Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2016 12:30 Íslenska framlagið fer vel í Palla. vísir „Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. Þá fór keppnin fram í Írlandi. „Þá vorum við bara úti í sjö daga og þetta voru sjö bestu dagar lífs míns í röð. Hver einasti dagur var eins og lítil sprenging og að fara inn í Eurovision land er alveg einstakt og ótrúleg stemning á svæðinu. Það er í raun enginn leið að útskýra þetta beint, nema þú hafir farið þangað. Þarna er ofsalega falleg og mögnuð orka sem ég get vel skilið að þú verður háður.“ Páll segist skilja þá aðdáendur sem fríki út og elta keppnina út um allt. „Við Íslendingar eigum alveg jafn mikinn séns á því að vinna Eurovision eins og hver önnur þjóð. Það er bara verið að biðja um þessar þrjár mínútur af fullkomnun. Ég hef ekki uppskriftina af hinu fullkomna popplagi, ef ég hefði þá uppskrift þá væri ég grilljónamæringur í dag.“Frábært viðhorf hjá íslenska hópnum Palli segir að íslenska lagið í ár sé svakalega flott og vel samið. „Ég er svo feginn því að viðhorf hópsins er pínulítið öðruvísi en það hefur verið hingað til. Þau eru að fara út með heildarpakka. Ekki bara fókus á lagið, standa kyrr og syngja það eins og lenskan hjá Íslendingum hefur verið. Um leið og Íslendingar fara að gera kröfur eða rugga bátnum eitthvað, þá verður fólk bara hissa þarna úti. Hér er kominn hópur sem er með tilbúinn pakka, ákveðið atriði, þar sem allt þarf að dansa saman. Allt er jafn mikilvægt, líka grafíkin, líka myndavélaskotin. Það er búið að negla þetta allt niður í öreindir.“ Greta stígur á sviðið í kvöld og syngur lagið Hear Them Calling í Globen-höllinni í fyrra undanúrslitakvöldinu. Í kvöld kemur í ljós hvort við Íslendingar munum eiga lag í lokakeppninni á laugardaginn. Eurovision Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
„Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. Þá fór keppnin fram í Írlandi. „Þá vorum við bara úti í sjö daga og þetta voru sjö bestu dagar lífs míns í röð. Hver einasti dagur var eins og lítil sprenging og að fara inn í Eurovision land er alveg einstakt og ótrúleg stemning á svæðinu. Það er í raun enginn leið að útskýra þetta beint, nema þú hafir farið þangað. Þarna er ofsalega falleg og mögnuð orka sem ég get vel skilið að þú verður háður.“ Páll segist skilja þá aðdáendur sem fríki út og elta keppnina út um allt. „Við Íslendingar eigum alveg jafn mikinn séns á því að vinna Eurovision eins og hver önnur þjóð. Það er bara verið að biðja um þessar þrjár mínútur af fullkomnun. Ég hef ekki uppskriftina af hinu fullkomna popplagi, ef ég hefði þá uppskrift þá væri ég grilljónamæringur í dag.“Frábært viðhorf hjá íslenska hópnum Palli segir að íslenska lagið í ár sé svakalega flott og vel samið. „Ég er svo feginn því að viðhorf hópsins er pínulítið öðruvísi en það hefur verið hingað til. Þau eru að fara út með heildarpakka. Ekki bara fókus á lagið, standa kyrr og syngja það eins og lenskan hjá Íslendingum hefur verið. Um leið og Íslendingar fara að gera kröfur eða rugga bátnum eitthvað, þá verður fólk bara hissa þarna úti. Hér er kominn hópur sem er með tilbúinn pakka, ákveðið atriði, þar sem allt þarf að dansa saman. Allt er jafn mikilvægt, líka grafíkin, líka myndavélaskotin. Það er búið að negla þetta allt niður í öreindir.“ Greta stígur á sviðið í kvöld og syngur lagið Hear Them Calling í Globen-höllinni í fyrra undanúrslitakvöldinu. Í kvöld kemur í ljós hvort við Íslendingar munum eiga lag í lokakeppninni á laugardaginn.
Eurovision Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira