Óttaslegnir íbúar vígbúast í Móabarði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2016 07:00 Á einni viku var tvisvar ráðist inn á heimili sömu konunnar í Móabarði og hún beitt alvarlegu kynferðislegu ofbeldi. vísir/vilhelm Síðustu vikuna hafa tvær, að því virðist tilefnislausar, árásir verið gerðar á sömu konuna í Móabarði í Hafnarfirði. Fréttablaðið heyrði hljóðið í nokkrum nágrönnum konunnar en enginn vildi koma fram undir nafni enda fólk óttaslegið. Þeir eru undrandi yfir að ekki sé búið að yfirheyra alla í götunni. Til að mynda hafi ekki verið rætt við fólk sem býr í sama húsi og konan eða fólk í nærliggjandi húsum. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar fer með rannsókn málsins og leitar að karlmanni sem grunaður er um brotin. Lýst hefur verið eftir honum í fjölmiðlum en ekki er vitað hver maðurinn er. Í fyrri árás virðist maðurinn hafa villt á sér heimildir. Hann sagðist vera frá Orkuveitunni og þóttist ætla að lesa á mæla. Síðari árásin var gerð tæpri viku síðar, í fyrsta skipti sem konan var ein heima frá fyrri árásinni en maðurinn hennar brá sér frá í hálftíma. Einn nágranninn bendir á að það séu ekki margir staðir fyrir utan húsið til að liggja í leyni og njósna um konuna. Segir hann að hægast sé fyrir nágranna að fylgjast með og því ættu nágrannarnir að liggja undir grun. „Mér væri slétt sama þótt ég væri grunaður. Komið bara og talið við okkur,“ segir hann. Mikil spenna ríkir í hverfinu og margir finna til óöryggis „Fólk er búið að gera varúðarráðstafanir. Menn eru að hlaða haglabyssurnar.“ Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé verið að tala við fólk en vill ekki tjá sig frekar um yfirheyrslur lögreglunnar. Við erum að vinna úr þeim fáu vísbendingum sem lögreglan hefur,“ segir hann en það eina sem lögreglan hefur í höndunum er takmörkuð lýsing á manninum frá fórnarlambinu sjálfu. Aðspurður af hverju konan hafi ekki verið undir eftirliti eftir fyrstu árásina og hvort hún sé með vernd núna segir Árni gagnlaust að upplýsa um slíkt. „Við höfum gripið til ráðstafana sem ég get ekki farið út í að lýsa.“ En eruð þið bókstaflega að leita að manninum? Með öllu tiltæku liði? „Við erum að rannsaka gögn,“ svarar Árni. Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Síðustu vikuna hafa tvær, að því virðist tilefnislausar, árásir verið gerðar á sömu konuna í Móabarði í Hafnarfirði. Fréttablaðið heyrði hljóðið í nokkrum nágrönnum konunnar en enginn vildi koma fram undir nafni enda fólk óttaslegið. Þeir eru undrandi yfir að ekki sé búið að yfirheyra alla í götunni. Til að mynda hafi ekki verið rætt við fólk sem býr í sama húsi og konan eða fólk í nærliggjandi húsum. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar fer með rannsókn málsins og leitar að karlmanni sem grunaður er um brotin. Lýst hefur verið eftir honum í fjölmiðlum en ekki er vitað hver maðurinn er. Í fyrri árás virðist maðurinn hafa villt á sér heimildir. Hann sagðist vera frá Orkuveitunni og þóttist ætla að lesa á mæla. Síðari árásin var gerð tæpri viku síðar, í fyrsta skipti sem konan var ein heima frá fyrri árásinni en maðurinn hennar brá sér frá í hálftíma. Einn nágranninn bendir á að það séu ekki margir staðir fyrir utan húsið til að liggja í leyni og njósna um konuna. Segir hann að hægast sé fyrir nágranna að fylgjast með og því ættu nágrannarnir að liggja undir grun. „Mér væri slétt sama þótt ég væri grunaður. Komið bara og talið við okkur,“ segir hann. Mikil spenna ríkir í hverfinu og margir finna til óöryggis „Fólk er búið að gera varúðarráðstafanir. Menn eru að hlaða haglabyssurnar.“ Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að það sé verið að tala við fólk en vill ekki tjá sig frekar um yfirheyrslur lögreglunnar. Við erum að vinna úr þeim fáu vísbendingum sem lögreglan hefur,“ segir hann en það eina sem lögreglan hefur í höndunum er takmörkuð lýsing á manninum frá fórnarlambinu sjálfu. Aðspurður af hverju konan hafi ekki verið undir eftirliti eftir fyrstu árásina og hvort hún sé með vernd núna segir Árni gagnlaust að upplýsa um slíkt. „Við höfum gripið til ráðstafana sem ég get ekki farið út í að lýsa.“ En eruð þið bókstaflega að leita að manninum? Með öllu tiltæku liði? „Við erum að rannsaka gögn,“ svarar Árni.
Líkamsárás í Móabarði Tengdar fréttir Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30 Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33 Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Sjá meira
Grunaður um árás á konu á heimili hennar Lögregla leitar árásarmannsins en konan var ein heima hjá sér með ungbarn á mánudagsmorgun þegar bankað var á dyrnar. 18. febrúar 2016 11:30
Konan nýtur nú verndar Grunur leikur á að sami maður hafi í tvígang ráðist á konu á heimili hennar í Móabarði í Hafnarfirði. 22. febrúar 2016 21:33
Fjölmennt lið lögreglu aftur kallað út í Móabarð Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um alvarlega líkamsárás síðastliðinn mánudag. 22. febrúar 2016 10:23