Fermingum hefur fækkað um rúma tíund Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2016 07:00 Séra Gísli Jónasson, prófastur við Breiðholtskirkju vísir/valli Á síðustu sex árum hefur fermingarbörnum þjóðkirkjunnar fækkað verulega. Þar sem þjóðkirkjan tekur ekki saman fjölda fermingarbarna eða aðra tölfræði tengda fermingum brá blaðamaður á það ráð að telja fermingarbörn í fermingarblaði Morgunblaðsins árið 2010 og árið 2016. Í þessum samanburði voru eingöngu kirkjur teknar með sem sendu upplýsingar um fjölda fermingarbarna bæði árin en það voru 47 kirkjur, þar af nær allar sóknir á höfuðborgarsvæðinu. Allar kirkjurnar í könnuninni eru innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er að 2.229 börn fermast í ár í þessum tilteknu kirkjum en árið 2010 voru þau 2.676. Það er 17 prósenta fækkun en ef leiðrétt er fyrir minni árgang fermingarbarna í ár en fyrir sex árum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, er niðurstaðan um tólf prósenta fækkun. Í aðeins sjö sóknum hefur fermingarbörnum fjölgað og það óverulega í flestum tilfellum. Lindakirkja í Kópavogi er eina sóknin sem hefur sótt verulega í sig veðrið en þar er um 20 prósenta fjölgun að ræða. Fækkunin er aftur móti mest í Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Í Grafarvogi hefur fermingarbörnum fækkað um tæp fjörutíu prósent en þau eru helmingi færri í Hafnarfjarðarkirkju í ár en fyrir sex árum, hefur fækkað úr 167 í 82.Fækkun fermingarbarna er mest í Grafarvogs- og Hafnarfjarðarkirkju samkvæmt talningu á fermingarbörnum árin 2010 og 2016. Fréttablaðið/Stefán„Ég kann ekki skýringu á þessari miklu breytingu á þessu tímabili,“ segir sr. Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarfjarðarkirkju en hún starfaði ekki við kirkjuna frá 2003 til 2010. „Fyrir 2003 var algengt að börnin væru vel á annað hundrað. En undanfarin ár hafa þau verið í kringum áttatíu.“ Sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju segir helstu ástæðuna fyrir að fækkað hafi fermingarbörnum í hans sókn vera þá að innflytjendum fjölgar hratt í hverfinu. „Flest börnin sem eru af erlendu bergi brotin eru kaþólsk og fermast því ekki hjá okkur. Um leið hlýtur að teljast eðlilegt að þjóðkirkjuhlutfallið lækki. Einnig hefur börnum fækkað mjög hratt í hverfinu. Það voru 1.500 börn í Breiðholtsskóla þegar mest var en nú eru innan við 400 börn í skólanum.“ Ekki er þó hægt að skýra fækkun um fjögur hundruð börn með fermingum í kaþólsku kirkjunni eða borgaralegri fermingu. Á þessu sex ára tímabili hafa 150 fleiri börn fermst borgaralega en kaþólskum fermingum hefur í raun fækkað frá árinu 2007 þegar þær náðu hámarki. Börn og uppeldi Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Á síðustu sex árum hefur fermingarbörnum þjóðkirkjunnar fækkað verulega. Þar sem þjóðkirkjan tekur ekki saman fjölda fermingarbarna eða aðra tölfræði tengda fermingum brá blaðamaður á það ráð að telja fermingarbörn í fermingarblaði Morgunblaðsins árið 2010 og árið 2016. Í þessum samanburði voru eingöngu kirkjur teknar með sem sendu upplýsingar um fjölda fermingarbarna bæði árin en það voru 47 kirkjur, þar af nær allar sóknir á höfuðborgarsvæðinu. Allar kirkjurnar í könnuninni eru innan þjóðkirkjunnar. Niðurstaðan er að 2.229 börn fermast í ár í þessum tilteknu kirkjum en árið 2010 voru þau 2.676. Það er 17 prósenta fækkun en ef leiðrétt er fyrir minni árgang fermingarbarna í ár en fyrir sex árum, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands, er niðurstaðan um tólf prósenta fækkun. Í aðeins sjö sóknum hefur fermingarbörnum fjölgað og það óverulega í flestum tilfellum. Lindakirkja í Kópavogi er eina sóknin sem hefur sótt verulega í sig veðrið en þar er um 20 prósenta fjölgun að ræða. Fækkunin er aftur móti mest í Grafarvogskirkju og Hafnarfjarðarkirkju. Í Grafarvogi hefur fermingarbörnum fækkað um tæp fjörutíu prósent en þau eru helmingi færri í Hafnarfjarðarkirkju í ár en fyrir sex árum, hefur fækkað úr 167 í 82.Fækkun fermingarbarna er mest í Grafarvogs- og Hafnarfjarðarkirkju samkvæmt talningu á fermingarbörnum árin 2010 og 2016. Fréttablaðið/Stefán„Ég kann ekki skýringu á þessari miklu breytingu á þessu tímabili,“ segir sr. Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarfjarðarkirkju en hún starfaði ekki við kirkjuna frá 2003 til 2010. „Fyrir 2003 var algengt að börnin væru vel á annað hundrað. En undanfarin ár hafa þau verið í kringum áttatíu.“ Sr. Gísli Jónasson í Breiðholtskirkju segir helstu ástæðuna fyrir að fækkað hafi fermingarbörnum í hans sókn vera þá að innflytjendum fjölgar hratt í hverfinu. „Flest börnin sem eru af erlendu bergi brotin eru kaþólsk og fermast því ekki hjá okkur. Um leið hlýtur að teljast eðlilegt að þjóðkirkjuhlutfallið lækki. Einnig hefur börnum fækkað mjög hratt í hverfinu. Það voru 1.500 börn í Breiðholtsskóla þegar mest var en nú eru innan við 400 börn í skólanum.“ Ekki er þó hægt að skýra fækkun um fjögur hundruð börn með fermingum í kaþólsku kirkjunni eða borgaralegri fermingu. Á þessu sex ára tímabili hafa 150 fleiri börn fermst borgaralega en kaþólskum fermingum hefur í raun fækkað frá árinu 2007 þegar þær náðu hámarki.
Börn og uppeldi Fermingar Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira