Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2016 09:00 Tveir karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklum peningaþvætti. Vísir/GVA Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklu misferli með peninga. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Heildarupphæðin sem um ræðir er í kringum 50 milljónir króna og teygir hluti málsins sig út fyrir landsteinana. Samkvæmt heimildum Vísis snýr rannsóknin meðal annars að peningaþvætti með millifærslum á milli landa. Í liðinni viku mun ein slík færsla hafa þótt grunsamleg og verið flögguð í bankakerfinu. Í framhaldinu var lögreglu gert viðvart, bankareikningum viðkomandi lokað og fólk boðað til skýrslutöku. Fólkið var svo úrskurðað í gæsluvarðhald á föstudaginn á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þau verða að óbreyttu í einangrun í viku eða fram á fimmtudag.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti.Vísir/GVAVeikar varnir gegn peningaþvætti á ÍslandiÓlafur Þór sagði í viðtali í Fréttablaðinu í janúar að Ísland þyrfti að standa sig betur í aðgerðum gegn peningaþvætti. Varnirnar hér á landi væru of litlar. Borist hefðu athugasemdir vegna of veikra varna Íslands frá framkvæmdahópnum Financial Action Task Force.Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklu misferli með peninga. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Heildarupphæðin sem um ræðir er í kringum 50 milljónir króna og teygir hluti málsins sig út fyrir landsteinana. Samkvæmt heimildum Vísis snýr rannsóknin meðal annars að peningaþvætti með millifærslum á milli landa. Í liðinni viku mun ein slík færsla hafa þótt grunsamleg og verið flögguð í bankakerfinu. Í framhaldinu var lögreglu gert viðvart, bankareikningum viðkomandi lokað og fólk boðað til skýrslutöku. Fólkið var svo úrskurðað í gæsluvarðhald á föstudaginn á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þau verða að óbreyttu í einangrun í viku eða fram á fimmtudag.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti.Vísir/GVAVeikar varnir gegn peningaþvætti á ÍslandiÓlafur Þór sagði í viðtali í Fréttablaðinu í janúar að Ísland þyrfti að standa sig betur í aðgerðum gegn peningaþvætti. Varnirnar hér á landi væru of litlar. Borist hefðu athugasemdir vegna of veikra varna Íslands frá framkvæmdahópnum Financial Action Task Force.Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels