Grein Hannesar: Fyrirboði forsetaframboðs eða endurreisn Davíðs? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2016 11:48 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sérstakt að ritstjóri dagblaðs birti ítarlega „lofgjörð um sjálfan sig með hetjumyndum með erlendum þjóðarleiðtogum.“ Þetta kom fram í máli hans í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt kollega sínum Stefaníu Óskarsdóttur.Eins og fram hefur komið var ítarleg úttekt á áhrifum Davíðs Oddsonar á íslenskt samfélag í tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu á laugardag. „Ekki að ég þekki alla fjölmiðla veraldar en ég veit ekki um dæmi þessa annars staðar. Það finnst mér í sjálfu sér áhugavert,“ segir Eiríkur. Hann er þó þeirrar skoðunar að Davíð sé merkur stjórnmálamaður í Íslandssögunni.„Hann var forsætisráðherra yfir langa tíð og mjög afgerandi sem slíkur. Kannski á sinni tíð einn öflugasti forsætisráðherra sem við höfum haft.“Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Landslagið breytt eftir framboð Ólafs RagnarsDavíð tók við starfi Seðlabankastjóra að loknum stjórnmálaferli sínum. Eftir fall bankanna var lögum breytt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem gerðu að verkum að starf Davíðs í bankanum yrði lagt niður. Davíð hætti störfum í febrúar 2009 áður en lögin komu til atkvæðagreiðslu á Alþingi.„Hans ferill endaði ekki með þeim hætti sem hann, Hannes og hans menn hefðu viljað. Þetta er einhvers konar viðleitni til að endurreisa hans stöðu í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur.Veltu Eiríkur og Stefanía fyrir sér hvort greinin tengdist mögulegu framboði Davíðs til forseta Íslands sem mikið hefur verið slúðrað um. Yrði Davíð forseti hefði hann náð einstakri þrennu: borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. Stefanía telur hins vegar ekki von á framboði frá Davíð úr þessu.„Ég veit til þess að Davíð Oddsson var að spá í framboð. Vinir og vandamenn, sem tengjast honum, hafa ýjað að því að hann var að hugsa málið. Landslagið hefur breyst það mikið eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti sitt framboð að það er ekki á vísan að róa fyrir Davíð.“ Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir #segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09 „Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sérstakt að ritstjóri dagblaðs birti ítarlega „lofgjörð um sjálfan sig með hetjumyndum með erlendum þjóðarleiðtogum.“ Þetta kom fram í máli hans í Eyjunni á Stöð 2 í gær þar sem hann sat fyrir svörum ásamt kollega sínum Stefaníu Óskarsdóttur.Eins og fram hefur komið var ítarleg úttekt á áhrifum Davíðs Oddsonar á íslenskt samfélag í tveggja opnu skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Morgunblaðinu á laugardag. „Ekki að ég þekki alla fjölmiðla veraldar en ég veit ekki um dæmi þessa annars staðar. Það finnst mér í sjálfu sér áhugavert,“ segir Eiríkur. Hann er þó þeirrar skoðunar að Davíð sé merkur stjórnmálamaður í Íslandssögunni.„Hann var forsætisráðherra yfir langa tíð og mjög afgerandi sem slíkur. Kannski á sinni tíð einn öflugasti forsætisráðherra sem við höfum haft.“Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Landslagið breytt eftir framboð Ólafs RagnarsDavíð tók við starfi Seðlabankastjóra að loknum stjórnmálaferli sínum. Eftir fall bankanna var lögum breytt af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem gerðu að verkum að starf Davíðs í bankanum yrði lagt niður. Davíð hætti störfum í febrúar 2009 áður en lögin komu til atkvæðagreiðslu á Alþingi.„Hans ferill endaði ekki með þeim hætti sem hann, Hannes og hans menn hefðu viljað. Þetta er einhvers konar viðleitni til að endurreisa hans stöðu í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur.Veltu Eiríkur og Stefanía fyrir sér hvort greinin tengdist mögulegu framboði Davíðs til forseta Íslands sem mikið hefur verið slúðrað um. Yrði Davíð forseti hefði hann náð einstakri þrennu: borgarstjóri í Reykjavík, forsætisráðherra og forseti Íslands. Stefanía telur hins vegar ekki von á framboði frá Davíð úr þessu.„Ég veit til þess að Davíð Oddsson var að spá í framboð. Vinir og vandamenn, sem tengjast honum, hafa ýjað að því að hann var að hugsa málið. Landslagið hefur breyst það mikið eftir að Ólafur Ragnar tilkynnti sitt framboð að það er ekki á vísan að róa fyrir Davíð.“
Alþingi Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir #segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09 „Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
#segirHannes fer á flug: Davíð fann upp fótboltann, stafrófsröðina og "glætan!“ Skoðunargrein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar á ritstjóra Morgunblaðsins, sem birtist í Morgunblaðinu, hefur vakið mikla athygli. 1. maí 2016 12:09
„Bara á Íslandi!“: Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook Margir hafa furðað sig á lofgjörð stjórnmálafræðiprófessorsins í Morgunblaðinu í dag um sjálfan ritstjóra blaðsins, Davíð Oddsson. Fínt innlegg í kosningabaráttu segir Egill Helgason. 30. apríl 2016 15:14