Vann Evrópukeppni í handahjólreiðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2016 10:00 Arna Sigríður er eini Íslendingurinn sem keppir í handahjólreiðum og segir það vekja talsverða athygli erlendis. Vísir/Pjetur Ég keppti í tveimur greinum á mótinu. Önnur var í tímatöku og þar var ég 13 sekúndum frá sigri. Hina vann ég, hún var í götuhjólreiðum, þá hjóluðu allir eins langt og þeir gátu á klukkutíma og svo einn hring að auki á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir um handahjólreiðakeppni sem hún tók þátt í í Abú Dabí og tilheyrir Evrópumótaröðinni. Á mótinu kepptu fimmtíu og fimm manns, þar af bara sex stúlkur. Um 30 stiga hiti var á mótsstað og voru það talsverð viðbrigði fyrir Íslendinginn. „Þeir sem keppa í handahjólreiðum eru flestir með mænuskaða en á mismunandi skala, aðrir hafa misst fót eða fætur. Keppt er í nokkrum flokkum, eftir því hvernig fötlunin er. Sumir hafa ekki fullan styrk í höndum, aðrir eru með pínu styrk í fótum og svo skiptir máli hvort hægt er að nota bak- eða magavöðva upp á jafnvægið,“ segir Arna Sigríður sem hlaut mænuskaða er hún lenti í skíðaslysi í Noregi 2006 og er lömuð frá brjósti auk þess að hafa bara 75% lungnavirkni. Hún hefur lítið getað æft hjólreiðarnar úti við í vetur vegna hálku en hinsvegar stundað stífar styrktaræfingar fyrir handleggina og herðarnar. Arna Sigríður segir handahjólreiðar nýlega keppnisgrein sem sæki ört á, einkum í Evrópu, og stefni í að verða sú vinsælasta á Ólympíuleikum fyrir hreyfihamlaða. Sjálfa dreymir hana um þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro í september. Flestir þurfa vissan fjölda stiga úr keppnum á Evrópu- og heimsmótaröðum síðustu tveggja ára til að öðlast keppnisrétt. Hún kveðst hafa verið svo óheppin að vera frá keppni mikilvægustu mánuði síðasta árs vegna aðgerðar, er gallblaðran var fjarlægð í júní, svo hún sé ekki bjartsýn á að ná þeim stigum. En fimm keppendur í hverjum flokki komist inn án söfnunar stiga og búið sé að sækja um fyrir hana. Hvort hún hafi heppnina með sér skýrist í byrjun maí. Hvernig sem það fer stefnir hún á nokkrar keppnir í Mið-Evrópu snemma sumars. Eftir rúmlega 20 tíma ferð frá Abú Dabí gisti Arna Sigríður bara eina nótt í íbúð sinni hér syðra áður en hún hélt landleiðina vestur á Ísafjörð að halda páskahátíð með fjölskyldunni. Hún tók hjólið með til að taka nokkrar salibunur í Bolungarvíkurgöngunum.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira
Ég keppti í tveimur greinum á mótinu. Önnur var í tímatöku og þar var ég 13 sekúndum frá sigri. Hina vann ég, hún var í götuhjólreiðum, þá hjóluðu allir eins langt og þeir gátu á klukkutíma og svo einn hring að auki á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir um handahjólreiðakeppni sem hún tók þátt í í Abú Dabí og tilheyrir Evrópumótaröðinni. Á mótinu kepptu fimmtíu og fimm manns, þar af bara sex stúlkur. Um 30 stiga hiti var á mótsstað og voru það talsverð viðbrigði fyrir Íslendinginn. „Þeir sem keppa í handahjólreiðum eru flestir með mænuskaða en á mismunandi skala, aðrir hafa misst fót eða fætur. Keppt er í nokkrum flokkum, eftir því hvernig fötlunin er. Sumir hafa ekki fullan styrk í höndum, aðrir eru með pínu styrk í fótum og svo skiptir máli hvort hægt er að nota bak- eða magavöðva upp á jafnvægið,“ segir Arna Sigríður sem hlaut mænuskaða er hún lenti í skíðaslysi í Noregi 2006 og er lömuð frá brjósti auk þess að hafa bara 75% lungnavirkni. Hún hefur lítið getað æft hjólreiðarnar úti við í vetur vegna hálku en hinsvegar stundað stífar styrktaræfingar fyrir handleggina og herðarnar. Arna Sigríður segir handahjólreiðar nýlega keppnisgrein sem sæki ört á, einkum í Evrópu, og stefni í að verða sú vinsælasta á Ólympíuleikum fyrir hreyfihamlaða. Sjálfa dreymir hana um þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro í september. Flestir þurfa vissan fjölda stiga úr keppnum á Evrópu- og heimsmótaröðum síðustu tveggja ára til að öðlast keppnisrétt. Hún kveðst hafa verið svo óheppin að vera frá keppni mikilvægustu mánuði síðasta árs vegna aðgerðar, er gallblaðran var fjarlægð í júní, svo hún sé ekki bjartsýn á að ná þeim stigum. En fimm keppendur í hverjum flokki komist inn án söfnunar stiga og búið sé að sækja um fyrir hana. Hvort hún hafi heppnina með sér skýrist í byrjun maí. Hvernig sem það fer stefnir hún á nokkrar keppnir í Mið-Evrópu snemma sumars. Eftir rúmlega 20 tíma ferð frá Abú Dabí gisti Arna Sigríður bara eina nótt í íbúð sinni hér syðra áður en hún hélt landleiðina vestur á Ísafjörð að halda páskahátíð með fjölskyldunni. Hún tók hjólið með til að taka nokkrar salibunur í Bolungarvíkurgöngunum.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira