Secret Solstice fær alþjóðlegan gæðastimpil: Allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á grænum aflgjafa Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2016 16:39 Hér er framleidd græn orka á Hellisheiði. vísir/solstice Að vera tónlistarhátíð á heimsmælikvarða og að vera umhverfisvænn viðburður helst oft ekki í hendur. Margir stærstu viðburðir heimsins eru þekktir fyrir að vera óhagkvæmir þegar það kemur að orkunotkun og jafnvel skaðlegir umhverfi sínu. Tónlistarhátíðin Secret Solstice leggur hinsvegar ríka áherslu á umhverfismál og hefur nú hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil sem þýðir að allt CO2 sem verður til af völdum hátíðarinnar auk alls úrgangs verður jafnað út með hágæða kolefnisjafnara sem að tónlistarhátíðin hefur fjárfest í frá regnskógarverndunarstofnun í Madagaskar. Nú mun hátíðin leggja sitt að mörkum í að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og stuðla að sjálfbærni hátíðarinnar. Skipuleggjendur leggja mikla áherslu á umhverfismál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að hátíðin ætli ekki að stoppa með kolefnisjafnaranum heldur sé ógrynni annarra verkefna sem hátíðin vinnur nú að til þess að gera hana umhverfisvænni. Ísland hefur að geyma meðal virkustu eldstöðva í heimi og framleiðir gífurlegt magn af endurnýjanlegum jarðvarma. Secret Solstice ætlar sér að virkja þessa náttúruauðlind og verður allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á þessum græna aflgjafa. Framleiðslustjóri Secret Solstice 2016, Giles Bristow hefur starfað fyrir sumar af stærstu tónlistarhátíðum heims í gegnum fyrirtækið Acute Audio Productions en hann telur Secret Solstice vera einstakt dæmi í notkun endurnýjanlegrar orku. ,,Öll orka sem notuð hefur verið til þess knýja Secret Solstice síðustu tvö ár hefur verið jarðhitarafmagn sem framleitt var á staðnum,’’ segir Bristow. ,,Þetta voru fyrstu útiviðburðir sem ég hef framleitt þar sem ekki einn dropi af díselolíu var notaður til þess að keyra hvorki hljóðkerfi, sviðslýsingu né neina sviðsframleiðslu.’’ Tónlistarhátíðin hefur einnig hafið svokallað ‘grænt’ samstarf við Toyota á Íslandi þar sem bílaframleiðandinn, sem er mjög framarlega á sviði umhverfismála, mun veita hátíðinni aðgang að sínum nýjustu ‘hybrid’ bílum í níu mánaða skeið til þess að minnka kolefnisfótspor hátíðarinnar enn frekar. Þegar það kemur að endurvinnslu þá mun Secret Solstice skipuleggja allsherjar svæðisáætlun hvað varðar úrgang á hátíðinni, með það efst í huga að nýta öll þau efni sem að verða notuð í fremsta magni. Samstarfsaðili hátíðarinnar Icelandic Glacial munu einnig útvega hátíðinni hundruðir af sérstökum ruslafötum sem að brotna niður í náttúrunni. „Vitandi að við séum að láta gott af okkur leiða í að lágmarka áhrif Secret Solstice á jörðinni er stórt mál fyrir okkur," segir framkvæmdarstjóri Secret Solstice, Friðrik Ólafsson. „Við erum stolt af því að hafa Natural Capital Partners um borð til að hjálpa okkur að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda okkar í fyrsta skipti til að gera hátíðina á þessu ári eins umhverfisvæna og við mögulega getum.” Secret Solstice hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 16. - 19. júní í Reykjavík. Hljómsveitir á borð við Radiohead, Deftones, Of Monsters And Men, Die Antwooed munu koma fram ásamt fjölda annarra listamanna. Miðaverð á hátíðina er 24.900 og hægt að nálgast miða á www.tix.is. Aðstandendur benda einnig áhugasömum á að nú sé opið fyrir umsóknir varðandi sjálfboðastörf í tengslum við hátíðina inn á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Að vera tónlistarhátíð á heimsmælikvarða og að vera umhverfisvænn viðburður helst oft ekki í hendur. Margir stærstu viðburðir heimsins eru þekktir fyrir að vera óhagkvæmir þegar það kemur að orkunotkun og jafnvel skaðlegir umhverfi sínu. Tónlistarhátíðin Secret Solstice leggur hinsvegar ríka áherslu á umhverfismál og hefur nú hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil sem þýðir að allt CO2 sem verður til af völdum hátíðarinnar auk alls úrgangs verður jafnað út með hágæða kolefnisjafnara sem að tónlistarhátíðin hefur fjárfest í frá regnskógarverndunarstofnun í Madagaskar. Nú mun hátíðin leggja sitt að mörkum í að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og stuðla að sjálfbærni hátíðarinnar. Skipuleggjendur leggja mikla áherslu á umhverfismál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að hátíðin ætli ekki að stoppa með kolefnisjafnaranum heldur sé ógrynni annarra verkefna sem hátíðin vinnur nú að til þess að gera hana umhverfisvænni. Ísland hefur að geyma meðal virkustu eldstöðva í heimi og framleiðir gífurlegt magn af endurnýjanlegum jarðvarma. Secret Solstice ætlar sér að virkja þessa náttúruauðlind og verður allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á þessum græna aflgjafa. Framleiðslustjóri Secret Solstice 2016, Giles Bristow hefur starfað fyrir sumar af stærstu tónlistarhátíðum heims í gegnum fyrirtækið Acute Audio Productions en hann telur Secret Solstice vera einstakt dæmi í notkun endurnýjanlegrar orku. ,,Öll orka sem notuð hefur verið til þess knýja Secret Solstice síðustu tvö ár hefur verið jarðhitarafmagn sem framleitt var á staðnum,’’ segir Bristow. ,,Þetta voru fyrstu útiviðburðir sem ég hef framleitt þar sem ekki einn dropi af díselolíu var notaður til þess að keyra hvorki hljóðkerfi, sviðslýsingu né neina sviðsframleiðslu.’’ Tónlistarhátíðin hefur einnig hafið svokallað ‘grænt’ samstarf við Toyota á Íslandi þar sem bílaframleiðandinn, sem er mjög framarlega á sviði umhverfismála, mun veita hátíðinni aðgang að sínum nýjustu ‘hybrid’ bílum í níu mánaða skeið til þess að minnka kolefnisfótspor hátíðarinnar enn frekar. Þegar það kemur að endurvinnslu þá mun Secret Solstice skipuleggja allsherjar svæðisáætlun hvað varðar úrgang á hátíðinni, með það efst í huga að nýta öll þau efni sem að verða notuð í fremsta magni. Samstarfsaðili hátíðarinnar Icelandic Glacial munu einnig útvega hátíðinni hundruðir af sérstökum ruslafötum sem að brotna niður í náttúrunni. „Vitandi að við séum að láta gott af okkur leiða í að lágmarka áhrif Secret Solstice á jörðinni er stórt mál fyrir okkur," segir framkvæmdarstjóri Secret Solstice, Friðrik Ólafsson. „Við erum stolt af því að hafa Natural Capital Partners um borð til að hjálpa okkur að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda okkar í fyrsta skipti til að gera hátíðina á þessu ári eins umhverfisvæna og við mögulega getum.” Secret Solstice hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 16. - 19. júní í Reykjavík. Hljómsveitir á borð við Radiohead, Deftones, Of Monsters And Men, Die Antwooed munu koma fram ásamt fjölda annarra listamanna. Miðaverð á hátíðina er 24.900 og hægt að nálgast miða á www.tix.is. Aðstandendur benda einnig áhugasömum á að nú sé opið fyrir umsóknir varðandi sjálfboðastörf í tengslum við hátíðina inn á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira