Guðrún Margrét ætlar í forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2016 09:04 Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðrún Margrét segir í tilkynningu að velferð þjóðarinnar skipti hana miklu máli og hún muni leggja áherslu á samstöðu þar sem þjóðin fari hamingjuleiðina, hlúi að rótum sínum og vaxi í trú, von og kærleika. Guðrún kynnti fjölmiðlum framboð sitt í tilkynningu í morgun en hún verður með blaðamannafund á Grand Hóteli í hádeginu í dag klukkan 12:30 þar sem hún fer nánar yfir framboð sitt. „Þann 4. janúar fékk ég að því er virtist ósköp sakleysislega spurningu sem ég taldi mig nú ekki þurfa að hugsa mikið um en hún var af hverju ég byði mig ekki fram til forseta. Ég hélt nú ekki en þegar maðurinn minn tók undir þetta þá staldraði ég við og ákvað að skoða þetta nánar,“ segir Guðrún. Hún hafi tekið nokkra daga í að hugleiða málið og niðurstaðan hafi, henni til mikillar furðu, orðið jákvæð. „Þar sem ég hafði þegar tekið ákvörðun um að bjóða mig fram þá afþakkaði ég að Facebook áskorendasíða yrði sett upp þar sem ekki þarf að skora á manneskju sem þegar hefur tekið ákvörðun. Meðmælendasöfnun hefur gengið vel og eru meðmælendurnir nú orðnir nálægt eitt þúsund.“ Í dag verður opnuð heimasíða vegna framboðsins, www.gudrunmargret.is. „Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt en fór í hnattferð fyrir 30 árum og varð síðan einn af stofnendum ABC barnahjálpar og byggði það starf upp sem frumkvöðull og hugsjónamanneskja. Í ágúst sl. ákvað ég að stíga til hliðar eftir 27 ára starf og fór í nám í þróunarfræði sem ég hef nú lagt til hliðar vegna framboðsins.“ Forsetakosningar 2016 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Guðrún Margrét Pálsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn af stofnendum ABC barnahjálpar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Guðrún Margrét segir í tilkynningu að velferð þjóðarinnar skipti hana miklu máli og hún muni leggja áherslu á samstöðu þar sem þjóðin fari hamingjuleiðina, hlúi að rótum sínum og vaxi í trú, von og kærleika. Guðrún kynnti fjölmiðlum framboð sitt í tilkynningu í morgun en hún verður með blaðamannafund á Grand Hóteli í hádeginu í dag klukkan 12:30 þar sem hún fer nánar yfir framboð sitt. „Þann 4. janúar fékk ég að því er virtist ósköp sakleysislega spurningu sem ég taldi mig nú ekki þurfa að hugsa mikið um en hún var af hverju ég byði mig ekki fram til forseta. Ég hélt nú ekki en þegar maðurinn minn tók undir þetta þá staldraði ég við og ákvað að skoða þetta nánar,“ segir Guðrún. Hún hafi tekið nokkra daga í að hugleiða málið og niðurstaðan hafi, henni til mikillar furðu, orðið jákvæð. „Þar sem ég hafði þegar tekið ákvörðun um að bjóða mig fram þá afþakkaði ég að Facebook áskorendasíða yrði sett upp þar sem ekki þarf að skora á manneskju sem þegar hefur tekið ákvörðun. Meðmælendasöfnun hefur gengið vel og eru meðmælendurnir nú orðnir nálægt eitt þúsund.“ Í dag verður opnuð heimasíða vegna framboðsins, www.gudrunmargret.is. „Ég er hjúkrunarfræðingur að mennt en fór í hnattferð fyrir 30 árum og varð síðan einn af stofnendum ABC barnahjálpar og byggði það starf upp sem frumkvöðull og hugsjónamanneskja. Í ágúst sl. ákvað ég að stíga til hliðar eftir 27 ára starf og fór í nám í þróunarfræði sem ég hef nú lagt til hliðar vegna framboðsins.“
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira