Bíó og sjónvarp

Nýtt myndband úr sjöttu seríu Game of Thrones

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er allt á fullu í nýju myndbroti sem gefur innsýn í hvað gerist í næstu þáttaröð.
Það er allt á fullu í nýju myndbroti sem gefur innsýn í hvað gerist í næstu þáttaröð. Mynd/Skjáskot
Spoiler viðvörun! Ef lesendur hafa ekki horft á fimmtu seríu Game of Thrones þáttanna og/eða vilja ekki vita um mögulegan söguþráð sjöttu seríu er mælt með því að ekki verði lesið lengra.

Hér að neðan má sjá myndir úr sjöttu þáttaröðinni en þær geta gefið vísbendingar um framhaldið.

Síðasti séns.

HBO hefur birt glænýtt myndbrot úr sjöttu seríu þáttanna Game of Thrones sem sýndir eru á Stöð 2.

Í myndbrotinu er lítið gefið upp um söguþráðinn, en eins og aðdáendur þáttanna þekkja verður þetta fyrsta þáttaröðin sem fer fram úr bókaröð George R. R. Martin, sem hingað til hefur getað veitt vísbendingar um hvað gerist í þáttunum. Þó mun áhorfendum sennilega þykja nægilega spennandi í bili að sjá helstu persónum bregða fyrir í nýju stiklunni.

Þann 24. apríl hefst sjötta sería af þáttunum Game of Thrones og verða þeir sýndir á Stöð 2 á sama tíma og í Bandaríkjunum.

Einnig verða þættirnir sýndir á hefðbundnum tíma á mánudagskvöldinu daginn eftir. Um er að ræða vinsælustu þætti heims og bíða aðdáendur þeirra í ofvæni eftir hverjum þeirra.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×