Lilja segir sig úr Samtökunum ´78 eftir 28 ár Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2016 13:52 Lilja telur sig ekki eiga samleið í Magnúsi, í Samtökunum ´78. Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir hefur sent bréf til Samtakanna ´78 sem er alvöruþrungið. Þar segir hún úr sig úr samtökunum eftir 28 ára órofna félagsaðild. Ástæðan sem hún gefur upp eru vinnubrögð stjórnar varðandi hina umdeildu aðildarumsókn BDSM á Íslandi. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið sem reynst hefur Samtökunum ´78 gríðarlega erfitt. En, einnig BDSM-fólki og hér má meðal annars finna viðtal við Magnús Hákonarson formann BDSM á Íslandi. Aðild BDSM var samþykkt á síðasta aðalfundi en í gær var haldinn félagsfundur þar sem rætt var lögfræðiálit, en vafi leikur á um lögmæti þeirrar samþykktar vegna þess að boða átti til fundarins bréflega. Lilja segir að stór hluti félagsmanna hafi krafist nýs aðalfundar til að skera úr um þetta atriði, þannig að enginn minnsti vafi léki þar á um. En, allt kom fyrir ekki. Lilja segir stjórnina ekki virðast sjá ástæðu til að leita sátta heldur misbeiti leikreglum til að þvinga aðild BDSM í gegn, meðal annars með smölun félaga þess ágæta félags á umræddan félagsfund.Stór hluti gamalgróinna félagsmanna á förumLilja sér fyrir sér fjöldaúrsagnir. „Stjórn virðist geta hugsað sér að sitja í vafasömu umboði og taka mjög umdeilda ákvörðun sem Samtökin´78 munu gjalda dýru verði, þar sem stór hluti félaga mun segja sig úr félaginu. Það segir mér að stjórnin sé ekki starfi sínu vaxin og taki eigin völd og vilja fram yfir hag félagsins í heild.“ Á síðu félagsins er nánar greint frá félagsfundinum sem haldinn var á laugardaginn. Þar var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þennan ágreining sem lýtur meðal annars að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.Erfiður félagsfundur um helginaEkki er dregin fjöður yfir það, í þeirri greinargerð, að fundurinn hafi reynst félagsfólki erfiður: „Félagar ákváðu að fara þá leið að staðfesta eða synja því sem fram fór á aðalfundinum 5. mars sl. Lyktir urðu þær að öll atriði aðalfundar voru staðfest, þ.m.t. umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að samtökunum. Sá liður var staðfestur með 72 atkvæðum eða 55,81% greiddra atkvæða. Með synjun kusu 56 eða 43,41%. Einn sat hjá eða 0,78%. Alls greiddu 129 félagar atkvæði um þennan lið.“ Tengdar fréttir Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Rithöfundurinn Lilja Sigurðardóttir hefur sent bréf til Samtakanna ´78 sem er alvöruþrungið. Þar segir hún úr sig úr samtökunum eftir 28 ára órofna félagsaðild. Ástæðan sem hún gefur upp eru vinnubrögð stjórnar varðandi hina umdeildu aðildarumsókn BDSM á Íslandi. Vísir hefur fjallað nokkuð um málið sem reynst hefur Samtökunum ´78 gríðarlega erfitt. En, einnig BDSM-fólki og hér má meðal annars finna viðtal við Magnús Hákonarson formann BDSM á Íslandi. Aðild BDSM var samþykkt á síðasta aðalfundi en í gær var haldinn félagsfundur þar sem rætt var lögfræðiálit, en vafi leikur á um lögmæti þeirrar samþykktar vegna þess að boða átti til fundarins bréflega. Lilja segir að stór hluti félagsmanna hafi krafist nýs aðalfundar til að skera úr um þetta atriði, þannig að enginn minnsti vafi léki þar á um. En, allt kom fyrir ekki. Lilja segir stjórnina ekki virðast sjá ástæðu til að leita sátta heldur misbeiti leikreglum til að þvinga aðild BDSM í gegn, meðal annars með smölun félaga þess ágæta félags á umræddan félagsfund.Stór hluti gamalgróinna félagsmanna á förumLilja sér fyrir sér fjöldaúrsagnir. „Stjórn virðist geta hugsað sér að sitja í vafasömu umboði og taka mjög umdeilda ákvörðun sem Samtökin´78 munu gjalda dýru verði, þar sem stór hluti félaga mun segja sig úr félaginu. Það segir mér að stjórnin sé ekki starfi sínu vaxin og taki eigin völd og vilja fram yfir hag félagsins í heild.“ Á síðu félagsins er nánar greint frá félagsfundinum sem haldinn var á laugardaginn. Þar var félagsfólki boðið að kjósa um tvær leiðir til að leysa þennan ágreining sem lýtur meðal annars að hugmyndafræðinni um tilgang, stefnu og starf samtakanna, en umsókn BDSM á Íslandi um stöðu hagsmunafélags í samtökunum er hluti af því sem rætt er um.Erfiður félagsfundur um helginaEkki er dregin fjöður yfir það, í þeirri greinargerð, að fundurinn hafi reynst félagsfólki erfiður: „Félagar ákváðu að fara þá leið að staðfesta eða synja því sem fram fór á aðalfundinum 5. mars sl. Lyktir urðu þær að öll atriði aðalfundar voru staðfest, þ.m.t. umsókn BDSM á Íslandi um hagsmunaaðild að samtökunum. Sá liður var staðfestur með 72 atkvæðum eða 55,81% greiddra atkvæða. Með synjun kusu 56 eða 43,41%. Einn sat hjá eða 0,78%. Alls greiddu 129 félagar atkvæði um þennan lið.“
Tengdar fréttir Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08 Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08 Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Stjórn ´78 vill kjósa aftur um aðild BDSM á Íslandi Aðild BDSM-fólks að Samtökunum ´78 í uppnámi vegna formgalla á fundarboði. 10. mars 2016 15:08
Aðild BDSM-samtakanna við að kljúfa Samtökin ´78 Búist er við úrsögnum úr Samtökunum ´78 í dag. Yfirlýsingar stjórnar að vænta í dag. 7. mars 2016 10:08
Félagsfundur hefur það í hendi sér að hafna aðild BDSM á Íslandi að Samtökunum '78 Boðað hefur verið til félagsfundar hjá samtökunum þar sem annað hvort verður farið lið fyrir lið í gegnum ákvarðanir aðalfundarins eða boðað verður til nýs aðalfundar. 18. mars 2016 15:59