Gagnrýnir látalæti forsetans Birta Björnsdóttir skrifar 24. apríl 2016 19:30 Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson er ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna um framboð sitt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ætla gefa kost á sér til endurkjörs og þá breyttist staðan. Guðni er enn að hugsa málið. En eftir hverju er hann að bíða? Er hann að bíða eftir niðurstöðum skoðanakannana eða einfaldlega að endurmeta stöðuna? „Já ætli það megi ekki segja það sem svo að maður sé að endurmeta stöðuna. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og það er bara allt annað að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur reynst okkur farsællega árum saman. Það að manni þyki ekki við hæfi að hann sitji áfram getur ekki verið eina ástæða þess að maður bjóði sig fram." Guðni er gagnrýninn á ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég kann ekki við þessi látalæti. Að segja einu sinni að það sé fullkomlega óeðlilegt að forseti sitji þetta lengi og nota svo nýársávarp til að tilkynna um að nú sé nóg komið en venda svo sínu kvæði í kross. Ég veit að harðir stuðningsmenn hans eru efins meira að segja. En svo eru aðrir sem hugsa: „Sko sjáið þið kallinn, hvernig hann leikur á þau aftur og aftur." En þá verð ég að bæta við, ef það er þetta sem fólk vill þá þarf ég nú virkilega að hugsa minn gang því ekki gæti ég gert þetta." Guðni segir þó að hann muni ekki eyða tíma í að tala um ókosti annarra frambjóðenda ákveði hann að bjóða sig fram. „Maður hringir ekkert á vælubílinn. Maður fer að horfa fram á við og segja fólki hvað maður stendur fyrir, hvarnig maður lítur á þetta embætti og hvernig maður telur að því beri að gegna. Hitt verður bara liðin tíð. Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel á forsetastóli en það er ekki þar með sagt að hann eigi þessvega að sitja eins lengi og hann kýs," segir Guðni.En hvernig forseti vill Guðni verða, ákveði hann að bjóða sig fram? „Ég myndi sjá fyrir mér að verða forseti sem er ekki í neinu einu liði, að fólkið í landinu finni að maður er forseti allra. „Ég er líka kóngur fyrir kommúnistana," sagði Hákon Noregskonungur einhverju sinni og það væri einhvernvegin þannig sem ég myndi sjá þetta embætti fyrir mér. Að standa utan hins pólitíska sviðs en vera tilbúinn að láta til mín taka ef á þyrfti að halda," sagði Guðni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna um framboð sitt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ætla gefa kost á sér til endurkjörs og þá breyttist staðan. Guðni er enn að hugsa málið. En eftir hverju er hann að bíða? Er hann að bíða eftir niðurstöðum skoðanakannana eða einfaldlega að endurmeta stöðuna? „Já ætli það megi ekki segja það sem svo að maður sé að endurmeta stöðuna. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og það er bara allt annað að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur reynst okkur farsællega árum saman. Það að manni þyki ekki við hæfi að hann sitji áfram getur ekki verið eina ástæða þess að maður bjóði sig fram." Guðni er gagnrýninn á ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég kann ekki við þessi látalæti. Að segja einu sinni að það sé fullkomlega óeðlilegt að forseti sitji þetta lengi og nota svo nýársávarp til að tilkynna um að nú sé nóg komið en venda svo sínu kvæði í kross. Ég veit að harðir stuðningsmenn hans eru efins meira að segja. En svo eru aðrir sem hugsa: „Sko sjáið þið kallinn, hvernig hann leikur á þau aftur og aftur." En þá verð ég að bæta við, ef það er þetta sem fólk vill þá þarf ég nú virkilega að hugsa minn gang því ekki gæti ég gert þetta." Guðni segir þó að hann muni ekki eyða tíma í að tala um ókosti annarra frambjóðenda ákveði hann að bjóða sig fram. „Maður hringir ekkert á vælubílinn. Maður fer að horfa fram á við og segja fólki hvað maður stendur fyrir, hvarnig maður lítur á þetta embætti og hvernig maður telur að því beri að gegna. Hitt verður bara liðin tíð. Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel á forsetastóli en það er ekki þar með sagt að hann eigi þessvega að sitja eins lengi og hann kýs," segir Guðni.En hvernig forseti vill Guðni verða, ákveði hann að bjóða sig fram? „Ég myndi sjá fyrir mér að verða forseti sem er ekki í neinu einu liði, að fólkið í landinu finni að maður er forseti allra. „Ég er líka kóngur fyrir kommúnistana," sagði Hákon Noregskonungur einhverju sinni og það væri einhvernvegin þannig sem ég myndi sjá þetta embætti fyrir mér. Að standa utan hins pólitíska sviðs en vera tilbúinn að láta til mín taka ef á þyrfti að halda," sagði Guðni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira