Hægt að kjósa forseta Íslands strax á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2016 10:20 Frestur til að bjóða sig fram til embættisins rennur ekki út fyrr en 21. maí. vísir/gva Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna hinn 25. júní má hefjast hér innanlands og í sendiráðum og ræðisskrifstofum í útlöndum á morgun, þótt frestur til að bjóða sig fram til embættisins renni ekki út fyrr en á miðnætti hinn 20. maí. Atkvæðagreiðslan fer fram á vegum sýslumanna um land allt en utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðsluna erlendis. Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan í fyrstu fram á skrifstofum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Skógarhlíð 6, Reykjavík, og Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, alla virka daga á skrifstofutíma milli kl. 8:30 – 15. Skrifstofa embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, verður einnig opin um helgar frá kl. 12 – 14. Lokað verður sunnudaginn 1. maí, uppstigningardag 5. maí, hvítasunnudag 15. maí og annan í hvítasunnu, 16. maí.Frá og með 9. júní nk. færist atkvæðagreiðslan á höfuðborgarsvæðinu í Perluna í Öskjuhlíð. Þar verður opið alla daga frá kl. 10 – 22. Lokað verður þó föstudaginn 17. júní. Á kjördag laugardaginn 25. júní nk., verður opið frá kl. 10 til kl. 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.Sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, stofnanir fyrir fatlað fólk og fangelsi Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilismaður á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, er heimilt að greiða þar atkvæði. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní.Kosning í heimahúsiKjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, sbr. framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní, en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að berast hlutaðeigandi sýslumanni eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þriðjudaginn 21. júní, fyrir kl. 16.Kosið erlendis Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti farið fram í öllum sendiráðum Íslands, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig sé unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands í útlöndum. Þeim sem ætli að kjósa á ræðisskrifstofum sé vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir komi til að kjósa. Gert sé ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verði að finna á vefnum www.kosning.is Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim beri sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Listi yfir staði þar sem hægt er að kjósa í útlöndum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna hinn 25. júní má hefjast hér innanlands og í sendiráðum og ræðisskrifstofum í útlöndum á morgun, þótt frestur til að bjóða sig fram til embættisins renni ekki út fyrr en á miðnætti hinn 20. maí. Atkvæðagreiðslan fer fram á vegum sýslumanna um land allt en utanríkisráðuneytið sér um atkvæðagreiðsluna erlendis. Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan í fyrstu fram á skrifstofum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Skógarhlíð 6, Reykjavík, og Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, alla virka daga á skrifstofutíma milli kl. 8:30 – 15. Skrifstofa embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, verður einnig opin um helgar frá kl. 12 – 14. Lokað verður sunnudaginn 1. maí, uppstigningardag 5. maí, hvítasunnudag 15. maí og annan í hvítasunnu, 16. maí.Frá og með 9. júní nk. færist atkvæðagreiðslan á höfuðborgarsvæðinu í Perluna í Öskjuhlíð. Þar verður opið alla daga frá kl. 10 – 22. Lokað verður þó föstudaginn 17. júní. Á kjördag laugardaginn 25. júní nk., verður opið frá kl. 10 til kl. 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.Sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, stofnanir fyrir fatlað fólk og fangelsi Kjósanda, sem er til meðferðar á sjúkrahúsi eða vistmaður þar, eða er heimilismaður á dvalarheimili aldraðra eða stofnun fyrir fatlað fólk, er heimilt að greiða þar atkvæði. Með sama hætti fer um fangelsi og vistmenn þar. Slík atkvæðagreiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjörstjóri ákveður, á sjúkrahúsi sem næst kjördegi, að höfðu samráði við stjórn stofnunar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní.Kosning í heimahúsiKjósanda, sem ekki getur sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun, sbr. framangreint. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans. Slík atkvæðagreiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þremur vikum fyrir kjördag, laugardaginn 4. júní, en ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi verður að berast hlutaðeigandi sýslumanni eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, þriðjudaginn 21. júní, fyrir kl. 16.Kosið erlendis Í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins segir að utankjörfundaratkvæðagreiðsla geti farið fram í öllum sendiráðum Íslands, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig sé unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands í útlöndum. Þeim sem ætli að kjósa á ræðisskrifstofum sé vinsamlegast bent á að hafa samband við ræðismenn áður en þeir komi til að kjósa. Gert sé ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði. Hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verði að finna á vefnum www.kosning.is Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því, að þeim beri sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi. Listi yfir staði þar sem hægt er að kjósa í útlöndum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira