Mikið áhyggjuefni ef ungt fólk menntar sig ekki Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. maí 2016 19:00 Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. Það þurfi þó ekki að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarið verið sú að hækka lægstu launin. BHM stóð fyrir málþingi um stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði í gær. Þar kom meðal annars fram að staða þessa hóps fari versnandi og að fjárhagslegur ábati af háskólanámi fari minnkandi. Menntamálaráðherra segir þetta ekki þurfa að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarin misseri verið sú að hækka lægstu launin. „Það hefur þá þær afleiðingar til lengri tíma að það minnkar munurinn á milli þeirra sem ganga menntaveginn og afla sér menntunar og hinna sem gera það ekki. Ég held að staðan sé raunar þannig núna að það er hvað minnstur munurinn, þegar horft er á laun sem að hafa gengið menntaveginn og þeirra sem ekki hafa gert það, hér á Íslandi í alþjóðlegum samanburði,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Það sé áhyggjuefni ef ungt fólk sér ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. „Það væri mjög mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi vegna þess að hagkerfi nútímans þau hverfast mjög um menntun. Hagvöxtur byggir mjög á menntun, vísindum, rannsóknum og þekkingu og þannig náum við fram meiri framleiðniaukningu. Framleiðum meira á hverri vinnustund,“ segir Illugi. Illugi segir að erfitt sé að bregðast við þessari stöðu með einni aðgerð. Þó megi nefna að framhaldsskólinn hafi verið styttur úr fjórum árum í þrjú og tími nemenda þannig betur nýttur og ævitekjur verða hærri. „Við þurfum líka auðvitað að horfa á háskólanna. Það má bæta þar námsframvinduna, nýta betur tímann þar þannig að fólk hafi fleiri ár á vinnumarkaði en áður. Þetta skiptir máli,“ segir Illugi. Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Menntamálaráðherra segir það vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi að ungt fólk sjái ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. Það þurfi þó ekki að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarið verið sú að hækka lægstu launin. BHM stóð fyrir málþingi um stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði í gær. Þar kom meðal annars fram að staða þessa hóps fari versnandi og að fjárhagslegur ábati af háskólanámi fari minnkandi. Menntamálaráðherra segir þetta ekki þurfa að koma á óvart enda hafi áherslan í kjarasamningum undanfarin misseri verið sú að hækka lægstu launin. „Það hefur þá þær afleiðingar til lengri tíma að það minnkar munurinn á milli þeirra sem ganga menntaveginn og afla sér menntunar og hinna sem gera það ekki. Ég held að staðan sé raunar þannig núna að það er hvað minnstur munurinn, þegar horft er á laun sem að hafa gengið menntaveginn og þeirra sem ekki hafa gert það, hér á Íslandi í alþjóðlegum samanburði,“ segir Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra. Það sé áhyggjuefni ef ungt fólk sér ekki fjárhagslegan ávinning af menntun. „Það væri mjög mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt hagkerfi vegna þess að hagkerfi nútímans þau hverfast mjög um menntun. Hagvöxtur byggir mjög á menntun, vísindum, rannsóknum og þekkingu og þannig náum við fram meiri framleiðniaukningu. Framleiðum meira á hverri vinnustund,“ segir Illugi. Illugi segir að erfitt sé að bregðast við þessari stöðu með einni aðgerð. Þó megi nefna að framhaldsskólinn hafi verið styttur úr fjórum árum í þrjú og tími nemenda þannig betur nýttur og ævitekjur verða hærri. „Við þurfum líka auðvitað að horfa á háskólanna. Það má bæta þar námsframvinduna, nýta betur tímann þar þannig að fólk hafi fleiri ár á vinnumarkaði en áður. Þetta skiptir máli,“ segir Illugi.
Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda