1.300 manns vilja að horfið verði frá sölu á Ásmundarsal Bjarki Ármannsson skrifar 4. maí 2016 12:55 Úr sýningarrými Listasafns ASÍ. Vísir/Valli Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur sett af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal, húsnæði listasafnsins við Freyjugötu. Líkt og greint var frá í síðasta mánuði, stendur til að selja húsnæðið. Jafnframt skora þeir sem skrifa undir á menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma að málinu og fara yfir tillögur varðandi áframhaldandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal. Tæplega 1.300 manns hafa skrifað undir á netinu þegar þetta er skrifað. Að því er kemur fram í tilkynningu frá SÍM stendur til að afhenda Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Gylfa Arnbjörnssyni, formanni ASÍ, undirskriftalistann þann 9. maí næstkomandi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera. Listasafnið sé ekki að leggja upp laupana, heldur sé verið að leita að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún. Listasafn ASÍ var stofnað þegar bókaútgefandinn Ragnar í Smára gaf sambandinu myndarlegt myndlistarsafn sitt, en þar er meðal annars að finna verk eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Gunnlaug Scheving. Tengdar fréttir Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) hefur sett af stað undirskriftasöfnun á netinu þar sem skorað er á Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og rekstrarfélag Listasafns ASÍ að endurskoða afstöðu sína hvað varðar Ásmundarsal, húsnæði listasafnsins við Freyjugötu. Líkt og greint var frá í síðasta mánuði, stendur til að selja húsnæðið. Jafnframt skora þeir sem skrifa undir á menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg að koma að málinu og fara yfir tillögur varðandi áframhaldandi rekstur sérhæfðs sýningarrýmis í Ásmundarsal. Tæplega 1.300 manns hafa skrifað undir á netinu þegar þetta er skrifað. Að því er kemur fram í tilkynningu frá SÍM stendur til að afhenda Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra, Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Gylfa Arnbjörnssyni, formanni ASÍ, undirskriftalistann þann 9. maí næstkomandi. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstrarstjórnar listasafnsins, sagði í samtali við Vísi á dögunum að rekstur húsnæðisins hafi verið of þungur baggi til að bera. Listasafnið sé ekki að leggja upp laupana, heldur sé verið að leita að nýju húsnæði sem henti betur undir safnkostinn. Ásmundur Sveinsson myndhöggvari lét reisa húsið en það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni árið 1933 og byggt skömmu síðar. Bjó Ásmundur í húsinu og hafði vinnustofu þar til hann flutti í Sigtún. Listasafn ASÍ var stofnað þegar bókaútgefandinn Ragnar í Smára gaf sambandinu myndarlegt myndlistarsafn sitt, en þar er meðal annars að finna verk eftir Svavar Guðnason, Nínu Tryggvadóttur og Gunnlaug Scheving.
Tengdar fréttir Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23 SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Fleiri fréttir Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Sjá meira
Til stendur að selja húsnæði Listasafns ASÍ Ásmundarsalur verður settur í söluferli en rekstur húsnæðisins hefur reynst safninu dýr. 29. apríl 2016 15:23
SÍM harmar söluna á Ásmundarsal Samband íslenskra myndlistarmanna kallar eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. 2. maí 2016 16:40