Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Óli Kr. Ármannsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Yfirvinnubann flugumferðarstjóra varð til þess að ekki var þjónusta við annað flug en neyðarflug í Keflavík milli kl. 02 og 07 aðfaranótt fimmtudags og föstudags í vikunni. Fréttablaðið/GVA Flugumferðarstjórar hafa hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði.Þorsteinn VíglundssonFram kom í tilkynningu sem Flugstoðir (forveri Isavia ohf.) sendu frá sér þegar yfir stóðu samningar við flugumferðarstjóra snemma árs 2010 að þá hefðu heildarmánaðarlaun flugumferðarstjóra numið ríflega 900 þúsund krónum. Þá voru laun 59 ára gamals flugumferðarstjóra, án yfirvinnu og annarra aukagreiðslna, rúmar 800 þúsund krónur. Kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtaka atvinnulífsins (SA), fyrir hönd Isavia, hafa staðið frá því í nóvember. Síðasti fundur í deilunni var 20. maí hjá ríkissáttasemjara. Boða verður til nýs fundar fyrir 3. júní næstkomandi. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið frá 6. apríl og valdið nokkurri röskun á flugi til og frá landinu. Í leiðara fréttabréfs SA segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki hefðbundið íslenskt höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall að lokum til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Þorsteinn segir mikið í húfi að launadeilan við flugumferðarstjóra verði ekki til að stefna stöðugleika á vinnumarkaði í voða, en hún gæti líka dregið dilk á eftir sér. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi en það væri miður ef sífelldar og óbilgjarnar verkfallsaðgerðir þessa fámenna starfshóps myndu hrekja þjónustuna frá Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Flugumferðarstjórar hafa hafnað tilboði sem svarar til 25 prósenta hækkunar launa, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Að því gefnu að heildarlaun flugumferðarstjóra, með grunnlaunum, föstu vaktaálagi og yfirvinnu meðtalinni, nemi að jafnaði um milljón krónum á mánuði, hafa þeir því hafnað launahækkun sem svarar til um 250 þúsund króna á mánuði.Þorsteinn VíglundssonFram kom í tilkynningu sem Flugstoðir (forveri Isavia ohf.) sendu frá sér þegar yfir stóðu samningar við flugumferðarstjóra snemma árs 2010 að þá hefðu heildarmánaðarlaun flugumferðarstjóra numið ríflega 900 þúsund krónum. Þá voru laun 59 ára gamals flugumferðarstjóra, án yfirvinnu og annarra aukagreiðslna, rúmar 800 þúsund krónur. Kjaraviðræður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) og Samtaka atvinnulífsins (SA), fyrir hönd Isavia, hafa staðið frá því í nóvember. Síðasti fundur í deilunni var 20. maí hjá ríkissáttasemjara. Boða verður til nýs fundar fyrir 3. júní næstkomandi. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið frá 6. apríl og valdið nokkurri röskun á flugi til og frá landinu. Í leiðara fréttabréfs SA segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri samtakanna, kröfur flugumferðarstjóra um hækkanir langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum. „Yrði gengið að kröfum þeirra raskaðist það dýrkeypta jafnvægi sem komist hefur á kjaramálin,“ segir hann. Við tæki hefðbundið íslenskt höfrungahlaup um launahækkanir sem gæti af sér aukna verðbólgu, hærri vexti og gengisfall að lokum til að lagfæra samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem starfa í alþjóðlegri samkeppni. „Niðurstaðan er sú að kjör allra versna til lengri tíma.“ Þorsteinn segir mikið í húfi að launadeilan við flugumferðarstjóra verði ekki til að stefna stöðugleika á vinnumarkaði í voða, en hún gæti líka dregið dilk á eftir sér. Ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. „Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi en það væri miður ef sífelldar og óbilgjarnar verkfallsaðgerðir þessa fámenna starfshóps myndu hrekja þjónustuna frá Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira