Gert ráð fyrir seinkunum fram eftir degi á Keflavíkurflugvelli Bjarki Ármannsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 26. maí 2016 11:15 Gera má ráð fyrir seinkunum fram eftir degi á meðan komist er fyrir þær tafir sem urðu vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra í nótt. Vísir/Anton Brink Keflavíkurflugvöllur opnaði á ný í morgun eftir tímabundna lokun í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Gert er ráð fyrir seinkunum á ætlunarflugi um flugvöllinn fram eftir degi. Vellinum var lokað frá klukkan tvö en opnaði að nýju klukkan sjö. Komu þá um tuttugu vélar frá Norður-Ameríku með mjög stuttu millibili. Auka mannskapur var á staðnum hjá farþegaþjónustunni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir mesta kraðakið að baki þó það megi gera ráð fyrir áframhaldandi seinkunum á flugi fram eftir degi. „Vélarnar eru nú flestar farnar af stað til Evrópu,“ segir hann. „Það var alveg ljóst að þeim myndi seinka því vélarnar sem koma frá Norður-Ameríku fara áfram með farþega til Evrópu.“Mikið um að vera á flugvellinum í morgun„Allir þessir farþegar, ætli þeir séu ekki fjögur þúsund eða tæplega það, þeir þurftu að fara í gegnum landamæraeftirlitið og þar mynduðust nú dálitlar raðir,“ segir Guðni. „Það gekk nú nokkuð hratt að afgreiða þá. Það var vel mannað hjá lögreglunni og svo var farþegaþjónustan frá Isavia að gefa fólki vatn og segja því að það myndi örugglega ekki missa af tengiflugi, þeim sem voru í því.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er enn í gildi þannig að ekki verður hægt að kalla út starfsmenn ef til veikinda kemur líkt og gerðist í gær. „Við vitum þetta með skömmum fyrirvara, eins og gengur og gerist þegar menn veikjast,“ segir Guðni. „Við fréttum þetta til dæmis síðdegis í gær og þá fór allt í gang að láta farþega vita. Þannig að það er ekkert hægt að segja um framhaldið.“Þá voru tvær konur frá samtökunum No Borders handteknar um borð í vél Icelandair fyrir brottför til Stokkhólms. Voru þær að mótmæla brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor. Hvöttu þær farþega vélarinnar til þess að standa upp til þess að koma í veg fyrir brottför vélarinnar. Seinkaði för vélarinnar um tvo tíma vegna atviksins.Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15 Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30 Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur opnaði á ný í morgun eftir tímabundna lokun í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. Gert er ráð fyrir seinkunum á ætlunarflugi um flugvöllinn fram eftir degi. Vellinum var lokað frá klukkan tvö en opnaði að nýju klukkan sjö. Komu þá um tuttugu vélar frá Norður-Ameríku með mjög stuttu millibili. Auka mannskapur var á staðnum hjá farþegaþjónustunni. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir mesta kraðakið að baki þó það megi gera ráð fyrir áframhaldandi seinkunum á flugi fram eftir degi. „Vélarnar eru nú flestar farnar af stað til Evrópu,“ segir hann. „Það var alveg ljóst að þeim myndi seinka því vélarnar sem koma frá Norður-Ameríku fara áfram með farþega til Evrópu.“Mikið um að vera á flugvellinum í morgun„Allir þessir farþegar, ætli þeir séu ekki fjögur þúsund eða tæplega það, þeir þurftu að fara í gegnum landamæraeftirlitið og þar mynduðust nú dálitlar raðir,“ segir Guðni. „Það gekk nú nokkuð hratt að afgreiða þá. Það var vel mannað hjá lögreglunni og svo var farþegaþjónustan frá Isavia að gefa fólki vatn og segja því að það myndi örugglega ekki missa af tengiflugi, þeim sem voru í því.“ Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er enn í gildi þannig að ekki verður hægt að kalla út starfsmenn ef til veikinda kemur líkt og gerðist í gær. „Við vitum þetta með skömmum fyrirvara, eins og gengur og gerist þegar menn veikjast,“ segir Guðni. „Við fréttum þetta til dæmis síðdegis í gær og þá fór allt í gang að láta farþega vita. Þannig að það er ekkert hægt að segja um framhaldið.“Þá voru tvær konur frá samtökunum No Borders handteknar um borð í vél Icelandair fyrir brottför til Stokkhólms. Voru þær að mótmæla brottvísun nígeríska hælisleitandans Eze Okafor. Hvöttu þær farþega vélarinnar til þess að standa upp til þess að koma í veg fyrir brottför vélarinnar. Seinkaði för vélarinnar um tvo tíma vegna atviksins.Yfirvinnubann flugumferðarstjóra tók gildi í byrjun apríl og er liður í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Isavia og Samtök atvinnulífsins. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15 Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30 Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Ekkert áætlunarflug um Keflavík í nótt Ekkert áætlunarflug verður til og frá Keflavíkurflugvelli í nótt vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 25. maí 2016 15:15
Flugumferðarstjórar segja mikið álag og starfsfólk skorta Tafir urðu á innanlandsflugi í dag vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra. 22. maí 2016 19:30
Vél Icelandair snúið við vegna bilunar Sneri við stuttu eftir flugtak. Ferðinni til Gautaborgar aflýst en seinkanir eru á millilandaflugi í dag. 26. maí 2016 07:27