Hálfri milljón safnað á nokkrum klukkutímum: "Þykir mjög vænt um að finna fyrir þessum stuðningi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 09:56 „Ég skil ekki hvaðan þessi velvild er öll sömul komin,“ segir vísindamaðurinn Sævar Helgi Bragason í samtali við Vísi. Frá því var greint í gær að Stjörnufræðivefur Sævars Helga væri komin í gjaldþrot en ástæðuna má rekja til kaupa vefsins á sólmyrkvagleraugum fyrir grunnskólabörn landsins í mars í fyrra.Sævar ræddi málin í Brennslunni á FM 957 í morgun. Viðtalið má heyra hér að ofan. Sævar Helgi útskýrði í samtali við Vísi í gær að misskilningur á milli hans og endurskoðanda hans hefði verið að ræða. Vefurinn skuldaði 450 þúsund krónur í virðisaukaskatt sem væri ástæða þess að vefurinn var úrskurðaður gjaldþrota. Skemmst er frá því að segja að síðan tíðindi af gjaldþrotinu voru flutt í fjölmiðlum í gær er staðan breytt. Fólk úr öllum áttum hefur lagt peninga inn á reikning Sævars Helga og þegar Sævar athugaði stöðuna í gærkvöldi höfðu rúmlega 450 þúsund krónur safnast.Sólmyrkvann í fyrra má sjá í myndbandinu að neðan.Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum „Ég er á leiðinni til endurskoðandans fljótlega og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Sævar Helgi glaður í bragði. Fjölmargir hafi spurt hann í gær hvernig það gæti lagt sitt af mörkum og hafi hann bent því á reikningsnúmer vefsins þar sem hægt væri að styrkja hann. „Það fór aldeilis á flug,“ segir Sævar sem átti eftir að skoða stöðuna í dag. „Ef það kemur eitthvað meira, sem mig grunar, mun allt aukalega verða notað í frekara fræðslustarf,“ segir Sævar Helgi sem sá til þess að 70 þúsund sólmyrkvagleraugu rötuðu til grunnskóla landsins í aðdraganda sólmyrkvans í fyrra. Sævar Helgi segist hafa orðið var við að fólk deildi fréttum af gjaldþrotinu í gær og greinilegt að margir vildu hjálpa. Hann hafi ætlað að greiða þetta sjálfur en hann sé afskaplega þakklátur að þurfa ekki að gera það.Óskar Páll Elfarsson tók þessa glæsilegu mynd af unnustu sinni á sólmyrkvanum í fyrra.MYnd/Óskar Páll ElfarssonVill sjónauka í alla grunskóla „Manni líður stundum eins og maður sé einn í öllu og þykir mjög vænt um að finna fyrir þessum stuðningi. Ég kann þessu fólki bestu þakkir fyrir og veit ekki hvernig ég get þakkað því nægjanlega,“ segir Sævar. Hann vonast til þess að vesenið með skattinn verði úr sögunni en viðurkennir að hann viti ekki neitt um það hvernig þau mál gangi fyrir sig. „Mér skilst að skatturinn geti verið harður í horn að taka en ég vona að þeir sjái aumur á manni. Þetta eru ekki stjarnfræðilegar upphæðir.“ Aðspurður um næstu verkefni segist Sævar Helgi áfram vilja efla vísindastarf í skólum hér á landi. Næsti draumur sé að útvega öllum grunnskólum sjónauka til að geta skoðað sólina. „Það væri stærðarinnar verkefni,“ segir Sævar Helgi. Þá geti krakkarnir skoðað hvernig sólin snýst, séð hvernig sólblettir breytast, fylgst með virku svæðunum þar sem sprengingar verða sem að einhverjum tíma liðnum valda norðurljósum. „Það þarf að halda áfram að efla vísindastarf. Ekki eru sveitarfélögin og ríkið að standa sig.“ Tengdar fréttir Tók einstakar myndir af sólmyrkvanum og unnustu sinni "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi við myrkvann en bara að mynda sólina á himninum,“ segir Óskar Páll Elfarsson. 21. mars 2015 12:52 „Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
„Ég skil ekki hvaðan þessi velvild er öll sömul komin,“ segir vísindamaðurinn Sævar Helgi Bragason í samtali við Vísi. Frá því var greint í gær að Stjörnufræðivefur Sævars Helga væri komin í gjaldþrot en ástæðuna má rekja til kaupa vefsins á sólmyrkvagleraugum fyrir grunnskólabörn landsins í mars í fyrra.Sævar ræddi málin í Brennslunni á FM 957 í morgun. Viðtalið má heyra hér að ofan. Sævar Helgi útskýrði í samtali við Vísi í gær að misskilningur á milli hans og endurskoðanda hans hefði verið að ræða. Vefurinn skuldaði 450 þúsund krónur í virðisaukaskatt sem væri ástæða þess að vefurinn var úrskurðaður gjaldþrota. Skemmst er frá því að segja að síðan tíðindi af gjaldþrotinu voru flutt í fjölmiðlum í gær er staðan breytt. Fólk úr öllum áttum hefur lagt peninga inn á reikning Sævars Helga og þegar Sævar athugaði stöðuna í gærkvöldi höfðu rúmlega 450 þúsund krónur safnast.Sólmyrkvann í fyrra má sjá í myndbandinu að neðan.Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum „Ég er á leiðinni til endurskoðandans fljótlega og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Sævar Helgi glaður í bragði. Fjölmargir hafi spurt hann í gær hvernig það gæti lagt sitt af mörkum og hafi hann bent því á reikningsnúmer vefsins þar sem hægt væri að styrkja hann. „Það fór aldeilis á flug,“ segir Sævar sem átti eftir að skoða stöðuna í dag. „Ef það kemur eitthvað meira, sem mig grunar, mun allt aukalega verða notað í frekara fræðslustarf,“ segir Sævar Helgi sem sá til þess að 70 þúsund sólmyrkvagleraugu rötuðu til grunnskóla landsins í aðdraganda sólmyrkvans í fyrra. Sævar Helgi segist hafa orðið var við að fólk deildi fréttum af gjaldþrotinu í gær og greinilegt að margir vildu hjálpa. Hann hafi ætlað að greiða þetta sjálfur en hann sé afskaplega þakklátur að þurfa ekki að gera það.Óskar Páll Elfarsson tók þessa glæsilegu mynd af unnustu sinni á sólmyrkvanum í fyrra.MYnd/Óskar Páll ElfarssonVill sjónauka í alla grunskóla „Manni líður stundum eins og maður sé einn í öllu og þykir mjög vænt um að finna fyrir þessum stuðningi. Ég kann þessu fólki bestu þakkir fyrir og veit ekki hvernig ég get þakkað því nægjanlega,“ segir Sævar. Hann vonast til þess að vesenið með skattinn verði úr sögunni en viðurkennir að hann viti ekki neitt um það hvernig þau mál gangi fyrir sig. „Mér skilst að skatturinn geti verið harður í horn að taka en ég vona að þeir sjái aumur á manni. Þetta eru ekki stjarnfræðilegar upphæðir.“ Aðspurður um næstu verkefni segist Sævar Helgi áfram vilja efla vísindastarf í skólum hér á landi. Næsti draumur sé að útvega öllum grunnskólum sjónauka til að geta skoðað sólina. „Það væri stærðarinnar verkefni,“ segir Sævar Helgi. Þá geti krakkarnir skoðað hvernig sólin snýst, séð hvernig sólblettir breytast, fylgst með virku svæðunum þar sem sprengingar verða sem að einhverjum tíma liðnum valda norðurljósum. „Það þarf að halda áfram að efla vísindastarf. Ekki eru sveitarfélögin og ríkið að standa sig.“
Tengdar fréttir Tók einstakar myndir af sólmyrkvanum og unnustu sinni "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi við myrkvann en bara að mynda sólina á himninum,“ segir Óskar Páll Elfarsson. 21. mars 2015 12:52 „Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sjá meira
Tók einstakar myndir af sólmyrkvanum og unnustu sinni "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi við myrkvann en bara að mynda sólina á himninum,“ segir Óskar Páll Elfarsson. 21. mars 2015 12:52
„Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25