Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2016 14:00 Skuldir Reykjanesbæjar nema nú rúmlega fjörutíu milljörðum króna, um 230 prósentum af árlegum tekjum bæjarins. Vísir/GVA Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg. Bærinn var rekinn með nærri hálfs milljarðs króna halla á síðasta ári en skuldir sveitarfélagsins nema rúmlega fjörutíu milljörðum króna, sem samsvarar um 230 prósentum af árlegum tekjum sveitarfélagsins. Kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa tvær vikur til þess að ná samkomulagi um afskriftir upp á rúmlega sex milljarða króna af skuldum bæjarins. Viðræður kröfuhafa og sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um átján mánuði. Bæjarstjórnin hugðist því í gær funda um hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins, en nokkrum mínútum fyrir fundinn barst beiðni frá kröfuhöfunum um að þeim fundi yrði frestað – sem stjórnin samþykkti. Um er að ræða átján kröfuhafa, en þeirra á meðal eru bankar, lífeyrissjóðir, leigufélög og þrotabú. Reykjanesbær samþykkti í október 2014 að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að leysa skuldavanda sveitarfélagsins. Aðgerðaráætlunin var unnin af KPMG og nefnist Sóknin. Þannig var ákveðið að skera niður útgjöld sveitarfélagsins, hækka útsvar og fasteignaskatta ásamt því sem takmarkanir voru settar á yfirvinnu, svo fátt eitt sé nefnt.Bærinn í ábyrgð á skuldum sjálfstætt rekinna stofnanna Á bæjarsjóði hvíla ákveðnar ábyrgðarskuldbindingar. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir skuldum sjálfstætt rekinna stofnana í eigu bæjarfélagsins. Er þar um að ræða skuldir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf sem nemur 1,3 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar sem nema rúmlega 8 milljörðum króna miðað við árslok 2015. Stjórnendur Reykjanesbæjar telja þó vafa leika á ábyrgð sveitarfélagsins á skuldbindingum Reykjaneshafnar. Bærinn hafnaði til að mynda í október í fyrra að veita Reykjaneshöfn fjármögnun til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, en bærinn er þó ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar. Ljóst er að bærinn getur ekki staðið undir greiðslu skuldbindinga vegna hafnarinnar en sveitarfélagið sjálft á í viðræðum við kröfuhafa sína um fjárhagslega endurskipulagningu vegna þess. Samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar nam tap síðasta árs 396,6 milljónum króna, og samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé hafnarinnar neikvætt um rúma fimm milljarða króna.Skuldbindingar bæjarins Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst bæjarsjóður, sem er aðalsjóður sveitarfélagsins, auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Auka átti veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs samkvæmt aðgerðaráætluninni, Sókninni, um 900 milljónir króna. Í ársreikningi frá rekstri A-hlutans er veltufé 1,42 milljarðar, eða 9,46 prósent. Þá átti að draga úr fjárfestingum og í ársreikningi eru fjárfestingar 179,5 milljónir króna og lækka um 718,2 milljónir króna frá árinu 2014. Á bæjarsjóði hvílir lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna bæjarfélagsins hjá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar, B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, en um er að ræða réttindatengd kerfi í þessum sjóðum með bakábyrgð launagreiðenda. Auk þess yfirtók Reykjanesbær í júní 2015 lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Brunavarna Suðurnesja sem námu 260 milljónum króna. Skuldbindingin nemur um 4,1 milljarði króna í árslok 2015 og hefur þá hækkað um 406,6 milljónir króna frá sama tíma árinu áður. Gjaldfærsla skuldbindingarinnar ásamt greiðslu ársins nemur um 507 milljónum króna hjá bæjarsjóði. Sem fyrr segir er skuldahlutfall Reykjanesbæjar um 230 prósent af árlegum tekjum, en lögum samkvæmt má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent. Stefnt er að því að koma því niður fyrir hámarkið árið 2022. Sveitarfélagið er því að þolmörkum komið og er greiðslufall yfirvofandi – náist ekki samningar. Tengdar fréttir Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg. Bærinn var rekinn með nærri hálfs milljarðs króna halla á síðasta ári en skuldir sveitarfélagsins nema rúmlega fjörutíu milljörðum króna, sem samsvarar um 230 prósentum af árlegum tekjum sveitarfélagsins. Kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa tvær vikur til þess að ná samkomulagi um afskriftir upp á rúmlega sex milljarða króna af skuldum bæjarins. Viðræður kröfuhafa og sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um átján mánuði. Bæjarstjórnin hugðist því í gær funda um hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins, en nokkrum mínútum fyrir fundinn barst beiðni frá kröfuhöfunum um að þeim fundi yrði frestað – sem stjórnin samþykkti. Um er að ræða átján kröfuhafa, en þeirra á meðal eru bankar, lífeyrissjóðir, leigufélög og þrotabú. Reykjanesbær samþykkti í október 2014 að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að leysa skuldavanda sveitarfélagsins. Aðgerðaráætlunin var unnin af KPMG og nefnist Sóknin. Þannig var ákveðið að skera niður útgjöld sveitarfélagsins, hækka útsvar og fasteignaskatta ásamt því sem takmarkanir voru settar á yfirvinnu, svo fátt eitt sé nefnt.Bærinn í ábyrgð á skuldum sjálfstætt rekinna stofnanna Á bæjarsjóði hvíla ákveðnar ábyrgðarskuldbindingar. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir skuldum sjálfstætt rekinna stofnana í eigu bæjarfélagsins. Er þar um að ræða skuldir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf sem nemur 1,3 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar sem nema rúmlega 8 milljörðum króna miðað við árslok 2015. Stjórnendur Reykjanesbæjar telja þó vafa leika á ábyrgð sveitarfélagsins á skuldbindingum Reykjaneshafnar. Bærinn hafnaði til að mynda í október í fyrra að veita Reykjaneshöfn fjármögnun til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, en bærinn er þó ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar. Ljóst er að bærinn getur ekki staðið undir greiðslu skuldbindinga vegna hafnarinnar en sveitarfélagið sjálft á í viðræðum við kröfuhafa sína um fjárhagslega endurskipulagningu vegna þess. Samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar nam tap síðasta árs 396,6 milljónum króna, og samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé hafnarinnar neikvætt um rúma fimm milljarða króna.Skuldbindingar bæjarins Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst bæjarsjóður, sem er aðalsjóður sveitarfélagsins, auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Auka átti veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs samkvæmt aðgerðaráætluninni, Sókninni, um 900 milljónir króna. Í ársreikningi frá rekstri A-hlutans er veltufé 1,42 milljarðar, eða 9,46 prósent. Þá átti að draga úr fjárfestingum og í ársreikningi eru fjárfestingar 179,5 milljónir króna og lækka um 718,2 milljónir króna frá árinu 2014. Á bæjarsjóði hvílir lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna bæjarfélagsins hjá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar, B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, en um er að ræða réttindatengd kerfi í þessum sjóðum með bakábyrgð launagreiðenda. Auk þess yfirtók Reykjanesbær í júní 2015 lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Brunavarna Suðurnesja sem námu 260 milljónum króna. Skuldbindingin nemur um 4,1 milljarði króna í árslok 2015 og hefur þá hækkað um 406,6 milljónir króna frá sama tíma árinu áður. Gjaldfærsla skuldbindingarinnar ásamt greiðslu ársins nemur um 507 milljónum króna hjá bæjarsjóði. Sem fyrr segir er skuldahlutfall Reykjanesbæjar um 230 prósent af árlegum tekjum, en lögum samkvæmt má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent. Stefnt er að því að koma því niður fyrir hámarkið árið 2022. Sveitarfélagið er því að þolmörkum komið og er greiðslufall yfirvofandi – náist ekki samningar.
Tengdar fréttir Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50
Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10
Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00