Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni Birgir Olgeirsson skrifar 18. apríl 2016 16:47 Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/Anton Brink Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sjötta sinn. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag og fór Twitter á hliðina þar sem netverjar tjáðu skoðun sína á þessari ákvörðun Ólafs Ragnars. Almannatengillinn Andrés Jónsson sagði til að mynda að þessi atburðarás og yfirlýsing forsetans vera svo snjalla að sjálfur klækjarefurinn Frank Underwood, leikinn af Kevin Spacey í þáttunum House of Cards, yrði stoltur af. Þessi atburðarás og yfirlýsing forsetans er svo snjöll að sjálfur Frank Underwood væri vel sæmdur af.— Andres Jonsson (@andresjons) April 18, 2016Ólafur Ragnar hefur nú þegar verið 20 ár í embætti, nái hann endurkjöri verður hann 24 ár í embætti forseta Íslands. Haukar Viðar Alfreðsson bendir á að Ólafur sé gaurinn í partíinu sem vill ekki fara.Ólafur er gaurinn í partýinu sem vill ekki fara þegar þú vilt fara að sofa. #nolafur— Haukur Viðar (@hvalfredsson) April 18, 2016 Margrét Gauja bendir á að hún hafi ekki verið orðin tvítug þegar Ólafur var kjörin forseti. Hann verði það líklega enn þegar hún fagnar fertugsafmælinu í haust.Ég var ekki orðin tvítug þegar Ólafur var kosin forseti, ég er búin að bóka salinn fyrir fertugsafmælið í haust #nolafur— Margrét Gauja (@MargretGauja) April 18, 2016 Ólafur Ragnar talaði um á blaðamannafundinum að endurskoðun stjórnarskrárinnar sé viðkvæmt mál og hafði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, þetta um það að segja:já, hann veit greinilega allt best. #ómissandi https://t.co/hCacKdLHyu— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) April 18, 2016 Ólafur sagði sjálfur á blaðamannafundinum að eflaust yrðu margir ekki sáttir við þessa ákvörðun og virðist eiginkona Teits Örlygssonar vera ein þeirra.Vakti eiginkonuna sem er í Boston með fréttum af ÓRG. Það voru mistök, hún neitar að koma heim. #forsetinn2016— Teitur Örlygsson (@teitur11) April 18, 2016 Þá talaði Ólafur Ragnar um á blaðamannafundinum og fjöldinn allur hefði skorað á sig að halda áfram og standa vörðin með þjóðinni. Spurður hvar þessar áskoranir væru sagði hann þær hafa borist sér á ýmsu formi. Ekki voru allir sannfærðir líkt og Anna Guðjónsdóttir. Muna ekki allir eftir því þegar þeir voru að suða í honum að halda áfram? Nei? Man enginn? Því það gerðist ekki! #nolafur— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) April 18, 2016 Þá setur þessi mynd Benedikts Kristjánsson forsetatíð Ólafs Ragnars í samhengi. Hægt er að fylgjast með umræðunni á Twitter hér fyrir neðan. #nolafur Tweets Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að Ólafur Ragnar myndi vinna forsetakosningar með annarri hendi Allra augu eru enn eina ferðina á Bessastöðum. 18. apríl 2016 13:37 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Ross hafði ekki haldið framhjá Rachel og DVD-diskar voru „mindblowing“ fyrirbæri Twitter-notendur keppast nú við að setja nítján ára veru Ólafs Ragnars í embætti í samhengi og birta hnyttnar og upplýsandi færslur undir merkinu #þegarÓlafurvarðforseti. 13. október 2015 11:23 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sjötta sinn. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag og fór Twitter á hliðina þar sem netverjar tjáðu skoðun sína á þessari ákvörðun Ólafs Ragnars. Almannatengillinn Andrés Jónsson sagði til að mynda að þessi atburðarás og yfirlýsing forsetans vera svo snjalla að sjálfur klækjarefurinn Frank Underwood, leikinn af Kevin Spacey í þáttunum House of Cards, yrði stoltur af. Þessi atburðarás og yfirlýsing forsetans er svo snjöll að sjálfur Frank Underwood væri vel sæmdur af.— Andres Jonsson (@andresjons) April 18, 2016Ólafur Ragnar hefur nú þegar verið 20 ár í embætti, nái hann endurkjöri verður hann 24 ár í embætti forseta Íslands. Haukar Viðar Alfreðsson bendir á að Ólafur sé gaurinn í partíinu sem vill ekki fara.Ólafur er gaurinn í partýinu sem vill ekki fara þegar þú vilt fara að sofa. #nolafur— Haukur Viðar (@hvalfredsson) April 18, 2016 Margrét Gauja bendir á að hún hafi ekki verið orðin tvítug þegar Ólafur var kjörin forseti. Hann verði það líklega enn þegar hún fagnar fertugsafmælinu í haust.Ég var ekki orðin tvítug þegar Ólafur var kosin forseti, ég er búin að bóka salinn fyrir fertugsafmælið í haust #nolafur— Margrét Gauja (@MargretGauja) April 18, 2016 Ólafur Ragnar talaði um á blaðamannafundinum að endurskoðun stjórnarskrárinnar sé viðkvæmt mál og hafði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, þetta um það að segja:já, hann veit greinilega allt best. #ómissandi https://t.co/hCacKdLHyu— BirgittⒶ Jónsdóttir (@birgittaj) April 18, 2016 Ólafur sagði sjálfur á blaðamannafundinum að eflaust yrðu margir ekki sáttir við þessa ákvörðun og virðist eiginkona Teits Örlygssonar vera ein þeirra.Vakti eiginkonuna sem er í Boston með fréttum af ÓRG. Það voru mistök, hún neitar að koma heim. #forsetinn2016— Teitur Örlygsson (@teitur11) April 18, 2016 Þá talaði Ólafur Ragnar um á blaðamannafundinum og fjöldinn allur hefði skorað á sig að halda áfram og standa vörðin með þjóðinni. Spurður hvar þessar áskoranir væru sagði hann þær hafa borist sér á ýmsu formi. Ekki voru allir sannfærðir líkt og Anna Guðjónsdóttir. Muna ekki allir eftir því þegar þeir voru að suða í honum að halda áfram? Nei? Man enginn? Því það gerðist ekki! #nolafur— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) April 18, 2016 Þá setur þessi mynd Benedikts Kristjánsson forsetatíð Ólafs Ragnars í samhengi. Hægt er að fylgjast með umræðunni á Twitter hér fyrir neðan. #nolafur Tweets
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að Ólafur Ragnar myndi vinna forsetakosningar með annarri hendi Allra augu eru enn eina ferðina á Bessastöðum. 18. apríl 2016 13:37 Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15 Ross hafði ekki haldið framhjá Rachel og DVD-diskar voru „mindblowing“ fyrirbæri Twitter-notendur keppast nú við að setja nítján ára veru Ólafs Ragnars í embætti í samhengi og birta hnyttnar og upplýsandi færslur undir merkinu #þegarÓlafurvarðforseti. 13. október 2015 11:23 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Telur að Ólafur Ragnar myndi vinna forsetakosningar með annarri hendi Allra augu eru enn eina ferðina á Bessastöðum. 18. apríl 2016 13:37
Ólafur Ragnar sækist eftir endurkjöri Þetta kom fram á blaðamannafundi forseta rétt í þessu. 18. apríl 2016 16:15
Ross hafði ekki haldið framhjá Rachel og DVD-diskar voru „mindblowing“ fyrirbæri Twitter-notendur keppast nú við að setja nítján ára veru Ólafs Ragnars í embætti í samhengi og birta hnyttnar og upplýsandi færslur undir merkinu #þegarÓlafurvarðforseti. 13. október 2015 11:23