Hafa beðið eftir flugi heim í um 18 klukkustundir Ásgeir Erlendsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. apríl 2016 12:00 Flug WOW air frá Las Palmas á Kanaríeyjum átti að leggja af stað til Íslands klukkan 16:45 í gær. Upp kom vélarbilun og eftir bið á flugvellinum í gær var farþegum komið fyrir á hóteli í gærkvöldi. Þar fengu þau fimm tíma svefn áður en þeim var ekið aftur á flugvöllinn í morgun.(Uppfært 13:25) Önnur flugvél er nú á leið til Kanaríeyja að ná í farþegana. Áætlaður brottfarartími er 18:30 að staðartíma eða 17:30 að íslenskum tíma. Þar hélt biðin áfram. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir er ein þeirra sem hefur beðið í um átján klukkustundir eftir heimförinni til Íslands. Hún segir farþega vera orðna þreytta og pirraða. „Við sitjum hérna fyrir framan hliðið þar sem okkar var vísað klukkan átta í morgun og höfum lítið heyrt meira. Þetta eru komnir átján klukkutímar,“ segir Ragnheiður. Hún segir andrúmsloftið vera vera „frekar þreytulegt“. Lítil börn séu í hópnum og þau séu pirruð á biðinni. Þá hafi fólk misst af tengiflugum í Keflavík. „Það væri nú aðeins skárra að við vissum hvað væri í gangi og hvenær það væri möguleiki að fara heim.“Farþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun.VísirFarþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun. Miðað við myndir sem Vísir hefur fengið af flugvellinum nægir það ekki fyrir túnfisksamloku og vatnsflösku, eins og sjá má hér til hliðar. „Við viljum bara fá upplýsingar. Við viljum vita hvort að vélin sé að komast í lag eða hvort það verði önnur vél send eftir okkur. Það er nú kannski of seint núna, en það hefði verið fínt, fyrst við erum ekki að fara neitt, að fá að sofa aðeins út í morgun. Við fengum bara fimm klukkutíma svefn.“ Samkvæmt upplýsingafulltrúa WOW þykir fyrirtækinu miður að þessi staða hafi komið upp og fjöldi manns vinni nú hörðum höndum að því að koma farþegunum sem fyrst heim. Hér eftir munu farþegarnir fá upplýsingar á klukkutíma fresti með sms-skilaboðum. Fréttir af flugi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Flug WOW air frá Las Palmas á Kanaríeyjum átti að leggja af stað til Íslands klukkan 16:45 í gær. Upp kom vélarbilun og eftir bið á flugvellinum í gær var farþegum komið fyrir á hóteli í gærkvöldi. Þar fengu þau fimm tíma svefn áður en þeim var ekið aftur á flugvöllinn í morgun.(Uppfært 13:25) Önnur flugvél er nú á leið til Kanaríeyja að ná í farþegana. Áætlaður brottfarartími er 18:30 að staðartíma eða 17:30 að íslenskum tíma. Þar hélt biðin áfram. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir er ein þeirra sem hefur beðið í um átján klukkustundir eftir heimförinni til Íslands. Hún segir farþega vera orðna þreytta og pirraða. „Við sitjum hérna fyrir framan hliðið þar sem okkar var vísað klukkan átta í morgun og höfum lítið heyrt meira. Þetta eru komnir átján klukkutímar,“ segir Ragnheiður. Hún segir andrúmsloftið vera vera „frekar þreytulegt“. Lítil börn séu í hópnum og þau séu pirruð á biðinni. Þá hafi fólk misst af tengiflugum í Keflavík. „Það væri nú aðeins skárra að við vissum hvað væri í gangi og hvenær það væri möguleiki að fara heim.“Farþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun.VísirFarþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun. Miðað við myndir sem Vísir hefur fengið af flugvellinum nægir það ekki fyrir túnfisksamloku og vatnsflösku, eins og sjá má hér til hliðar. „Við viljum bara fá upplýsingar. Við viljum vita hvort að vélin sé að komast í lag eða hvort það verði önnur vél send eftir okkur. Það er nú kannski of seint núna, en það hefði verið fínt, fyrst við erum ekki að fara neitt, að fá að sofa aðeins út í morgun. Við fengum bara fimm klukkutíma svefn.“ Samkvæmt upplýsingafulltrúa WOW þykir fyrirtækinu miður að þessi staða hafi komið upp og fjöldi manns vinni nú hörðum höndum að því að koma farþegunum sem fyrst heim. Hér eftir munu farþegarnir fá upplýsingar á klukkutíma fresti með sms-skilaboðum.
Fréttir af flugi Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira