Lífeyrisskuldbindingar og Reykjaneshöfn sliga fjárhag bæjarins sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2016 14:00 Skuldir Reykjanesbæjar nema nú rúmlega fjörutíu milljörðum króna, um 230 prósentum af árlegum tekjum bæjarins. Vísir/GVA Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg. Bærinn var rekinn með nærri hálfs milljarðs króna halla á síðasta ári en skuldir sveitarfélagsins nema rúmlega fjörutíu milljörðum króna, sem samsvarar um 230 prósentum af árlegum tekjum sveitarfélagsins. Kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa tvær vikur til þess að ná samkomulagi um afskriftir upp á rúmlega sex milljarða króna af skuldum bæjarins. Viðræður kröfuhafa og sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um átján mánuði. Bæjarstjórnin hugðist því í gær funda um hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins, en nokkrum mínútum fyrir fundinn barst beiðni frá kröfuhöfunum um að þeim fundi yrði frestað – sem stjórnin samþykkti. Um er að ræða átján kröfuhafa, en þeirra á meðal eru bankar, lífeyrissjóðir, leigufélög og þrotabú. Reykjanesbær samþykkti í október 2014 að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að leysa skuldavanda sveitarfélagsins. Aðgerðaráætlunin var unnin af KPMG og nefnist Sóknin. Þannig var ákveðið að skera niður útgjöld sveitarfélagsins, hækka útsvar og fasteignaskatta ásamt því sem takmarkanir voru settar á yfirvinnu, svo fátt eitt sé nefnt.Bærinn í ábyrgð á skuldum sjálfstætt rekinna stofnanna Á bæjarsjóði hvíla ákveðnar ábyrgðarskuldbindingar. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir skuldum sjálfstætt rekinna stofnana í eigu bæjarfélagsins. Er þar um að ræða skuldir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf sem nemur 1,3 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar sem nema rúmlega 8 milljörðum króna miðað við árslok 2015. Stjórnendur Reykjanesbæjar telja þó vafa leika á ábyrgð sveitarfélagsins á skuldbindingum Reykjaneshafnar. Bærinn hafnaði til að mynda í október í fyrra að veita Reykjaneshöfn fjármögnun til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, en bærinn er þó ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar. Ljóst er að bærinn getur ekki staðið undir greiðslu skuldbindinga vegna hafnarinnar en sveitarfélagið sjálft á í viðræðum við kröfuhafa sína um fjárhagslega endurskipulagningu vegna þess. Samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar nam tap síðasta árs 396,6 milljónum króna, og samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé hafnarinnar neikvætt um rúma fimm milljarða króna.Skuldbindingar bæjarins Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst bæjarsjóður, sem er aðalsjóður sveitarfélagsins, auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Auka átti veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs samkvæmt aðgerðaráætluninni, Sókninni, um 900 milljónir króna. Í ársreikningi frá rekstri A-hlutans er veltufé 1,42 milljarðar, eða 9,46 prósent. Þá átti að draga úr fjárfestingum og í ársreikningi eru fjárfestingar 179,5 milljónir króna og lækka um 718,2 milljónir króna frá árinu 2014. Á bæjarsjóði hvílir lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna bæjarfélagsins hjá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar, B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, en um er að ræða réttindatengd kerfi í þessum sjóðum með bakábyrgð launagreiðenda. Auk þess yfirtók Reykjanesbær í júní 2015 lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Brunavarna Suðurnesja sem námu 260 milljónum króna. Skuldbindingin nemur um 4,1 milljarði króna í árslok 2015 og hefur þá hækkað um 406,6 milljónir króna frá sama tíma árinu áður. Gjaldfærsla skuldbindingarinnar ásamt greiðslu ársins nemur um 507 milljónum króna hjá bæjarsjóði. Sem fyrr segir er skuldahlutfall Reykjanesbæjar um 230 prósent af árlegum tekjum, en lögum samkvæmt má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent. Stefnt er að því að koma því niður fyrir hámarkið árið 2022. Sveitarfélagið er því að þolmörkum komið og er greiðslufall yfirvofandi – náist ekki samningar. Tengdar fréttir Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Skuldastaða Reykjanesbæjar er grafalvarleg. Bærinn var rekinn með nærri hálfs milljarðs króna halla á síðasta ári en skuldir sveitarfélagsins nema rúmlega fjörutíu milljörðum króna, sem samsvarar um 230 prósentum af árlegum tekjum sveitarfélagsins. Kröfuhafar Reykjanesbæjar hafa tvær vikur til þess að ná samkomulagi um afskriftir upp á rúmlega sex milljarða króna af skuldum bæjarins. Viðræður kröfuhafa og sveitarfélagsins hafa staðið yfir í um átján mánuði. Bæjarstjórnin hugðist því í gær funda um hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins, en nokkrum mínútum fyrir fundinn barst beiðni frá kröfuhöfunum um að þeim fundi yrði frestað – sem stjórnin samþykkti. Um er að ræða átján kröfuhafa, en þeirra á meðal eru bankar, lífeyrissjóðir, leigufélög og þrotabú. Reykjanesbær samþykkti í október 2014 að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að leysa skuldavanda sveitarfélagsins. Aðgerðaráætlunin var unnin af KPMG og nefnist Sóknin. Þannig var ákveðið að skera niður útgjöld sveitarfélagsins, hækka útsvar og fasteignaskatta ásamt því sem takmarkanir voru settar á yfirvinnu, svo fátt eitt sé nefnt.Bærinn í ábyrgð á skuldum sjálfstætt rekinna stofnanna Á bæjarsjóði hvíla ákveðnar ábyrgðarskuldbindingar. Sjóðurinn er í ábyrgð fyrir skuldum sjálfstætt rekinna stofnana í eigu bæjarfélagsins. Er þar um að ræða skuldir Fasteigna Reykjanesbæjar ehf sem nemur 1,3 milljörðum króna og skuldir Reykjaneshafnar sem nema rúmlega 8 milljörðum króna miðað við árslok 2015. Stjórnendur Reykjanesbæjar telja þó vafa leika á ábyrgð sveitarfélagsins á skuldbindingum Reykjaneshafnar. Bærinn hafnaði til að mynda í október í fyrra að veita Reykjaneshöfn fjármögnun til að geta staðið við greiðslur skuldbindinga, en bærinn er þó ábyrgur fyrir skuldum hafnarinnar. Ljóst er að bærinn getur ekki staðið undir greiðslu skuldbindinga vegna hafnarinnar en sveitarfélagið sjálft á í viðræðum við kröfuhafa sína um fjárhagslega endurskipulagningu vegna þess. Samkvæmt rekstrarreikningi Reykjaneshafnar nam tap síðasta árs 396,6 milljónum króna, og samkvæmt efnahagsreikningi var eigið fé hafnarinnar neikvætt um rúma fimm milljarða króna.Skuldbindingar bæjarins Starfsemi sveitarfélagsins er skipt í A- og B-hluta. Til A-hluta telst bæjarsjóður, sem er aðalsjóður sveitarfélagsins, auk annarra sjóða og stofnana sem sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti eru fjármögnuð með skatttekjum. Auk aðalsjóðs er um að ræða eignasjóð og þjónustumiðstöð. Auka átti veltufé frá rekstri A-hluta bæjarsjóðs samkvæmt aðgerðaráætluninni, Sókninni, um 900 milljónir króna. Í ársreikningi frá rekstri A-hlutans er veltufé 1,42 milljarðar, eða 9,46 prósent. Þá átti að draga úr fjárfestingum og í ársreikningi eru fjárfestingar 179,5 milljónir króna og lækka um 718,2 milljónir króna frá árinu 2014. Á bæjarsjóði hvílir lífeyrisskuldbinding vegna lífeyrisréttinda starfsmanna bæjarfélagsins hjá Eftirlaunasjóði Reykjanesbæjar, B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga, en um er að ræða réttindatengd kerfi í þessum sjóðum með bakábyrgð launagreiðenda. Auk þess yfirtók Reykjanesbær í júní 2015 lífeyrisskuldbindingar starfsmanna Brunavarna Suðurnesja sem námu 260 milljónum króna. Skuldbindingin nemur um 4,1 milljarði króna í árslok 2015 og hefur þá hækkað um 406,6 milljónir króna frá sama tíma árinu áður. Gjaldfærsla skuldbindingarinnar ásamt greiðslu ársins nemur um 507 milljónum króna hjá bæjarsjóði. Sem fyrr segir er skuldahlutfall Reykjanesbæjar um 230 prósent af árlegum tekjum, en lögum samkvæmt má skuldahlutfall sveitarfélaga ekki vera hærra en 150 prósent. Stefnt er að því að koma því niður fyrir hámarkið árið 2022. Sveitarfélagið er því að þolmörkum komið og er greiðslufall yfirvofandi – náist ekki samningar.
Tengdar fréttir Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50 Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10 Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins. 19. apríl 2016 18:50
Reykjanesbær rekinn með nærri hálfs milljarðs halla Ársreikningur fyrir árið 2015 lagður fram í kvöld. 19. apríl 2016 21:10
Bæjarráðið er sárt, svekkt og á leið undir fjárhaldsstjórn „Við erum mjög svekkt og sár og teljum að lífeyrissjóðirnir séu ekki að sýna ábyrgð í þessu máli,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og fulltrúi Samfylkingarinnar. 15. apríl 2016 07:00