Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2016 11:54 Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar. Vísir/Stefán Fullyrt er í nýrri skýrslu að veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormengunar sem talin er stafa frá álverinu á Grundartanga. Skýrslan er unnin af þeim Jakobi Kristinssyni prófessor og Sigurði Sigurðssyni dýralækni að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún andmælir þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök efnaskiptaröskunar í hrossunum megi líklega rekja til flúormengunar.Telja útilokað að rekja megi veikindin til offóðrunar Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknar þeirra Jakobs og Sigurðar, vegna efnaskiptaröskunar sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS (equine metabolic syndrome). Fylgdust þeir Jakob og Sigurður með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins.Eftir þá skoðun telja þeir nánast útilokað að rekja megi veikindi hrossanna til offóðrunar eða rangrar meðferðar, sem eru taldir helstu áhættuþættir EMS. Þeir segja engan vafa á að flúormengun á bænum sé umtalsverð miðað við þann styrk flúóríðs sem fannst í beinum hrossa. „Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera,“ segir í samantekt skýrslunnar.„Kemur frá álverinu á Grundartanga“ Segja skýrsluhöfundar rannsóknir þeirra sýna marktæka fylgni á milli efnaskiptaröskunarinnar og styrk flúoríðs í blóði hrossanna á Kúludalsá. Segja þeir áhrifin aukast með vaxandi styrk flúoríðs og þessar niðurstöður í samræmi við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum á áhrifum flúoríðs á efnaskipti insúlíns og glúkósa í rottum og mönnum. „Flúormengun fylgir í sumum tilfellum heitum uppsprettum, eldfjallaösku, tilbúnum túnáburði og fóðurbæti, sem skepnum er oft gefinn. Engar heitar uppsprettur eru á því landi, sem hrossin hafa gengið á og ekki er vitað um flúormengun af völdum eldfjallaösku á því tímabili, sem veikindin hafa staðið. Túnáburður með flúor hefur ekki verið notaður á bænum og fóðurbæti hafa hrossin ekki fengið. Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga,“ segja skýrsluhöfundar. Eigandi hrossanna telur að ástæða sjúkdómsins sé mengun frá verksmiðjunum. Veikindin hófust árið 2007. Árið áður, 2006, varð óhapp í framleiðslu á iðnaðarsvæðinu og barst mikil mengun þaðan. Mikið af flúoríði mældist strax í gróðri og beinum sauðfjár á viðmiðunarbæjum, sem eru dreifðir um sveitir við Hvalfjörð.Matvælastofnun segir hrossin of feit Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendir frá sér vegna niðurstöðu skýrsluhöfunda segir að árið 2011 hafi skoðun Matvælastofnunar sannarlega leitt í ljós að flest hrossanna hafi verið of feit. „Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfundar gera,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem segir ljóst að efnaskiptaröskunin megi rekja til offitu í hrossunum. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fullyrt er í nýrri skýrslu að veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormengunar sem talin er stafa frá álverinu á Grundartanga. Skýrslan er unnin af þeim Jakobi Kristinssyni prófessor og Sigurði Sigurðssyni dýralækni að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún andmælir þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök efnaskiptaröskunar í hrossunum megi líklega rekja til flúormengunar.Telja útilokað að rekja megi veikindin til offóðrunar Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknar þeirra Jakobs og Sigurðar, vegna efnaskiptaröskunar sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS (equine metabolic syndrome). Fylgdust þeir Jakob og Sigurður með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins.Eftir þá skoðun telja þeir nánast útilokað að rekja megi veikindi hrossanna til offóðrunar eða rangrar meðferðar, sem eru taldir helstu áhættuþættir EMS. Þeir segja engan vafa á að flúormengun á bænum sé umtalsverð miðað við þann styrk flúóríðs sem fannst í beinum hrossa. „Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera,“ segir í samantekt skýrslunnar.„Kemur frá álverinu á Grundartanga“ Segja skýrsluhöfundar rannsóknir þeirra sýna marktæka fylgni á milli efnaskiptaröskunarinnar og styrk flúoríðs í blóði hrossanna á Kúludalsá. Segja þeir áhrifin aukast með vaxandi styrk flúoríðs og þessar niðurstöður í samræmi við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum á áhrifum flúoríðs á efnaskipti insúlíns og glúkósa í rottum og mönnum. „Flúormengun fylgir í sumum tilfellum heitum uppsprettum, eldfjallaösku, tilbúnum túnáburði og fóðurbæti, sem skepnum er oft gefinn. Engar heitar uppsprettur eru á því landi, sem hrossin hafa gengið á og ekki er vitað um flúormengun af völdum eldfjallaösku á því tímabili, sem veikindin hafa staðið. Túnáburður með flúor hefur ekki verið notaður á bænum og fóðurbæti hafa hrossin ekki fengið. Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga,“ segja skýrsluhöfundar. Eigandi hrossanna telur að ástæða sjúkdómsins sé mengun frá verksmiðjunum. Veikindin hófust árið 2007. Árið áður, 2006, varð óhapp í framleiðslu á iðnaðarsvæðinu og barst mikil mengun þaðan. Mikið af flúoríði mældist strax í gróðri og beinum sauðfjár á viðmiðunarbæjum, sem eru dreifðir um sveitir við Hvalfjörð.Matvælastofnun segir hrossin of feit Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendir frá sér vegna niðurstöðu skýrsluhöfunda segir að árið 2011 hafi skoðun Matvælastofnunar sannarlega leitt í ljós að flest hrossanna hafi verið of feit. „Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfundar gera,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem segir ljóst að efnaskiptaröskunin megi rekja til offitu í hrossunum.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira