Álversdeilan: Aldrei kynnst annarri eins hörku Heimir Már Pétursson skrifar 23. febrúar 2016 14:02 Talsmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík segist aldrei hafa kynnst annarri eins hörku og fyrirtækið sýni starfsmönnum í deilu þeirra við álverið. Félagsdómur tekur fyrir kæru álversins á boðuðu útflutningsbanni starfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Félagsdómur kemur saman klukkan hálf fimm í dag til að meta lögmæti útflutnngsbannsins. Skipað er vikulega út frá Straumsvík um fjögur þúsund tonnum af áli í hvert sinn. Gylfi Ingvarsson talsmaður starfsmanna reiknar með að dómur liggi fyrir fljótlega í kvöld eða áður en aðgerðir eiga að hefjast á miðnætti. Verkalýðsfélögin telja að boðað hafi verið til aðgerðanna með löglegum hætti og lögmenn telji fordæmi vera fyrir aðgerðum sem þessum. Gylfi segir hörkuna í deilunni mikla. „Við höfum aldrei kynnst neinu þessu líkt áður. Menn hafa alltaf haft stöðu til að setjast niður og ræða málin og finna lausnir. En í þessari stöðu hefur það ekki verið. Ef við höfum náð að komast að þeim til að ræða efnislega um þetta helsta ágreiningsmál hafa þeir alltaf dregið upp sínar ítrustu kröfur. Þannig að þetta lyktar svolítið af því að þeir vilji ekki semja,“ segir Gylfa. Ef dómur falli verkalýðshreyfingunni ekki í vil verði mögulegir vankantar einfaldlega sniðnir af og boðað til aðgerða á nýjan leik. „Mér skilst að þeir séu búnir að hafa upp á aðalforstjóranum. Hann var víst týndur í skíðaferðalagi eftir sem okkur var sagt. Eins trúlegt og það er, að það sé ekki hægt að ná í menn. En upphaflega báðu þeir um frestun á verkfalli þannig að þeir mátu það í upphafi að það væri löglegt. Svo þegar því var hafnað var farin þessi leið. Þannig að þetta er einkennilegur skollaleikur,“ segir Gylfi Ingvarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Talsmaður starfsmanna í álverinu í Straumsvík segist aldrei hafa kynnst annarri eins hörku og fyrirtækið sýni starfsmönnum í deilu þeirra við álverið. Félagsdómur tekur fyrir kæru álversins á boðuðu útflutningsbanni starfsmanna sem á að hefjast á miðnætti. Félagsdómur kemur saman klukkan hálf fimm í dag til að meta lögmæti útflutnngsbannsins. Skipað er vikulega út frá Straumsvík um fjögur þúsund tonnum af áli í hvert sinn. Gylfi Ingvarsson talsmaður starfsmanna reiknar með að dómur liggi fyrir fljótlega í kvöld eða áður en aðgerðir eiga að hefjast á miðnætti. Verkalýðsfélögin telja að boðað hafi verið til aðgerðanna með löglegum hætti og lögmenn telji fordæmi vera fyrir aðgerðum sem þessum. Gylfi segir hörkuna í deilunni mikla. „Við höfum aldrei kynnst neinu þessu líkt áður. Menn hafa alltaf haft stöðu til að setjast niður og ræða málin og finna lausnir. En í þessari stöðu hefur það ekki verið. Ef við höfum náð að komast að þeim til að ræða efnislega um þetta helsta ágreiningsmál hafa þeir alltaf dregið upp sínar ítrustu kröfur. Þannig að þetta lyktar svolítið af því að þeir vilji ekki semja,“ segir Gylfa. Ef dómur falli verkalýðshreyfingunni ekki í vil verði mögulegir vankantar einfaldlega sniðnir af og boðað til aðgerða á nýjan leik. „Mér skilst að þeir séu búnir að hafa upp á aðalforstjóranum. Hann var víst týndur í skíðaferðalagi eftir sem okkur var sagt. Eins trúlegt og það er, að það sé ekki hægt að ná í menn. En upphaflega báðu þeir um frestun á verkfalli þannig að þeir mátu það í upphafi að það væri löglegt. Svo þegar því var hafnað var farin þessi leið. Þannig að þetta er einkennilegur skollaleikur,“ segir Gylfi Ingvarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Tengdar fréttir Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07 Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35 Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Álversdeilan: „Fyrirtækinu er meinað að búa við íslenskan veruleika“ Forsvarsmenn ISAL segja kjaradeiluna hafa valdið álverinu töluverðu tjóni og stofnað sölusamningum fyrirtækisins í tvísýnu. 7. janúar 2016 16:07
Álversdeilan: Ræðst í næstu viku hvort gripið verði til aðgerða Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík segjast ætla að grípa til aðgerða nái fyrirskipun forstjórans um launafrystingu fram að ganga. 4. febrúar 2016 11:35
Álversdeilan: Starfsmenn hyggjast grípa til aðgerða Yfirvinnu- og útflutningsbann kemur til greina, sem og allsherjarverkfall. 9. febrúar 2016 12:17