Innlent

Mótmælin á Austurvelli hafin

Bjarki Ármannsson skrifar
Mótmælendur eru mættir með skilti og hljóðfæri.
Mótmælendur eru mættir með skilti og hljóðfæri. Vísir/Vilhelm
Mótmælin á Austurvelli eru hafin en fólk byrjaði að safnast fyrir þar nokkru áður en þau áttu að hefjast. Það var hópurinn Jæja sem boðaði til mótmælana í morgun sem hófust núna kl. 17.

Vísir/Sæunn
Talið er að um 500 manns hafi verið mættir þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í fimm. Stemning er róleg og samkvæmt heimildum fer mótmælendum þar hægt fjölgandi.

Rúmlega 4000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-viðburði þeim sem auglýsir mótmælin. Krafa mótmælenda er að þing verði rofið svo hægt sé að kjósa nýja ríkisstjórn strax.

Uppfært 17.30: Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eru nú um 2500 manns mættir á Austurvöll.

„Þannig að þetta er þá allavega heldur meira en var í gær en þetta er ekki neitt í líkingu við mánudaginn,“ segir Ásgeir, sem staðið hefur vaktina á Austurvelli öll kvöld vikunnar til þessa.

Austurvöllur rétt áður en mótmælin áttu að hefjast.Vísir/Vilhelm
Hann segir að stemningin sé svipuð og undanfarin kvöld – engin vandræði en hávaði í fólki, tónlist og „trommusláttur“ á girðingunni sem lögregla hefur sett upp.

„Við komum náttúrulega alltaf með settið,“ grínast Ásgeir.

Smá væta er úti en frekar hlýtt veður.

Uppfært klukkan 18.30

Mótmælendum fækkar ört á Austurvelli að sögn viðstaddra.

Vísir/Vilhelm
Að sögn skipuleggjenda mættu um 6.500 manns.mynd/sigurður sigurðsson
Mynd tekin rétt fyrir klukkan 19, en mótmælin hófust klukkan 17.mynd/sæunn gísladóttir

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×