Vann Evrópukeppni í handahjólreiðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2016 10:00 Arna Sigríður er eini Íslendingurinn sem keppir í handahjólreiðum og segir það vekja talsverða athygli erlendis. Vísir/Pjetur Ég keppti í tveimur greinum á mótinu. Önnur var í tímatöku og þar var ég 13 sekúndum frá sigri. Hina vann ég, hún var í götuhjólreiðum, þá hjóluðu allir eins langt og þeir gátu á klukkutíma og svo einn hring að auki á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir um handahjólreiðakeppni sem hún tók þátt í í Abú Dabí og tilheyrir Evrópumótaröðinni. Á mótinu kepptu fimmtíu og fimm manns, þar af bara sex stúlkur. Um 30 stiga hiti var á mótsstað og voru það talsverð viðbrigði fyrir Íslendinginn. „Þeir sem keppa í handahjólreiðum eru flestir með mænuskaða en á mismunandi skala, aðrir hafa misst fót eða fætur. Keppt er í nokkrum flokkum, eftir því hvernig fötlunin er. Sumir hafa ekki fullan styrk í höndum, aðrir eru með pínu styrk í fótum og svo skiptir máli hvort hægt er að nota bak- eða magavöðva upp á jafnvægið,“ segir Arna Sigríður sem hlaut mænuskaða er hún lenti í skíðaslysi í Noregi 2006 og er lömuð frá brjósti auk þess að hafa bara 75% lungnavirkni. Hún hefur lítið getað æft hjólreiðarnar úti við í vetur vegna hálku en hinsvegar stundað stífar styrktaræfingar fyrir handleggina og herðarnar. Arna Sigríður segir handahjólreiðar nýlega keppnisgrein sem sæki ört á, einkum í Evrópu, og stefni í að verða sú vinsælasta á Ólympíuleikum fyrir hreyfihamlaða. Sjálfa dreymir hana um þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro í september. Flestir þurfa vissan fjölda stiga úr keppnum á Evrópu- og heimsmótaröðum síðustu tveggja ára til að öðlast keppnisrétt. Hún kveðst hafa verið svo óheppin að vera frá keppni mikilvægustu mánuði síðasta árs vegna aðgerðar, er gallblaðran var fjarlægð í júní, svo hún sé ekki bjartsýn á að ná þeim stigum. En fimm keppendur í hverjum flokki komist inn án söfnunar stiga og búið sé að sækja um fyrir hana. Hvort hún hafi heppnina með sér skýrist í byrjun maí. Hvernig sem það fer stefnir hún á nokkrar keppnir í Mið-Evrópu snemma sumars. Eftir rúmlega 20 tíma ferð frá Abú Dabí gisti Arna Sigríður bara eina nótt í íbúð sinni hér syðra áður en hún hélt landleiðina vestur á Ísafjörð að halda páskahátíð með fjölskyldunni. Hún tók hjólið með til að taka nokkrar salibunur í Bolungarvíkurgöngunum.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Ég keppti í tveimur greinum á mótinu. Önnur var í tímatöku og þar var ég 13 sekúndum frá sigri. Hina vann ég, hún var í götuhjólreiðum, þá hjóluðu allir eins langt og þeir gátu á klukkutíma og svo einn hring að auki á Yas Marina Circuit kappakstursbrautinni,“ segir Arna Sigríður Albertsdóttir um handahjólreiðakeppni sem hún tók þátt í í Abú Dabí og tilheyrir Evrópumótaröðinni. Á mótinu kepptu fimmtíu og fimm manns, þar af bara sex stúlkur. Um 30 stiga hiti var á mótsstað og voru það talsverð viðbrigði fyrir Íslendinginn. „Þeir sem keppa í handahjólreiðum eru flestir með mænuskaða en á mismunandi skala, aðrir hafa misst fót eða fætur. Keppt er í nokkrum flokkum, eftir því hvernig fötlunin er. Sumir hafa ekki fullan styrk í höndum, aðrir eru með pínu styrk í fótum og svo skiptir máli hvort hægt er að nota bak- eða magavöðva upp á jafnvægið,“ segir Arna Sigríður sem hlaut mænuskaða er hún lenti í skíðaslysi í Noregi 2006 og er lömuð frá brjósti auk þess að hafa bara 75% lungnavirkni. Hún hefur lítið getað æft hjólreiðarnar úti við í vetur vegna hálku en hinsvegar stundað stífar styrktaræfingar fyrir handleggina og herðarnar. Arna Sigríður segir handahjólreiðar nýlega keppnisgrein sem sæki ört á, einkum í Evrópu, og stefni í að verða sú vinsælasta á Ólympíuleikum fyrir hreyfihamlaða. Sjálfa dreymir hana um þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra í Rio de Janeiro í september. Flestir þurfa vissan fjölda stiga úr keppnum á Evrópu- og heimsmótaröðum síðustu tveggja ára til að öðlast keppnisrétt. Hún kveðst hafa verið svo óheppin að vera frá keppni mikilvægustu mánuði síðasta árs vegna aðgerðar, er gallblaðran var fjarlægð í júní, svo hún sé ekki bjartsýn á að ná þeim stigum. En fimm keppendur í hverjum flokki komist inn án söfnunar stiga og búið sé að sækja um fyrir hana. Hvort hún hafi heppnina með sér skýrist í byrjun maí. Hvernig sem það fer stefnir hún á nokkrar keppnir í Mið-Evrópu snemma sumars. Eftir rúmlega 20 tíma ferð frá Abú Dabí gisti Arna Sigríður bara eina nótt í íbúð sinni hér syðra áður en hún hélt landleiðina vestur á Ísafjörð að halda páskahátíð með fjölskyldunni. Hún tók hjólið með til að taka nokkrar salibunur í Bolungarvíkurgöngunum.Greinin/fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. mars.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira