„Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag“ Una Sighvatsdóttir skrifar 6. mars 2016 19:25 Nú eru tæpar 16 vikur þar til nýr forseti verður kjörinn á Bessastaði. Fáir hafa enn staðfst framboð sitt, en sagan sýnir að mars er sá mánuður sem sigurstranglegustu frambjóðendurnir koma fram. Svo nú fer hver að verða síðastur. Það sem af er marsmánuði hafa tveir stigið fram og boðið sig fram til embættis forseta. Sá fyrri er Heimir Örn Hólmarsson, 36 ára rafmagnstæknifræðingur. Í dag bættist svo í hópinn Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi sjúkrahúsprestur.Áskorun sem vatt upp á sig Stuðningsmenn Vigfúsar boðuðu til fundar á Hótel Borg þar sem þeir afhentu Vigfúsi 500 undirskriftir með áskorun um framboð, og Vigfús og eiginkona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir, tóku áskoruninni. „Hugmyndin var alls ekki okkar hjóna, alls ekki, en svo vatt þetta svona upp á sig og nú finnst okkur þetta orðið það stórt að okkkur langar að fara í þessa vegferð og sjá hvað gerist," sagði Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum áskorunarfundinum í dag. Vigfús Bjarni er guðfræðingur að mennt og starfar á Landspítalanum. Hann kemur því úr allt annarri átt en sitjandi forseti og áherslur hans eru ekki pólitískar.Lítur á kosningabaráttuna sem ferðalag „Ef ég yrði valin þá vona ég að ég hafi hugrekki tl að ganga fram og leiða það sem er sameiginlegt í okkar þjóðarsál, að vilja standa vörð um heilbrigðiskerfið og eldri borgara og þetta daglega líf okkar. Mig langar til þess að vera hluti af þessu og tala um þetta og minna á þetta.“Og þú ert tilbúinn í slaginn? „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag," sagði Vigfús Bjarni brosandi. Alls hafa nú átta manns opinberlega sóst eftir forsetaembættinu, en einnig hafa þær Salvör Nordal og Katrín Jakobsdóttir sagst íhuga málið alvarlega auk þess sem Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Nú eru tæpar 16 vikur þar til nýr forseti verður kjörinn á Bessastaði. Fáir hafa enn staðfst framboð sitt, en sagan sýnir að mars er sá mánuður sem sigurstranglegustu frambjóðendurnir koma fram. Svo nú fer hver að verða síðastur. Það sem af er marsmánuði hafa tveir stigið fram og boðið sig fram til embættis forseta. Sá fyrri er Heimir Örn Hólmarsson, 36 ára rafmagnstæknifræðingur. Í dag bættist svo í hópinn Vigfús Bjarni Albertsson, starfandi sjúkrahúsprestur.Áskorun sem vatt upp á sig Stuðningsmenn Vigfúsar boðuðu til fundar á Hótel Borg þar sem þeir afhentu Vigfúsi 500 undirskriftir með áskorun um framboð, og Vigfús og eiginkona hans Valdís Ösp Ívarsdóttir, tóku áskoruninni. „Hugmyndin var alls ekki okkar hjóna, alls ekki, en svo vatt þetta svona upp á sig og nú finnst okkur þetta orðið það stórt að okkkur langar að fara í þessa vegferð og sjá hvað gerist," sagði Vigfús Bjarni í samtali við fréttastofu að loknum áskorunarfundinum í dag. Vigfús Bjarni er guðfræðingur að mennt og starfar á Landspítalanum. Hann kemur því úr allt annarri átt en sitjandi forseti og áherslur hans eru ekki pólitískar.Lítur á kosningabaráttuna sem ferðalag „Ef ég yrði valin þá vona ég að ég hafi hugrekki tl að ganga fram og leiða það sem er sameiginlegt í okkar þjóðarsál, að vilja standa vörð um heilbrigðiskerfið og eldri borgara og þetta daglega líf okkar. Mig langar til þess að vera hluti af þessu og tala um þetta og minna á þetta.“Og þú ert tilbúinn í slaginn? „Ég ætla ekki í neinn slag, ég ætla í ferðalag," sagði Vigfús Bjarni brosandi. Alls hafa nú átta manns opinberlega sóst eftir forsetaembættinu, en einnig hafa þær Salvör Nordal og Katrín Jakobsdóttir sagst íhuga málið alvarlega auk þess sem Össur Skarphéðinsson er sterklega orðaður við framboð.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58 Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08 Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Vigfús Bjarni býður sig fram til forseta Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur, tilkynnti um framboð sitt til forseta Íslands á Hótel Borg í dag. 6. mars 2016 14:58
Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands. 3. mars 2016 09:08
Heimir Örn býður sig fram til forseta Heimir Örn Hólmarsson, rafmagnstæknifræðingur, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands en kosningar fara fram þann 25. júní næstkomandi. 4. mars 2016 08:45