Innlent

Twitter um Ólaf Ragnar: Atburðarásin sögð svo snjöll að Frank Underwood hefði orðið stoltur af henni

Birgir Olgeirsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. Vísir/Anton Brink
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands í sjötta sinn. Hann tilkynnti þetta á blaðamannafundi á Bessastöðum í dag og fór Twitter á hliðina þar sem netverjar tjáðu skoðun sína á þessari ákvörðun Ólafs Ragnars.

Almannatengillinn Andrés Jónsson sagði til að mynda að þessi atburðarás og yfirlýsing forsetans vera svo snjalla að sjálfur klækjarefurinn Frank Underwood, leikinn af Kevin Spacey í þáttunum House of Cards, yrði stoltur af. 

 

Ólafur Ragnar hefur nú þegar verið 20 ár í embætti, nái hann endurkjöri verður hann 24 ár í embætti forseta Íslands. Haukar Viðar Alfreðsson bendir á að Ólafur sé gaurinn í partíinu sem vill ekki fara.

Margrét Gauja bendir á að hún hafi ekki verið orðin tvítug þegar Ólafur var kjörin forseti. Hann verði það líklega enn þegar hún fagnar fertugsafmælinu í haust.

Ólafur Ragnar talaði um á blaðamannafundinum að endurskoðun stjórnarskrárinnar sé viðkvæmt mál og hafði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, þetta um það að segja:

Ólafur sagði sjálfur á blaðamannafundinum að eflaust yrðu margir ekki sáttir við þessa ákvörðun og virðist eiginkona Teits Örlygssonar vera ein þeirra.

Þá talaði Ólafur Ragnar um á blaðamannafundinum og fjöldinn allur hefði skorað á sig að halda áfram og standa vörðin með þjóðinni. Spurður hvar þessar áskoranir væru sagði hann þær hafa borist sér á ýmsu formi. Ekki voru allir sannfærðir líkt og Anna Guðjónsdóttir. 

Þá setur þessi mynd Benedikts Kristjánsson forsetatíð Ólafs Ragnars í samhengi. 

Hægt er að fylgjast með umræðunni á Twitter hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×