Starfsmönnum ríkisskattstjóra hótað vegna fyrirspurna Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. maí 2016 18:45 Dæmi eru um að starfsfólki embættis ríkisskattstjóra hafi verið hótað persónulega vegna fyrirspurna um aflandsfélög. Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundelli upplýsinga um aflandsfélög Íslendinga í skattaskjólum. Starfsmenn ríkisskattstjóra urðu þess áskynja skömmu eftir síðustu aldarmót að Íslendingar ættu auknum mæli aflandsfélög í skattaskjólum. Hluti framteljenda sem áttu eignir í slíkum félögum uppfyllti lögbundnar skyldur sínar með því að gera grein fyrir eignarhaldinu og þeim tekjum sem stöfuðu af slíkum eignum og stóðu þannig skil á skattgreiðslum sínum. Flestir sáu þó enga ástæðu til að geta um þessar eignir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga um þessi félög. Stundum hafi starfsmönnum embættisins jafnvel verið hótað vegna fyrirspurna um þau. Skúli segist hafa fullan skilning á því að menn grípi til varna og klóri í bakkann þegar fyrirspurnir séu annars vegar. „En það er gengið dálítið langt þegar að starfsmönnum er hótað því að þeir verði dregnir til persónulegrar ábyrgðar vegna starfa sinna hérna hjá embættinu. Það eru hreinar og klárar hótanir sem ekki er nokkur lagalegur grundvöllur fyrir enda er hér unnið samkvæmt lögum,“ segir Skúli. Hann segir að þetta gerist af og til en upp á síðkastið hafi þetta komið oftar fyrir. Það er ekki fyrr en nú eftir Panama lekann og gögnin sem keypt voru af erlendum huldumanni á jafnvirði 37 milljóna króna sem skattyfirvöld hafi betri yfirsýn yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skúli segir að gögnin úr Panamaskjölunum séu mjög svipuð þeim gögnum sem keypt voru. „Það virðist vera að þessi keyptu gögn séu eitthvað eldri en þau gögn sem eru að koma fram úr þessum leka núna en að hluta til eru þetta sömu aðilarnir.“ Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundvelli gagna sem voru keypt og gagna úr Panama-lekanum. Þessi tala muni hækka. „Þannig að það verða eitthvað tvö til þrjú hundruð mál sem við munum opna núna á næstu vikum og mánuðum,“ segir Skúli. Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira
Dæmi eru um að starfsfólki embættis ríkisskattstjóra hafi verið hótað persónulega vegna fyrirspurna um aflandsfélög. Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundelli upplýsinga um aflandsfélög Íslendinga í skattaskjólum. Starfsmenn ríkisskattstjóra urðu þess áskynja skömmu eftir síðustu aldarmót að Íslendingar ættu auknum mæli aflandsfélög í skattaskjólum. Hluti framteljenda sem áttu eignir í slíkum félögum uppfyllti lögbundnar skyldur sínar með því að gera grein fyrir eignarhaldinu og þeim tekjum sem stöfuðu af slíkum eignum og stóðu þannig skil á skattgreiðslum sínum. Flestir sáu þó enga ástæðu til að geta um þessar eignir. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að erfiðlega hafi gengið að afla upplýsinga um þessi félög. Stundum hafi starfsmönnum embættisins jafnvel verið hótað vegna fyrirspurna um þau. Skúli segist hafa fullan skilning á því að menn grípi til varna og klóri í bakkann þegar fyrirspurnir séu annars vegar. „En það er gengið dálítið langt þegar að starfsmönnum er hótað því að þeir verði dregnir til persónulegrar ábyrgðar vegna starfa sinna hérna hjá embættinu. Það eru hreinar og klárar hótanir sem ekki er nokkur lagalegur grundvöllur fyrir enda er hér unnið samkvæmt lögum,“ segir Skúli. Hann segir að þetta gerist af og til en upp á síðkastið hafi þetta komið oftar fyrir. Það er ekki fyrr en nú eftir Panama lekann og gögnin sem keypt voru af erlendum huldumanni á jafnvirði 37 milljóna króna sem skattyfirvöld hafi betri yfirsýn yfir eignir Íslendinga í skattaskjólum. Skúli segir að gögnin úr Panamaskjölunum séu mjög svipuð þeim gögnum sem keypt voru. „Það virðist vera að þessi keyptu gögn séu eitthvað eldri en þau gögn sem eru að koma fram úr þessum leka núna en að hluta til eru þetta sömu aðilarnir.“ Embætti ríkisskattstjóra hefur opnað 180 mál vegna endurálagningar skatta á grundvelli gagna sem voru keypt og gagna úr Panama-lekanum. Þessi tala muni hækka. „Þannig að það verða eitthvað tvö til þrjú hundruð mál sem við munum opna núna á næstu vikum og mánuðum,“ segir Skúli.
Mest lesið Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Sjá meira