Guðni og Guðrún voru komin á fullan skrið Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2016 19:16 Þrír forsetaframbjóðendur eru hættir við að bjóða sig fram eftir ákvörðun forsetans um að gefa kost á sér í sjötta sinn. Aðrir sterkir kandídatar sem voru að íhuga framboð segja að ákvörðun forsetans hafi breytt stöðunni mikið og óvíst sé hvort þeir gefi kost á sér. Bergþór Pálsson söngvari, Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og séra Vigfús Bjarni Albertsson eru allir hættir við forsetaframboð eftir ákvörðun forsetans í gær.Þú sagðir að þú teldir að það væru einhverjir aðrir Íslendingar sem væru jafn hæfir og þú til að gegna embættinu en er það ekki svo að þeir stíga mun síður fram og gefa kost á sér ef að þú ætlar að sitja áfram eða gefa kost á þér til endurkjörs? „Það hefur alltaf verið þannig í forsetakosningum á Íslandi að hver og einn sem stígur það alvarlega skref að gefa kost á sér til þessa embættis og leitar eftir umboði þjóðarinnar til að gegna þessu valdamikla embætti á örlagatímum, hann gerir það bara upp við sjálfan sig,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir þessi svör forsetans er engum vafa undirorpið að sú ákvörðun hans að gefa kost á sér til endurkjörs hefur mikil áhrif á afstöðu annarra kandídata. Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Guðni var búinn að gera ráðstafanir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur var að íhuga að gefa kost á sér og var raunar kominn á fullan skrið við undirbúning framboðs. Hann hafði gert ráðstafanir vegna sjónvarpsþátta um embætti forsetans og forsetakosningarnar, þar sem hann var viðmælandi, ef þátttaka hans hefði verið ósamrýmanleg framboði. Þá hafði verið til skoðunar að flýta útgáfu bókar hans um forsetaembættið, sem kemur út á næstunni hjá Forlaginu. Ljóst er að ákvörðun Ólafs breytir þessari stöðu. „Það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í gær. Hann hefur hins vegar ekki aftekið framboð með öllu. Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, hafði verið sterklega orðuð við forsetaframboð. Hún sagðist í samtali við fréttastofuna hafa stefnt að því að bjóða sig fram en í ljósi ákvörðunar forsetans í gær ætli hún að taka nokkra daga til að fara yfir stöðuna.Sjá má ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira
Þrír forsetaframbjóðendur eru hættir við að bjóða sig fram eftir ákvörðun forsetans um að gefa kost á sér í sjötta sinn. Aðrir sterkir kandídatar sem voru að íhuga framboð segja að ákvörðun forsetans hafi breytt stöðunni mikið og óvíst sé hvort þeir gefi kost á sér. Bergþór Pálsson söngvari, Guðmundur Franklín Jónsson athafnamaður og séra Vigfús Bjarni Albertsson eru allir hættir við forsetaframboð eftir ákvörðun forsetans í gær.Þú sagðir að þú teldir að það væru einhverjir aðrir Íslendingar sem væru jafn hæfir og þú til að gegna embættinu en er það ekki svo að þeir stíga mun síður fram og gefa kost á sér ef að þú ætlar að sitja áfram eða gefa kost á þér til endurkjörs? „Það hefur alltaf verið þannig í forsetakosningum á Íslandi að hver og einn sem stígur það alvarlega skref að gefa kost á sér til þessa embættis og leitar eftir umboði þjóðarinnar til að gegna þessu valdamikla embætti á örlagatímum, hann gerir það bara upp við sjálfan sig,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson. Þrátt fyrir þessi svör forsetans er engum vafa undirorpið að sú ákvörðun hans að gefa kost á sér til endurkjörs hefur mikil áhrif á afstöðu annarra kandídata. Guðrún Nordal prófessor og forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Guðni var búinn að gera ráðstafanir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur var að íhuga að gefa kost á sér og var raunar kominn á fullan skrið við undirbúning framboðs. Hann hafði gert ráðstafanir vegna sjónvarpsþátta um embætti forsetans og forsetakosningarnar, þar sem hann var viðmælandi, ef þátttaka hans hefði verið ósamrýmanleg framboði. Þá hafði verið til skoðunar að flýta útgáfu bókar hans um forsetaembættið, sem kemur út á næstunni hjá Forlaginu. Ljóst er að ákvörðun Ólafs breytir þessari stöðu. „Það þarf mikið að gerast til þess að ég bjóði mig fram gegn sitjandi forseta,“ sagði Guðni í Íslandi í dag í gær. Hann hefur hins vegar ekki aftekið framboð með öllu. Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, hafði verið sterklega orðuð við forsetaframboð. Hún sagðist í samtali við fréttastofuna hafa stefnt að því að bjóða sig fram en í ljósi ákvörðunar forsetans í gær ætli hún að taka nokkra daga til að fara yfir stöðuna.Sjá má ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Sjá meira