Innlent

Stofnfundur Viðreisnar í dag

Bjarki Ármannsson skrifar
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur hefur verið í forsvari fyrir Viðreisn.
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur hefur verið í forsvari fyrir Viðreisn. Vísir/Vilhelm
Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn verður stofnaður í dag á fundi í Hörpu. Á fundinum, sem hefst klukkan fimm, stendur til að kjósa í stjórn flokksins og samþykkja stefnuyfirlýsingu.

Stofnun Viðreisnar hefur verið í burðarliðnum um nokkurt skeið en fylgi við flokkinn mældist í fyrsta sinn yfir tveimur prósentum í Þjóðarpúlsi Gallúp í apríl síðastliðnum.

Flokknum er lýst sem frjálslyndu stjórnmálaafli og mun hann í næstu kosningum bjóða fram undir listabókstafnum C.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×