Dældi út skúffufé á síðasta degi sínum Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Gunnar Bragi Sveinsson á leið til ríkisráðsfundar eftir að hafa veitt styrki upp á tæpa milljón króna. vísir/anton Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki úr utanríkisráðuneytinu að upphæð 950 þúsund króna á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra. Alls styrkti hann fjögur félög vitandi að seinna um daginn yrði hann gerður að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkisstjórn. Miðvikudaginn 6. apríl náðist samkomulag milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að kvöldi miðvikudagsins var Gunnari Braga því orðið ljóst að hann yrði nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Daginn eftir voru haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Áður en kom að þeim ríkisráðsfundum sendi Gunnar Bragi þau tilmæli til ráðuneytisins að fjórum aðilum yrði tilkynnt um að þeir myndu fá styrki af skúffufé hans sem utanríkisráðherra.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðarÞjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi. Enginn hinna ráðherranna úthlutaði skúffufé sínu í síðustu viku. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur verið talsmaður þess að leggja skúffufé ráðherra af. „Það á ekki að deila út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Stjórnvöld verða alltaf að hafa efst í huga að gæta jafnræðis. Þess vegna er eðlilegast að styrkir, svo sem til menningarmála fari í gegnum þar til gerða sjóði. Kunningsskapur eða aðgengi að ráðamönnum á ekki að hafa áhrif á fjárveitingar. Tímasetning þessara styrkveitinga er einnig fyrir neðan allar hellur,“ segir Brynhildur. Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson veitti styrki úr utanríkisráðuneytinu að upphæð 950 þúsund króna á síðasta degi sínum sem utanríkisráðherra. Alls styrkti hann fjögur félög vitandi að seinna um daginn yrði hann gerður að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nýrri ríkisstjórn. Miðvikudaginn 6. apríl náðist samkomulag milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að kvöldi miðvikudagsins var Gunnari Braga því orðið ljóst að hann yrði nýr ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Daginn eftir voru haldnir tveir ríkisráðsfundir á Bessastöðum. Áður en kom að þeim ríkisráðsfundum sendi Gunnar Bragi þau tilmæli til ráðuneytisins að fjórum aðilum yrði tilkynnt um að þeir myndu fá styrki af skúffufé hans sem utanríkisráðherra.Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðarÞjóðdansahópurinn Sporið fékk 250 þúsund krónur. Sömu upphæð fékk Kómedíuleikhúsið á Ísafirði vegna leikferðar til Spánar. Landsbyggðarvinir fengu 150 þúsund krónur og Landgræðsla ríkisins fékk 300 þúsund krónur vegna ráðstefnu sem á að halda í september næstkomandi. Enginn hinna ráðherranna úthlutaði skúffufé sínu í síðustu viku. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur verið talsmaður þess að leggja skúffufé ráðherra af. „Það á ekki að deila út almannafé á tilviljanakenndan hátt. Stjórnvöld verða alltaf að hafa efst í huga að gæta jafnræðis. Þess vegna er eðlilegast að styrkir, svo sem til menningarmála fari í gegnum þar til gerða sjóði. Kunningsskapur eða aðgengi að ráðamönnum á ekki að hafa áhrif á fjárveitingar. Tímasetning þessara styrkveitinga er einnig fyrir neðan allar hellur,“ segir Brynhildur. Ekki náðist í Gunnar Braga við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. apríl
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira