Marsspá Siggu Kling – Sporðdreki: Þolinmæðin mun leysa vandamálin 26. febrúar 2016 09:00 Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Dugnaður er sterkasti krafturinn þinn í gegnum marsmánuð og þú þarft að vera í eins miklu jafnvægi og þú getur í öllum þessum dugnaði. Það er svo mikilvægt að sofa, hvíla sig, vakna hægt og rólega og vera eins mikið heima og þú getur, fyrir utan vinnu, eða skóla eða annað sem þú þarft að vera að brasa í þessum blessaða mánuði sem þú ert að hefja. Þolinmæði þín er að skila þér góðri útkomu. Og alveg sama hvaða vandamál eru í kringum þig núna þá er það þolinmæðin sem mun leysa þau fyrir þig. Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólkið þitt elskar þig en þú hefur áhyggjur af því að aðrir dæmi þig út af þessu eða hinu og þess vegna er mottóið þitt í þessum mánuði: Það er bannað að dæma. Þeir sem dæma aðra eru með lítið sjálfstraust og alls ekki skemmtilega fólkið. Þú munt sýna öðrum hvað þú ert sterkur andlega með því að halda bara áfram sama hvað á móti blæs, því það er bara hraðahindrun og þú þarft aðeins að hægja á þér til þess að komast klakklaust yfir. Þú þarft að beina ástríðu þinni núna í nákvæmlega það sem þú vilt. Þú ert búinn að vera hugsa of mikið út og suður og finnast eins og þú þurfir að vera allstaðar og allt í öllu en einbeittu þér að einu í einu. Ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu vita það að ástin kemur á hárréttum tíma og þegar ástin kemur þá veistu hvað er rétt. Þú munt finna að þú verður alveg pollrólegur og öruggur með allt í kringum þig. Það er nefnilega ekki ást þegar að fæturnir kikna undan þér og þú færð illt í magann. Það er hræðsla. Í ástinni þarft þú að hafa besta vin sem maka því þú ert svo mikill bardagamaður að annað hæfir þér ekki. Þú ert að fara inn í farsælt tímabil með fjölskyldu þinni og viska þín mun gefa þér öryggi og skapa þér meiri vináttu. Ef það er búið að vera einhver deyfð yfir þér þá ert þú á rangri leið. Þú þarft að sjá hvað það er sem gerir þig hamingjusaman og þá færðu kraftinn til að finna réttu leiðina.Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Mótandi reynsla að upplifa dauðann Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Fleiri fréttir Mótandi reynsla að upplifa dauðann Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Sjá meira
Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Dugnaður er sterkasti krafturinn þinn í gegnum marsmánuð og þú þarft að vera í eins miklu jafnvægi og þú getur í öllum þessum dugnaði. Það er svo mikilvægt að sofa, hvíla sig, vakna hægt og rólega og vera eins mikið heima og þú getur, fyrir utan vinnu, eða skóla eða annað sem þú þarft að vera að brasa í þessum blessaða mánuði sem þú ert að hefja. Þolinmæði þín er að skila þér góðri útkomu. Og alveg sama hvaða vandamál eru í kringum þig núna þá er það þolinmæðin sem mun leysa þau fyrir þig. Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólkið þitt elskar þig en þú hefur áhyggjur af því að aðrir dæmi þig út af þessu eða hinu og þess vegna er mottóið þitt í þessum mánuði: Það er bannað að dæma. Þeir sem dæma aðra eru með lítið sjálfstraust og alls ekki skemmtilega fólkið. Þú munt sýna öðrum hvað þú ert sterkur andlega með því að halda bara áfram sama hvað á móti blæs, því það er bara hraðahindrun og þú þarft aðeins að hægja á þér til þess að komast klakklaust yfir. Þú þarft að beina ástríðu þinni núna í nákvæmlega það sem þú vilt. Þú ert búinn að vera hugsa of mikið út og suður og finnast eins og þú þurfir að vera allstaðar og allt í öllu en einbeittu þér að einu í einu. Ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu vita það að ástin kemur á hárréttum tíma og þegar ástin kemur þá veistu hvað er rétt. Þú munt finna að þú verður alveg pollrólegur og öruggur með allt í kringum þig. Það er nefnilega ekki ást þegar að fæturnir kikna undan þér og þú færð illt í magann. Það er hræðsla. Í ástinni þarft þú að hafa besta vin sem maka því þú ert svo mikill bardagamaður að annað hæfir þér ekki. Þú ert að fara inn í farsælt tímabil með fjölskyldu þinni og viska þín mun gefa þér öryggi og skapa þér meiri vináttu. Ef það er búið að vera einhver deyfð yfir þér þá ert þú á rangri leið. Þú þarft að sjá hvað það er sem gerir þig hamingjusaman og þá færðu kraftinn til að finna réttu leiðina.Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Mótandi reynsla að upplifa dauðann Lífið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Fleiri fréttir Mótandi reynsla að upplifa dauðann Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Sjá meira