Hafa beðið eftir flugi heim í um 18 klukkustundir Ásgeir Erlendsson og Samúel Karl Ólason skrifa 3. apríl 2016 12:00 Flug WOW air frá Las Palmas á Kanaríeyjum átti að leggja af stað til Íslands klukkan 16:45 í gær. Upp kom vélarbilun og eftir bið á flugvellinum í gær var farþegum komið fyrir á hóteli í gærkvöldi. Þar fengu þau fimm tíma svefn áður en þeim var ekið aftur á flugvöllinn í morgun.(Uppfært 13:25) Önnur flugvél er nú á leið til Kanaríeyja að ná í farþegana. Áætlaður brottfarartími er 18:30 að staðartíma eða 17:30 að íslenskum tíma. Þar hélt biðin áfram. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir er ein þeirra sem hefur beðið í um átján klukkustundir eftir heimförinni til Íslands. Hún segir farþega vera orðna þreytta og pirraða. „Við sitjum hérna fyrir framan hliðið þar sem okkar var vísað klukkan átta í morgun og höfum lítið heyrt meira. Þetta eru komnir átján klukkutímar,“ segir Ragnheiður. Hún segir andrúmsloftið vera vera „frekar þreytulegt“. Lítil börn séu í hópnum og þau séu pirruð á biðinni. Þá hafi fólk misst af tengiflugum í Keflavík. „Það væri nú aðeins skárra að við vissum hvað væri í gangi og hvenær það væri möguleiki að fara heim.“Farþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun.VísirFarþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun. Miðað við myndir sem Vísir hefur fengið af flugvellinum nægir það ekki fyrir túnfisksamloku og vatnsflösku, eins og sjá má hér til hliðar. „Við viljum bara fá upplýsingar. Við viljum vita hvort að vélin sé að komast í lag eða hvort það verði önnur vél send eftir okkur. Það er nú kannski of seint núna, en það hefði verið fínt, fyrst við erum ekki að fara neitt, að fá að sofa aðeins út í morgun. Við fengum bara fimm klukkutíma svefn.“ Samkvæmt upplýsingafulltrúa WOW þykir fyrirtækinu miður að þessi staða hafi komið upp og fjöldi manns vinni nú hörðum höndum að því að koma farþegunum sem fyrst heim. Hér eftir munu farþegarnir fá upplýsingar á klukkutíma fresti með sms-skilaboðum. Fréttir af flugi Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Flug WOW air frá Las Palmas á Kanaríeyjum átti að leggja af stað til Íslands klukkan 16:45 í gær. Upp kom vélarbilun og eftir bið á flugvellinum í gær var farþegum komið fyrir á hóteli í gærkvöldi. Þar fengu þau fimm tíma svefn áður en þeim var ekið aftur á flugvöllinn í morgun.(Uppfært 13:25) Önnur flugvél er nú á leið til Kanaríeyja að ná í farþegana. Áætlaður brottfarartími er 18:30 að staðartíma eða 17:30 að íslenskum tíma. Þar hélt biðin áfram. Ragnheiður Júlía Ragnarsdóttir er ein þeirra sem hefur beðið í um átján klukkustundir eftir heimförinni til Íslands. Hún segir farþega vera orðna þreytta og pirraða. „Við sitjum hérna fyrir framan hliðið þar sem okkar var vísað klukkan átta í morgun og höfum lítið heyrt meira. Þetta eru komnir átján klukkutímar,“ segir Ragnheiður. Hún segir andrúmsloftið vera vera „frekar þreytulegt“. Lítil börn séu í hópnum og þau séu pirruð á biðinni. Þá hafi fólk misst af tengiflugum í Keflavík. „Það væri nú aðeins skárra að við vissum hvað væri í gangi og hvenær það væri möguleiki að fara heim.“Farþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun.VísirFarþegarnir fengu sex evru matarmiða í morgun. Miðað við myndir sem Vísir hefur fengið af flugvellinum nægir það ekki fyrir túnfisksamloku og vatnsflösku, eins og sjá má hér til hliðar. „Við viljum bara fá upplýsingar. Við viljum vita hvort að vélin sé að komast í lag eða hvort það verði önnur vél send eftir okkur. Það er nú kannski of seint núna, en það hefði verið fínt, fyrst við erum ekki að fara neitt, að fá að sofa aðeins út í morgun. Við fengum bara fimm klukkutíma svefn.“ Samkvæmt upplýsingafulltrúa WOW þykir fyrirtækinu miður að þessi staða hafi komið upp og fjöldi manns vinni nú hörðum höndum að því að koma farþegunum sem fyrst heim. Hér eftir munu farþegarnir fá upplýsingar á klukkutíma fresti með sms-skilaboðum.
Fréttir af flugi Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira