Júníspá Siggu Kling – Tvíburi: Líf án drauma er eins og garður án blóma 27. maí 2016 09:00 Elsku hjartans, skemmtilegi Tvíburinn minn. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn á núna er einhvern veginn smá eins og þú sért að ganga á línu milli tveggja fjalla. Þú getur stundum verið áhyggjufullur út af öllu en hafðu í huga að áhyggjurnar munu ekki breyta neinu. Það eina sem þú þarft að gera til þess að komast yfir á hitt fjallið er hreinlega að setja annan fótinn fram fyrir hinn. Endurtaktu það svo eftir þörfum. Láttu ekki háværar raddir og klingjandi bjöllur hafa áhrif á það sem þú ætlar að gera, þú hefur réttu svörin en þarft að fara af stað í lífinu ekki seinna en nákvæmlega núna. Að sjálfsögðu verða ekki allir sammála því sem þú vilt gera, en það er það fallega við júní- og júlímánuð. Þetta er þinn tími. Það er eins og það sé verið að draga fána að húni og ef þú værir fáni þá væri því best lýst þannig að þú værir búinn að vera eitthvað óvenjulega nálægt jörðu núna upp á síðkastið. En núna er bara eins og það sé flaggað í heila stöng og þú blaktir fallega í golunni. Í enda maí fórst þú að sjá hvernig þú getur gert lífið miklu sterkara fyrir þig og margir Tvíburar fóru að velja sér þann farveg að byrja á einhverju nýju og öðruvísi, það er mikil blessun yfir því. Í vondum ástarsamböndum getur verið streita og stundum er bara best að skilja þó maður eigi saman flatskjá eða eitthvað. Kraftur frelsisins er allavega undirstaða nýrra tíma og það er líka lögmál að ef þú gerir ekki neitt, þá gerist ekki neitt. Það er það eina sem getur drepið Tvíburann: að gera ekki neitt, því þá gerist ekki neitt! Og hafðu það í huga að og athugaðu að líf án drauma er eins og garður án blóma. Mjög mörg ykkar eiga eftir að vera mikið í útlöndum að anda að ykkur góða veðrinu og greddunni. Ef þú ert að hafa áhyggjur af peningamálum þá skaltu bara sleppa því af því að það leynast peningar einhvers staðar þar sem þú bjóst ekki við. Ef þú ert búinn að vera vera eitthvað þreyttur, þungur og pirraður þá eru það skilaboð til þín að kíkja bara aðeins til læknis. Maður fer með bílinn sinn í skoðun einu sinni á ári en tékkar ekki á sjálfum sér nema á 10 ára fresti. Hugsaðu nú: Hvort er verðmætara, þú eða bíllinn? Þegar þú ert búinn að fá einhverja staðfestingu, annaðhvort um að allt sé í lagi eða þú þurfir kannski að taka til í mataræðinu, taka vítamín eða fara að hreyfa þig aðeins meira þá líður þér sko miklu, miklu betur. Mottóið þitt í sumar, elsku, hjartans tvíburinn minn, er Hakuna matata. Það er bara eitthvað svo mikið þú! Knús, þín Sigga KlingFrægir tvíburar: Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Elsku hjartans, skemmtilegi Tvíburinn minn. Þetta tímabil sem þú ert að fara inn á núna er einhvern veginn smá eins og þú sért að ganga á línu milli tveggja fjalla. Þú getur stundum verið áhyggjufullur út af öllu en hafðu í huga að áhyggjurnar munu ekki breyta neinu. Það eina sem þú þarft að gera til þess að komast yfir á hitt fjallið er hreinlega að setja annan fótinn fram fyrir hinn. Endurtaktu það svo eftir þörfum. Láttu ekki háværar raddir og klingjandi bjöllur hafa áhrif á það sem þú ætlar að gera, þú hefur réttu svörin en þarft að fara af stað í lífinu ekki seinna en nákvæmlega núna. Að sjálfsögðu verða ekki allir sammála því sem þú vilt gera, en það er það fallega við júní- og júlímánuð. Þetta er þinn tími. Það er eins og það sé verið að draga fána að húni og ef þú værir fáni þá væri því best lýst þannig að þú værir búinn að vera eitthvað óvenjulega nálægt jörðu núna upp á síðkastið. En núna er bara eins og það sé flaggað í heila stöng og þú blaktir fallega í golunni. Í enda maí fórst þú að sjá hvernig þú getur gert lífið miklu sterkara fyrir þig og margir Tvíburar fóru að velja sér þann farveg að byrja á einhverju nýju og öðruvísi, það er mikil blessun yfir því. Í vondum ástarsamböndum getur verið streita og stundum er bara best að skilja þó maður eigi saman flatskjá eða eitthvað. Kraftur frelsisins er allavega undirstaða nýrra tíma og það er líka lögmál að ef þú gerir ekki neitt, þá gerist ekki neitt. Það er það eina sem getur drepið Tvíburann: að gera ekki neitt, því þá gerist ekki neitt! Og hafðu það í huga að og athugaðu að líf án drauma er eins og garður án blóma. Mjög mörg ykkar eiga eftir að vera mikið í útlöndum að anda að ykkur góða veðrinu og greddunni. Ef þú ert að hafa áhyggjur af peningamálum þá skaltu bara sleppa því af því að það leynast peningar einhvers staðar þar sem þú bjóst ekki við. Ef þú ert búinn að vera vera eitthvað þreyttur, þungur og pirraður þá eru það skilaboð til þín að kíkja bara aðeins til læknis. Maður fer með bílinn sinn í skoðun einu sinni á ári en tékkar ekki á sjálfum sér nema á 10 ára fresti. Hugsaðu nú: Hvort er verðmætara, þú eða bíllinn? Þegar þú ert búinn að fá einhverja staðfestingu, annaðhvort um að allt sé í lagi eða þú þurfir kannski að taka til í mataræðinu, taka vítamín eða fara að hreyfa þig aðeins meira þá líður þér sko miklu, miklu betur. Mottóið þitt í sumar, elsku, hjartans tvíburinn minn, er Hakuna matata. Það er bara eitthvað svo mikið þú! Knús, þín Sigga KlingFrægir tvíburar: Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira