Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2016 09:00 Tveir karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklum peningaþvætti. Vísir/GVA Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklu misferli með peninga. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Heildarupphæðin sem um ræðir er í kringum 50 milljónir króna og teygir hluti málsins sig út fyrir landsteinana. Samkvæmt heimildum Vísis snýr rannsóknin meðal annars að peningaþvætti með millifærslum á milli landa. Í liðinni viku mun ein slík færsla hafa þótt grunsamleg og verið flögguð í bankakerfinu. Í framhaldinu var lögreglu gert viðvart, bankareikningum viðkomandi lokað og fólk boðað til skýrslutöku. Fólkið var svo úrskurðað í gæsluvarðhald á föstudaginn á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þau verða að óbreyttu í einangrun í viku eða fram á fimmtudag.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti.Vísir/GVAVeikar varnir gegn peningaþvætti á ÍslandiÓlafur Þór sagði í viðtali í Fréttablaðinu í janúar að Ísland þyrfti að standa sig betur í aðgerðum gegn peningaþvætti. Varnirnar hér á landi væru of litlar. Borist hefðu athugasemdir vegna of veikra varna Íslands frá framkvæmdahópnum Financial Action Task Force.Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum. Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklu misferli með peninga. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Heildarupphæðin sem um ræðir er í kringum 50 milljónir króna og teygir hluti málsins sig út fyrir landsteinana. Samkvæmt heimildum Vísis snýr rannsóknin meðal annars að peningaþvætti með millifærslum á milli landa. Í liðinni viku mun ein slík færsla hafa þótt grunsamleg og verið flögguð í bankakerfinu. Í framhaldinu var lögreglu gert viðvart, bankareikningum viðkomandi lokað og fólk boðað til skýrslutöku. Fólkið var svo úrskurðað í gæsluvarðhald á föstudaginn á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þau verða að óbreyttu í einangrun í viku eða fram á fimmtudag.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti.Vísir/GVAVeikar varnir gegn peningaþvætti á ÍslandiÓlafur Þór sagði í viðtali í Fréttablaðinu í janúar að Ísland þyrfti að standa sig betur í aðgerðum gegn peningaþvætti. Varnirnar hér á landi væru of litlar. Borist hefðu athugasemdir vegna of veikra varna Íslands frá framkvæmdahópnum Financial Action Task Force.Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Sjá meira