Mótmælin á Austurvelli hafin Bjarki Ármannsson skrifar 6. apríl 2016 17:00 Mótmælendur eru mættir með skilti og hljóðfæri. Vísir/Vilhelm Mótmælin á Austurvelli eru hafin en fólk byrjaði að safnast fyrir þar nokkru áður en þau áttu að hefjast. Það var hópurinn Jæja sem boðaði til mótmælana í morgun sem hófust núna kl. 17.Vísir/SæunnTalið er að um 500 manns hafi verið mættir þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í fimm. Stemning er róleg og samkvæmt heimildum fer mótmælendum þar hægt fjölgandi. Rúmlega 4000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-viðburði þeim sem auglýsir mótmælin. Krafa mótmælenda er að þing verði rofið svo hægt sé að kjósa nýja ríkisstjórn strax.Uppfært 17.30: Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eru nú um 2500 manns mættir á Austurvöll. „Þannig að þetta er þá allavega heldur meira en var í gær en þetta er ekki neitt í líkingu við mánudaginn,“ segir Ásgeir, sem staðið hefur vaktina á Austurvelli öll kvöld vikunnar til þessa.Austurvöllur rétt áður en mótmælin áttu að hefjast.Vísir/VilhelmHann segir að stemningin sé svipuð og undanfarin kvöld – engin vandræði en hávaði í fólki, tónlist og „trommusláttur“ á girðingunni sem lögregla hefur sett upp. „Við komum náttúrulega alltaf með settið,“ grínast Ásgeir. Smá væta er úti en frekar hlýtt veður.Uppfært klukkan 18.30 Mótmælendum fækkar ört á Austurvelli að sögn viðstaddra.Vísir/VilhelmAð sögn skipuleggjenda mættu um 6.500 manns.mynd/sigurður sigurðssonMynd tekin rétt fyrir klukkan 19, en mótmælin hófust klukkan 17.mynd/sæunn gísladóttirLIVE on #Periscope: #cashljós protest in Reykjavik! https://t.co/zn4mfI0Egn— Haraldur Helgi (@Haraldurhelgi) April 6, 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sálfræðingur hvetur mótmælendur til að skilja börnin eftir heima „Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að,“ segir Kolbrún Baldursdóttir 6. apríl 2016 15:10 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Búist við margmenni á mótmælum í dag Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á mótmælin á Austurvelli í dag. Það verða þriðju mótmælin í röð síðan á mánudag. 6. apríl 2016 12:40 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Mótmælin á Austurvelli eru hafin en fólk byrjaði að safnast fyrir þar nokkru áður en þau áttu að hefjast. Það var hópurinn Jæja sem boðaði til mótmælana í morgun sem hófust núna kl. 17.Vísir/SæunnTalið er að um 500 manns hafi verið mættir þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í fimm. Stemning er róleg og samkvæmt heimildum fer mótmælendum þar hægt fjölgandi. Rúmlega 4000 manns hafa boðað komu sína á Facebook-viðburði þeim sem auglýsir mótmælin. Krafa mótmælenda er að þing verði rofið svo hægt sé að kjósa nýja ríkisstjórn strax.Uppfært 17.30: Að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eru nú um 2500 manns mættir á Austurvöll. „Þannig að þetta er þá allavega heldur meira en var í gær en þetta er ekki neitt í líkingu við mánudaginn,“ segir Ásgeir, sem staðið hefur vaktina á Austurvelli öll kvöld vikunnar til þessa.Austurvöllur rétt áður en mótmælin áttu að hefjast.Vísir/VilhelmHann segir að stemningin sé svipuð og undanfarin kvöld – engin vandræði en hávaði í fólki, tónlist og „trommusláttur“ á girðingunni sem lögregla hefur sett upp. „Við komum náttúrulega alltaf með settið,“ grínast Ásgeir. Smá væta er úti en frekar hlýtt veður.Uppfært klukkan 18.30 Mótmælendum fækkar ört á Austurvelli að sögn viðstaddra.Vísir/VilhelmAð sögn skipuleggjenda mættu um 6.500 manns.mynd/sigurður sigurðssonMynd tekin rétt fyrir klukkan 19, en mótmælin hófust klukkan 17.mynd/sæunn gísladóttirLIVE on #Periscope: #cashljós protest in Reykjavik! https://t.co/zn4mfI0Egn— Haraldur Helgi (@Haraldurhelgi) April 6, 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sálfræðingur hvetur mótmælendur til að skilja börnin eftir heima „Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að,“ segir Kolbrún Baldursdóttir 6. apríl 2016 15:10 Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38 Búist við margmenni á mótmælum í dag Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á mótmælin á Austurvelli í dag. Það verða þriðju mótmælin í röð síðan á mánudag. 6. apríl 2016 12:40 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Sálfræðingur hvetur mótmælendur til að skilja börnin eftir heima „Sumir nota afar ljót orð og lýsingar við að lýsa þeim sem reiðin beinist hvað mest að,“ segir Kolbrún Baldursdóttir 6. apríl 2016 15:10
Enn er boðað til mótmæla Hópurinn Jæja boðar til þriðju mótmælanna á þremur dögum. 6. apríl 2016 07:38
Búist við margmenni á mótmælum í dag Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á mótmælin á Austurvelli í dag. Það verða þriðju mótmælin í röð síðan á mánudag. 6. apríl 2016 12:40