum en Forbes var að gefa út nýjan lista.
Ronaldo er nýbúinn að vinna Meistaradeildina með Real Madrid og getur nú fagnað þessum áfanga á ferli sínum. Forbes segir að hann hafi verið með 10,8 milljarða króna í laun á síðasta ári.
Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2000 sem annað hvort Tiger Woods eða Floyd Mayweather er ekki á toppnum. Tiger er í tólfta sæti listans og Mayweather því sextánda.
Lionel Messi er næsttekjuhæstur með litla 10 milljarða slétta í árslaun. LeBron James er svo þriðji og Roger Federer fjórði.
Nýr á lista er síðan Íslandsvinurinn úr UFC, Conor McGregor, en hann smellir sér í 85. sætið með 2,7 milljarða í laun á síðasta ári.
Ronaldo tekjuhæstur | Conor nýr á listanum
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Gott silfur gulli betra en hvað nú?
Enski boltinn


„Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“
Enski boltinn



„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“
Íslenski boltinn

Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu
Fótbolti

Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina
Enski boltinn

Hato mættur á Brúnna
Enski boltinn
