Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2016 10:01 Vík í Mýrdal vísir/heiða Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma. Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi og þangað kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. „Við viljum búa hér í hefðbundnu samfélagi fólks sem að lifir hér og hrærist, býr hér og greiðir sína skatta og skyldur. Það vantar húsnæði hér og við erum því í miklum vandræðum,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Íbúum hefur fjölgað mikið í Mýrdalshreppi á seinasta ári, eða um 12 prósent. Þá segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að 1300 gistirými séu í Vík í Mýrdal en þar búa um 540 manns. Hvergi á landinu eru jafnmörg gistirými sé miðað við fjölda íbúa. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði, en færst hefur í aukana síðustu ár að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Ásgeir segir að ferðaþjónustan sé vissulega á mikilli siglingu í Vík en því fylgi að það vanti fólk til starfa og það þurfi að búa einhvers staðar. Þessar aðgerðir nú eru liður í því að bregðast við húsnæðisvandanum. Ásgeir nefnir að í fyrra hafi verið byggðar 10 íbúðir í þorpinu sem seldust allar. „Þetta er spurningin um þessa útleigu til ferðamanna í 2, 3, 4 nætur. [...] Það var að aukast hér töluvert að fólk væri að kaupa upp eignir og setja beint í svona leigu, fólk sem býr sem sagt ekki hér. Þá var fólk jafnvel að sækja um lóðir til að byggja hús sem hægt væri að setja í svona leigu.“ Ásgeir segir að heimagisting verði ennþá leyfð, það er að fólk geti leigt út herbergi í íbúðum sínum. Svipar þetta nokkuð til banns sem tók gildi í Berlín nú í vikunni þar sem íbúar í borginni mega ekki leigja heilu íbúðirnar eða húsin til ferðamanna til skamms tíma heldur aðeins stök herbergi í íbúðum eða húsum. Þá áréttar Ásgeir að áhrif ferðaþjónustunnar í Vík í Mýrdal séu almennt jákvæð. „Við værum ekki með í 300 manna þorpi nóg af veitingastöðum og kaffihúsum til dæmis til að velja úr ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ásgeir í Bítinu en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ákveðið að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma. Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi og þangað kemur fjöldi ferðamanna á hverju ári. Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. „Við viljum búa hér í hefðbundnu samfélagi fólks sem að lifir hér og hrærist, býr hér og greiðir sína skatta og skyldur. Það vantar húsnæði hér og við erum því í miklum vandræðum,“ sagði Ásgeir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Íbúum hefur fjölgað mikið í Mýrdalshreppi á seinasta ári, eða um 12 prósent. Þá segir í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag að 1300 gistirými séu í Vík í Mýrdal en þar búa um 540 manns. Hvergi á landinu eru jafnmörg gistirými sé miðað við fjölda íbúa. Bannið snýr að því að sveitarstjórnin hyggst ekki verða oftar við beiðnum þess efnis að húsnæði á staðnum verði breytt í skammtímagististaði, en færst hefur í aukana síðustu ár að fólk leigi út húsnæði til ferðamanna í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Ásgeir segir að ferðaþjónustan sé vissulega á mikilli siglingu í Vík en því fylgi að það vanti fólk til starfa og það þurfi að búa einhvers staðar. Þessar aðgerðir nú eru liður í því að bregðast við húsnæðisvandanum. Ásgeir nefnir að í fyrra hafi verið byggðar 10 íbúðir í þorpinu sem seldust allar. „Þetta er spurningin um þessa útleigu til ferðamanna í 2, 3, 4 nætur. [...] Það var að aukast hér töluvert að fólk væri að kaupa upp eignir og setja beint í svona leigu, fólk sem býr sem sagt ekki hér. Þá var fólk jafnvel að sækja um lóðir til að byggja hús sem hægt væri að setja í svona leigu.“ Ásgeir segir að heimagisting verði ennþá leyfð, það er að fólk geti leigt út herbergi í íbúðum sínum. Svipar þetta nokkuð til banns sem tók gildi í Berlín nú í vikunni þar sem íbúar í borginni mega ekki leigja heilu íbúðirnar eða húsin til ferðamanna til skamms tíma heldur aðeins stök herbergi í íbúðum eða húsum. Þá áréttar Ásgeir að áhrif ferðaþjónustunnar í Vík í Mýrdal séu almennt jákvæð. „Við værum ekki með í 300 manna þorpi nóg af veitingastöðum og kaffihúsum til dæmis til að velja úr ef ekki væri fyrir ferðaþjónustuna,“ sagði Ásgeir í Bítinu en hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér að neðan.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira