Vann Evrópukeppni í handahjólreiðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2016 10:00 Arna Sigríður er eini Íslendingurinn sem keppir í handahjólreiðum og segir það vekja talsverða athygli erlendis. Vísir/Pjetur Ég keppti í tveimur greinum á mótinu. Önnur var í tímatöku og þar var ég 13 sekúndum frá sigri. Hina vann ég, hún var í götuhjólreiðum, þá hjóluðu allir eins langt og þeir gátu á klukkutíma og svo einn hring að auki á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir um handahjólreiðakeppni sem hún tók þátt í í Abú Dabí og tilheyrir Evrópumótaröðinni. Á mótinu kepptu fimmtíu og fimm manns, þar af bara sex stúlkur. Um 30 stiga hiti var á mótsstað og voru það talsverð viðbrigði fyrir Íslendinginn. „Þeir sem keppa í handahjólreiðum eru flestir með mænuskaða en á mismunandi skala, aðrir hafa misst fót eða fætur. Keppt er í nokkrum flokkum, eftir því hvernig fötlunin er. Sumir hafa ekki fullan styrk í höndum, aðrir eru með pínu styrk í fótum og svo skiptir máli hvort hægt er að nota bak- eða magavöðva upp á jafnvægið,“ segir Arna Sigríður sem hlaut mænuskaða er hún lenti í skíðaslysi í Noregi 2006 og er lömuð frá brjósti auk þess að hafa bara 75% lungnavirkni. Hún hefur lítið getað æft hjólreiðarnar úti við í vetur vegna hálku en hinsvegar stundað stífar styrktaræfingar fyrir handleggina og herðarnar. Arna Sigríður segir handahjólreiðar nýlega keppnisgrein sem sæki ört á, einkum í Evrópu, og stefni í að verða sú vinsælasta á Ólympíuleikum fyrir hreyfihamlaða. Sjálfa dreymir hana um þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro í september. Flestir þurfa vissan fjölda stiga úr keppnum á Evrópu- og heimsmótaröðum síðustu tveggja ára til að öðlast keppnisrétt. Hún kveðst hafa verið svo óheppin að vera frá keppni mikilvægustu mánuði síðasta árs vegna aðgerðar, er gallblaðran var fjarlægð í júní, svo hún sé ekki bjartsýn á að ná þeim stigum. En fimm keppendur í hverjum flokki komist inn án söfnunar stiga og búið sé að sækja um fyrir hana. Hvort hún hafi heppnina með sér skýrist í byrjun maí. Hvernig sem það fer stefnir hún á nokkrar keppnir í Mið-Evrópu snemma sumars. Eftir rúmlega 20 tíma ferð frá Abú Dabí gisti Arna Sigríður bara eina nótt í íbúð sinni hér syðra áður en hún hélt landleiðina vestur á Ísafjörð að halda páskahátíð með fjölskyldunni. Hún tók hjólið með til að taka nokkrar salibunur í Bolungarvíkurgöngunum.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira
Ég keppti í tveimur greinum á mótinu. Önnur var í tímatöku og þar var ég 13 sekúndum frá sigri. Hina vann ég, hún var í götuhjólreiðum, þá hjóluðu allir eins langt og þeir gátu á klukkutíma og svo einn hring að auki á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir um handahjólreiðakeppni sem hún tók þátt í í Abú Dabí og tilheyrir Evrópumótaröðinni. Á mótinu kepptu fimmtíu og fimm manns, þar af bara sex stúlkur. Um 30 stiga hiti var á mótsstað og voru það talsverð viðbrigði fyrir Íslendinginn. „Þeir sem keppa í handahjólreiðum eru flestir með mænuskaða en á mismunandi skala, aðrir hafa misst fót eða fætur. Keppt er í nokkrum flokkum, eftir því hvernig fötlunin er. Sumir hafa ekki fullan styrk í höndum, aðrir eru með pínu styrk í fótum og svo skiptir máli hvort hægt er að nota bak- eða magavöðva upp á jafnvægið,“ segir Arna Sigríður sem hlaut mænuskaða er hún lenti í skíðaslysi í Noregi 2006 og er lömuð frá brjósti auk þess að hafa bara 75% lungnavirkni. Hún hefur lítið getað æft hjólreiðarnar úti við í vetur vegna hálku en hinsvegar stundað stífar styrktaræfingar fyrir handleggina og herðarnar. Arna Sigríður segir handahjólreiðar nýlega keppnisgrein sem sæki ört á, einkum í Evrópu, og stefni í að verða sú vinsælasta á Ólympíuleikum fyrir hreyfihamlaða. Sjálfa dreymir hana um þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro í september. Flestir þurfa vissan fjölda stiga úr keppnum á Evrópu- og heimsmótaröðum síðustu tveggja ára til að öðlast keppnisrétt. Hún kveðst hafa verið svo óheppin að vera frá keppni mikilvægustu mánuði síðasta árs vegna aðgerðar, er gallblaðran var fjarlægð í júní, svo hún sé ekki bjartsýn á að ná þeim stigum. En fimm keppendur í hverjum flokki komist inn án söfnunar stiga og búið sé að sækja um fyrir hana. Hvort hún hafi heppnina með sér skýrist í byrjun maí. Hvernig sem það fer stefnir hún á nokkrar keppnir í Mið-Evrópu snemma sumars. Eftir rúmlega 20 tíma ferð frá Abú Dabí gisti Arna Sigríður bara eina nótt í íbúð sinni hér syðra áður en hún hélt landleiðina vestur á Ísafjörð að halda páskahátíð með fjölskyldunni. Hún tók hjólið með til að taka nokkrar salibunur í Bolungarvíkurgöngunum.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Sjá meira