Júníspá Siggu Kling – Tvíburi: Líf án drauma er eins og garður án blóma 27. maí 2016 09:00 Elsku hjartans, skemmtilegi Tvíburinn minn. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn á núna er einhvern veginn smá eins og þú sért að ganga á línu milli tveggja fjalla. Þú getur stundum verið áhyggjufullur út af öllu en hafðu í huga að áhyggjurnar munu ekki breyta neinu. Það eina sem þú þarft að gera til þess að komast yfir á hitt fjallið er hreinlega að setja annan fótinn fram fyrir hinn. Endurtaktu það svo eftir þörfum. Láttu ekki háværar raddir og klingjandi bjöllur hafa áhrif á það sem þú ætlar að gera, þú hefur réttu svörin en þarft að fara af stað í lífinu ekki seinna en nákvæmlega núna. Að sjálfsögðu verða ekki allir sammála því sem þú vilt gera, en það er það fallega við júní- og júlímánuð. Þetta er þinn tími. Það er eins og það sé verið að draga fána að húni og ef þú værir fáni þá væri því best lýst þannig að þú værir búinn að vera eitthvað óvenjulega nálægt jörðu núna upp á síðkastið. En núna er bara eins og það sé flaggað í heila stöng og þú blaktir fallega í golunni. Í enda maí fórst þú að sjá hvernig þú getur gert lífið miklu sterkara fyrir þig og margir Tvíburar fóru að velja sér þann farveg að byrja á einhverju nýju og öðruvísi, það er mikil blessun yfir því. Í vondum ástarsamböndum getur verið streita og stundum er bara best að skilja þó maður eigi saman flatskjá eða eitthvað. Kraftur frelsisins er allavega undirstaða nýrra tíma og það er líka lögmál að ef þú gerir ekki neitt, þá gerist ekki neitt. Það er það eina sem getur drepið Tvíburann: að gera ekki neitt, því þá gerist ekki neitt! Og hafðu það í huga að og athugaðu að líf án drauma er eins og garður án blóma. Mjög mörg ykkar eiga eftir að vera mikið í útlöndum að anda að ykkur góða veðrinu og greddunni. Ef þú ert að hafa áhyggjur af peningamálum þá skaltu bara sleppa því af því að það leynast peningar einhvers staðar þar sem þú bjóst ekki við. Ef þú ert búinn að vera vera eitthvað þreyttur, þungur og pirraður þá eru það skilaboð til þín að kíkja bara aðeins til læknis. Maður fer með bílinn sinn í skoðun einu sinni á ári en tékkar ekki á sjálfum sér nema á 10 ára fresti. Hugsaðu nú: Hvort er verðmætara, þú eða bíllinn? Þegar þú ert búinn að fá einhverja staðfestingu, annaðhvort um að allt sé í lagi eða þú þurfir kannski að taka til í mataræðinu, taka vítamín eða fara að hreyfa þig aðeins meira þá líður þér sko miklu, miklu betur. Mottóið þitt í sumar, elsku, hjartans tvíburinn minn, er Hakuna matata. Það er bara eitthvað svo mikið þú! Knús, þín Sigga KlingFrægir tvíburar: Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira
Elsku hjartans, skemmtilegi Tvíburinn minn. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn á núna er einhvern veginn smá eins og þú sért að ganga á línu milli tveggja fjalla. Þú getur stundum verið áhyggjufullur út af öllu en hafðu í huga að áhyggjurnar munu ekki breyta neinu. Það eina sem þú þarft að gera til þess að komast yfir á hitt fjallið er hreinlega að setja annan fótinn fram fyrir hinn. Endurtaktu það svo eftir þörfum. Láttu ekki háværar raddir og klingjandi bjöllur hafa áhrif á það sem þú ætlar að gera, þú hefur réttu svörin en þarft að fara af stað í lífinu ekki seinna en nákvæmlega núna. Að sjálfsögðu verða ekki allir sammála því sem þú vilt gera, en það er það fallega við júní- og júlímánuð. Þetta er þinn tími. Það er eins og það sé verið að draga fána að húni og ef þú værir fáni þá væri því best lýst þannig að þú værir búinn að vera eitthvað óvenjulega nálægt jörðu núna upp á síðkastið. En núna er bara eins og það sé flaggað í heila stöng og þú blaktir fallega í golunni. Í enda maí fórst þú að sjá hvernig þú getur gert lífið miklu sterkara fyrir þig og margir Tvíburar fóru að velja sér þann farveg að byrja á einhverju nýju og öðruvísi, það er mikil blessun yfir því. Í vondum ástarsamböndum getur verið streita og stundum er bara best að skilja þó maður eigi saman flatskjá eða eitthvað. Kraftur frelsisins er allavega undirstaða nýrra tíma og það er líka lögmál að ef þú gerir ekki neitt, þá gerist ekki neitt. Það er það eina sem getur drepið Tvíburann: að gera ekki neitt, því þá gerist ekki neitt! Og hafðu það í huga að og athugaðu að líf án drauma er eins og garður án blóma. Mjög mörg ykkar eiga eftir að vera mikið í útlöndum að anda að ykkur góða veðrinu og greddunni. Ef þú ert að hafa áhyggjur af peningamálum þá skaltu bara sleppa því af því að það leynast peningar einhvers staðar þar sem þú bjóst ekki við. Ef þú ert búinn að vera vera eitthvað þreyttur, þungur og pirraður þá eru það skilaboð til þín að kíkja bara aðeins til læknis. Maður fer með bílinn sinn í skoðun einu sinni á ári en tékkar ekki á sjálfum sér nema á 10 ára fresti. Hugsaðu nú: Hvort er verðmætara, þú eða bíllinn? Þegar þú ert búinn að fá einhverja staðfestingu, annaðhvort um að allt sé í lagi eða þú þurfir kannski að taka til í mataræðinu, taka vítamín eða fara að hreyfa þig aðeins meira þá líður þér sko miklu, miklu betur. Mottóið þitt í sumar, elsku, hjartans tvíburinn minn, er Hakuna matata. Það er bara eitthvað svo mikið þú! Knús, þín Sigga KlingFrægir tvíburar: Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Sjá meira