Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2016 14:00 Skuldir Reykjanesbæjar nema nú rúmlega fjörutíu milljörðum króna, um 230 prósentum af árlegum tekjum bæjarins. Vísir/GVA Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg. Bærinn var rekinn með nærri hálfs milljarðs króna halla á síðasta ári en skuldir sveitarfélagsins nema rúmlega fjörutíu milljörðum króna, sem samsvarar um 230 prósentum af árlegum tekjum sveitarfélagsins. Kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa tvær vikur til þess að ná samkomulagi um afskriftir upp á rúmlega sex milljarða króna af skuldum bæjarins. Viðræður kröfuhafa og sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um átján mánuði. Bæjarstjórnin hugðist því í gær funda um hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins, en nokkrum mínútum fyrir fundinn barst beiðni frá kröfuhöfunum um að þeim fundi yrði frestað – sem stjórnin samþykkti. Um er að ræða átján kröfuhafa, en þeirra á meðal eru bankar, lífeyrissjóðir, leigufélög og þrotabú. Reykjanesbær samþykkti í október 2014 að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að leysa skuldavanda sveitarfélagsins. Aðgerðaráætlunin var unnin af KPMG og nefnist Sóknin. Þannig var ákveðið að skera niður útgjöld sveitarfélagsins, hækka útsvar og fasteignaskatta ásamt því sem takmarkanir voru settar á yfirvinnu, svo fátt eitt sé nefnt.Bærinn í ábyrgð á skuldum sjálfstætt rekinna stofnanna Á bæjarsjóði hvíla ákveðnar ábyrgðarskuldbindingar. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir skuldum sjálfstætt rekinna stofnana í eigu bæjarfélagsins. Er þar um að ræða skuldir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf sem nemur 1,3 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar sem nema rúmlega 8 milljörðum króna miðað við árslok 2015. Stjórnendur Reykjanesbæjar telja þó vafa leika á ábyrgð sveitarfélagsins á skuldbindingum Reykjaneshafnar. Bærinn hafnaði til að mynda í október í fyrra að veita Reykjaneshöfn fjármögnun til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, en bærinn er þó ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar. Ljóst er að bærinn getur ekki staðið undir greiðslu skuldbindinga vegna hafnarinnar en sveitarfélagið sjálft á í viðræðum við kröfuhafa sína um fjárhagslega endurskipulagningu vegna þess. Samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar nam tap síðasta árs 396,6 milljónum króna, og samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé hafnarinnar neikvætt um rúma fimm milljarða króna.Skuldbindingar bæjarins Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst bæjarsjóður, sem er aðalsjóður sveitarfélagsins, auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Auka átti veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs samkvæmt aðgerðaráætluninni, Sókninni, um 900 milljónir króna. Í ársreikningi frá rekstri A-hlutans er veltufé 1,42 milljarðar, eða 9,46 prósent. Þá átti að draga úr fjárfestingum og í ársreikningi eru fjárfestingar 179,5 milljónir króna og lækka um 718,2 milljónir króna frá árinu 2014. Á bæjarsjóði hvílir lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna bæjarfélagsins hjá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar, B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, en um er að ræða réttindatengd kerfi í þessum sjóðum með bakábyrgð launagreiðenda. Auk þess yfirtók Reykjanesbær í júní 2015 lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Brunavarna Suðurnesja sem námu 260 milljónum króna. Skuldbindingin nemur um 4,1 milljarði króna í árslok 2015 og hefur þá hækkað um 406,6 milljónir króna frá sama tíma árinu áður. Gjaldfærsla skuldbindingarinnar ásamt greiðslu ársins nemur um 507 milljónum króna hjá bæjarsjóði. Sem fyrr segir er skuldahlutfall Reykjanesbæjar um 230 prósent af árlegum tekjum, en lögum samkvæmt má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent. Stefnt er að því að koma því niður fyrir hámarkið árið 2022. Sveitarfélagið er því að þolmörkum komið og er greiðslufall yfirvofandi – náist ekki samningar. Tengdar fréttir Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg. Bærinn var rekinn með nærri hálfs milljarðs króna halla á síðasta ári en skuldir sveitarfélagsins nema rúmlega fjörutíu milljörðum króna, sem samsvarar um 230 prósentum af árlegum tekjum sveitarfélagsins. Kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa tvær vikur til þess að ná samkomulagi um afskriftir upp á rúmlega sex milljarða króna af skuldum bæjarins. Viðræður kröfuhafa og sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um átján mánuði. Bæjarstjórnin hugðist því í gær funda um hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins, en nokkrum mínútum fyrir fundinn barst beiðni frá kröfuhöfunum um að þeim fundi yrði frestað – sem stjórnin samþykkti. Um er að ræða átján kröfuhafa, en þeirra á meðal eru bankar, lífeyrissjóðir, leigufélög og þrotabú. Reykjanesbær samþykkti í október 2014 að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að leysa skuldavanda sveitarfélagsins. Aðgerðaráætlunin var unnin af KPMG og nefnist Sóknin. Þannig var ákveðið að skera niður útgjöld sveitarfélagsins, hækka útsvar og fasteignaskatta ásamt því sem takmarkanir voru settar á yfirvinnu, svo fátt eitt sé nefnt.Bærinn í ábyrgð á skuldum sjálfstætt rekinna stofnanna Á bæjarsjóði hvíla ákveðnar ábyrgðarskuldbindingar. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir skuldum sjálfstætt rekinna stofnana í eigu bæjarfélagsins. Er þar um að ræða skuldir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf sem nemur 1,3 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar sem nema rúmlega 8 milljörðum króna miðað við árslok 2015. Stjórnendur Reykjanesbæjar telja þó vafa leika á ábyrgð sveitarfélagsins á skuldbindingum Reykjaneshafnar. Bærinn hafnaði til að mynda í október í fyrra að veita Reykjaneshöfn fjármögnun til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, en bærinn er þó ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar. Ljóst er að bærinn getur ekki staðið undir greiðslu skuldbindinga vegna hafnarinnar en sveitarfélagið sjálft á í viðræðum við kröfuhafa sína um fjárhagslega endurskipulagningu vegna þess. Samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar nam tap síðasta árs 396,6 milljónum króna, og samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé hafnarinnar neikvætt um rúma fimm milljarða króna.Skuldbindingar bæjarins Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst bæjarsjóður, sem er aðalsjóður sveitarfélagsins, auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Auka átti veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs samkvæmt aðgerðaráætluninni, Sókninni, um 900 milljónir króna. Í ársreikningi frá rekstri A-hlutans er veltufé 1,42 milljarðar, eða 9,46 prósent. Þá átti að draga úr fjárfestingum og í ársreikningi eru fjárfestingar 179,5 milljónir króna og lækka um 718,2 milljónir króna frá árinu 2014. Á bæjarsjóði hvílir lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna bæjarfélagsins hjá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar, B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, en um er að ræða réttindatengd kerfi í þessum sjóðum með bakábyrgð launagreiðenda. Auk þess yfirtók Reykjanesbær í júní 2015 lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Brunavarna Suðurnesja sem námu 260 milljónum króna. Skuldbindingin nemur um 4,1 milljarði króna í árslok 2015 og hefur þá hækkað um 406,6 milljónir króna frá sama tíma árinu áður. Gjaldfærsla skuldbindingarinnar ásamt greiðslu ársins nemur um 507 milljónum króna hjá bæjarsjóði. Sem fyrr segir er skuldahlutfall Reykjanesbæjar um 230 prósent af árlegum tekjum, en lögum samkvæmt má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent. Stefnt er að því að koma því niður fyrir hámarkið árið 2022. Sveitarfélagið er því að þolmörkum komið og er greiðslufall yfirvofandi – náist ekki samningar.
Tengdar fréttir Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50
Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10
Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00