Þingmenn Framsóknar ýmist í liði með formanni eða forsætisráðherra varðandi kosningar í haust Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 24. maí 2016 19:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður flokksins og forsætisráðhera. vísir/ernir Þingmenn Framsóknarflokksins skiptast í fylkingar með formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eða forsætisráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, varðandi það hvort kjósa eigi til þings í haust eða ekki. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu en hún sagði á þingi í dag að það væri vanhugsað að hafa þingkosningar í haust. Í ræðu sinni minnti Silja Dögg á árangur ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili: „Við hljótum að vera sammála um að þetta er einstakur árangur ríkisstjórnarinnar á aðeins þremur árum. Því er það mín skoðun að það hafi verið vanhugsað að samþykkja kosningar nú í haust. Hagsmunum okkar er best borgið með að leyfa núverandi ríkisstjórn að sitja út kjörtímabilið,“ sagði Silja Dögg. Þá sagði hún skuldalækkunaraðgerðirnar, losun hafta og vinnu við húsnæðiskerfið sýna það glöggt hversu vel hafi gengið á kjörtímabilinu.Sjá ræðu Silju hér að neðan.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í viðtali á sunnudaginn að það væri ekkert ákveðið með kosningar í haust. Eru þau ummæli á skjön við það sem forsætisráðherra hefur haldið fram allt frá því hann settist í embættið en seinast í gær sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi að enn væri stefnt að kosningum í haust.Segir suma þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert sérstaklega spennta fyrir kosningum Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg aðspurð að það séu fleiri þingmenn Framsóknar á sömu skoðun og hún; að það eigi að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Einnig játar hún því að þingmenn séu að setja sig á bása með annað hvort formanni eða forsætisráðherra. „Já, menn eru svo sem að gera það," segir Silja Dögg. „Ég hef nú ekki farið í haustalningu innan þingflokksins en það eru margir sem eru sammála mér um að kosningar skulu fara fram næsta vor. Ég var nú bara að nýta þetta tækifæri til að tjá mína skoðun á málinu." Silja segir einnig hafa heyrt í þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja ekki kjósa í haust. „Já þetta er það sem ég heyri á göngunum. Þingmenn flokka sem mælast lágir í skoðanakönnunum eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir kosningum eftir því sem ég heyri og telja þetta óðagot þegar uppi er staðið,“ segir Silja Dögg. „Mér finnst blóðugt í ljósti stöðunnar að hleypa öllu í uppnám með kosningum.“Björt framtíð og Samfylkingin vilja kosningar Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þessi ummæli Silja Daggar vera langt frá sannleikanum. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn tilbúinn í kosningar sem allra fyrst. „Þingmönnum Bjartrar framtíðar finnst það mikilvægast að þjóðin fái að kjósa sem allra fyrst. Þessi ummæli eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Brynhildur. Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Samfylkingunni viljum að það verði kosið í haust og að staðið verði við loforðið. Þó Framsóknarflookkur vilji ekki í kosningar þá finnur hann ekki bandamenn þeirrar skoðunar í okkar röðum,“ segir Valgerður. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins skiptast í fylkingar með formanninum, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, eða forsætisráðherranum, Sigurði Inga Jóhannssyni, varðandi það hvort kjósa eigi til þings í haust eða ekki. Þetta segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í samtali við fréttastofu en hún sagði á þingi í dag að það væri vanhugsað að hafa þingkosningar í haust. Í ræðu sinni minnti Silja Dögg á árangur ríkisstjórnarinnar á yfirstandandi kjörtímabili: „Við hljótum að vera sammála um að þetta er einstakur árangur ríkisstjórnarinnar á aðeins þremur árum. Því er það mín skoðun að það hafi verið vanhugsað að samþykkja kosningar nú í haust. Hagsmunum okkar er best borgið með að leyfa núverandi ríkisstjórn að sitja út kjörtímabilið,“ sagði Silja Dögg. Þá sagði hún skuldalækkunaraðgerðirnar, losun hafta og vinnu við húsnæðiskerfið sýna það glöggt hversu vel hafi gengið á kjörtímabilinu.Sjá ræðu Silju hér að neðan.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sagði í viðtali á sunnudaginn að það væri ekkert ákveðið með kosningar í haust. Eru þau ummæli á skjön við það sem forsætisráðherra hefur haldið fram allt frá því hann settist í embættið en seinast í gær sagði Sigurður Ingi í samtali við Vísi að enn væri stefnt að kosningum í haust.Segir suma þingmenn stjórnarandstöðunnar ekkert sérstaklega spennta fyrir kosningum Í samtali við fréttastofu segir Silja Dögg aðspurð að það séu fleiri þingmenn Framsóknar á sömu skoðun og hún; að það eigi að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Einnig játar hún því að þingmenn séu að setja sig á bása með annað hvort formanni eða forsætisráðherra. „Já, menn eru svo sem að gera það," segir Silja Dögg. „Ég hef nú ekki farið í haustalningu innan þingflokksins en það eru margir sem eru sammála mér um að kosningar skulu fara fram næsta vor. Ég var nú bara að nýta þetta tækifæri til að tjá mína skoðun á málinu." Silja segir einnig hafa heyrt í þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna sem vilja ekki kjósa í haust. „Já þetta er það sem ég heyri á göngunum. Þingmenn flokka sem mælast lágir í skoðanakönnunum eru ekkert sérstaklega spenntir fyrir kosningum eftir því sem ég heyri og telja þetta óðagot þegar uppi er staðið,“ segir Silja Dögg. „Mér finnst blóðugt í ljósti stöðunnar að hleypa öllu í uppnám með kosningum.“Björt framtíð og Samfylkingin vilja kosningar Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna segja þessi ummæli Silja Daggar vera langt frá sannleikanum. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn tilbúinn í kosningar sem allra fyrst. „Þingmönnum Bjartrar framtíðar finnst það mikilvægast að þjóðin fái að kjósa sem allra fyrst. Þessi ummæli eiga ekki við rök að styðjast,“ segir Brynhildur. Valgerður Bjarnadóttir tekur í sama streng. „Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Við í Samfylkingunni viljum að það verði kosið í haust og að staðið verði við loforðið. Þó Framsóknarflookkur vilji ekki í kosningar þá finnur hann ekki bandamenn þeirrar skoðunar í okkar röðum,“ segir Valgerður.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00 Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00 Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Þarf að endurheimta traust flokksins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vill halda áfram sem formaður Framsóknar. Gagnrýni flokksmanna á störf Sigmundar gæti sett strik í reikninginn. Bæjarfulltrúi gæti séð Sigurð Inga Jóhannsson fyrir sér sem formann flokksins. 23. maí 2016 07:00
Bjarni lofar að kosið verði strax í haust Álit formanns Framsóknarflokksins á því hvenær gengið verði til kosninga virðist ekki skipta ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar máli. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gengið út frá því að kosið verði í haust og að 24. maí 2016 07:00
Sigurður Ingi er ekkert að hugsa um formannsframboð Segir stefnt að kosningum í haust en það sé þó ekkert leyndarmál að það séu skiptar skoðanir um það innan þingflokks Framsóknar. 23. maí 2016 15:58