Stunginn og skilinn eftir rænulaus uppi á fjalli Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2016 05:00 Leiðin upp í Fálkafell ofan Akureyrar er fáfarin og grýtt jeppaslóð. Fréttablaðið/Sveinn Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir grófri líkamsárás á laugardagsmorgun við heimahús á Akureyri. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin,“ segir þolandi árásarinnar síðastliðinn laugardagsmorgun. Áverkar eru um allan líkama mannsins.„Svo man ég bara eftir mér hérna upp frá á leiðinni upp í Fálkafell. Ég hefði aldrei komist hingað einn míns liðs með þessa áverka sem ég var með.“ Hann var meðal annars með áverka á baki eftir að hafa verið dreginn á sólpallinum meðvitundarlaus og með skófar á enni eftir árásina, lemstraður um allan líkama, tvö stungusár og brotna hönd. Maðurinn segir að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir voru að verki en sá sem talinn er hafa veist að manninum með eggvopni á laugardagsmorgninum var handtekinn fljótlega og situr hann nú í gæsluvarðhaldi til föstudags, til að tryggja rannsóknarhagsmuni vegna líkamsárásarinnar. Talið er að tveir til þrír aðrir hafi aðstoðað við að flytja manninn særðan upp fyrir bæinn úr alfaraleið.Mikið blæddi úr stungusári á kálfa fórnarlambsins. Fréttablaðið/SveinnGuðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir rannsókn málsins miða vel. Líklegt er að manninum sem situr í gæsluvarðhaldinu verði sleppt fyrir föstudag. „Við fengum tilkynningu um að maður hefði slasast á gönguleið upp í Fálkafell á laugardagsmorgun. Það voru göngumenn sem komu auga á manninn. Síðan reyndist svo ekki vera enda var hann fluttur nauðugur upp eftir. Stuttu seinna handtókum við meintan árásarmann, tókum af honum skýrslu og í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags,“ segir Guðmundur. „Enn erum við að rannsaka nákvæma málavöxtu en rannsókn miðar vel. Allt eru þetta einstaklingar sem við þekkjum til og hafa komið við sögu hjá okkur áður.“ Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri varð fyrir grófri líkamsárás á laugardagsmorgun við heimahús á Akureyri. „Ég var bara í heitum potti á sólpalli á Akureyri þegar ég er laminn í hnakkann og svo er ég stunginn í tvígang og höndin á mér brotin,“ segir þolandi árásarinnar síðastliðinn laugardagsmorgun. Áverkar eru um allan líkama mannsins.„Svo man ég bara eftir mér hérna upp frá á leiðinni upp í Fálkafell. Ég hefði aldrei komist hingað einn míns liðs með þessa áverka sem ég var með.“ Hann var meðal annars með áverka á baki eftir að hafa verið dreginn á sólpallinum meðvitundarlaus og með skófar á enni eftir árásina, lemstraður um allan líkama, tvö stungusár og brotna hönd. Maðurinn segir að ráðist hafi verið á sig með barefli og eggvopni og hann fluttur meðvitundarlaus upp á Glerárdal ofan við Akureyri. Þar fannst hann með mikla áverka og búinn að missa á annan lítra af blóði. Var hann fluttur rænulítill á sjúkrahús. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir voru að verki en sá sem talinn er hafa veist að manninum með eggvopni á laugardagsmorgninum var handtekinn fljótlega og situr hann nú í gæsluvarðhaldi til föstudags, til að tryggja rannsóknarhagsmuni vegna líkamsárásarinnar. Talið er að tveir til þrír aðrir hafi aðstoðað við að flytja manninn særðan upp fyrir bæinn úr alfaraleið.Mikið blæddi úr stungusári á kálfa fórnarlambsins. Fréttablaðið/SveinnGuðmundur Svanlaugsson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri, segir rannsókn málsins miða vel. Líklegt er að manninum sem situr í gæsluvarðhaldinu verði sleppt fyrir föstudag. „Við fengum tilkynningu um að maður hefði slasast á gönguleið upp í Fálkafell á laugardagsmorgun. Það voru göngumenn sem komu auga á manninn. Síðan reyndist svo ekki vera enda var hann fluttur nauðugur upp eftir. Stuttu seinna handtókum við meintan árásarmann, tókum af honum skýrslu og í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags,“ segir Guðmundur. „Enn erum við að rannsaka nákvæma málavöxtu en rannsókn miðar vel. Allt eru þetta einstaklingar sem við þekkjum til og hafa komið við sögu hjá okkur áður.“
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira