Innlent

Tvö af ellefu hrefnu­veiði­fyrir­tækjum gjaldþrota

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Á fjórða hundrað hrefnur hafa verið veiddar í Faxaflóa síðan árið 2007, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Inga.
Á fjórða hundrað hrefnur hafa verið veiddar í Faxaflóa síðan árið 2007, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Inga. Vísir/Ernir
Tvö af ellefu hvalveiðifyrirtækjum sem gerðu út á árunum 2007 til 2015 eru gjaldþrota. Rúmlega helmingur fyrirtækjanna hefur hætt starfsemi. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, við fyrirspurn frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna.

Í svarinu kemur einnig fram að samtals veiddust 335 hrefnur Faxaflóasvæðinu á þessu tímabili. Flest dýrin veiddust árið 2010 þegar 59 hrefnur voru veiddar. Flestar af þeim hrefnum sem veiddust á tímabilinu á svæðinu, eða 321 veiddust á svæði sem markað er með línu á milli Garðskagavita og Arnarstapa á Snæfellsnesi. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.