Bjó til síðu um skaðsemi kannabisefna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 1. mars 2016 07:00 Arnar Jónsson deildarlæknir Sumarið eftir fjórða ár í læknisfræði réði Arnar Jan Jónsson sig á fíknigeðdeild. Deildin sér um meðhöndlun fólks sem er með geðsjúkdóm samhliða fíknisjúkdómi. Hluti af starfi Arnars var að fara yfir fíknisögu og notkun sjúklinganna á öðrum lyfjum. Þá áttaði hann sig á því að mikill misskilningur ríkti um kannabisefni. „Ég uppgötvaði að fólk leit ekki á kannabis sem raunverulegt fíkniefni. Það setti efnið í sérhillu. Það fannst mér afar áhugavert og fór í framhaldinu að kynna mér kannabis. Fólk gerir sér engan veginn grein fyrir hversu skaðlegt efnið getur verið,“ segir Arnar, sem reyndi að fræða sjúklingana á deildinni en með afar litlum árangri. „Þeir meðtóku ekki það sem ég sagði. Þannig að ég fór að leita að fræðsluefni en fann bara leiðbeiningar um hvernig ætti að nota efnið.“Þessi skortur á fræðsluefni varð til þess að Arnar ákvað að búa til heimasíðu um skaðsemi kannabiss í samstarfi við Engilbert Sigurðsson og fleiri samverkamenn. Síðan er nú komin í loftið og slóðin er einfaldlega kannabis.is. Á síðunni er farið yfir skaðsemi kannabiss á líkama og huga. Greinarnar eru auðlesnar og byggðar á vísindalegum rannsóknum. „Margir telja efnið skaðlaust og eru ekki meðvitaðir um hætturnar sem geta fylgt því að reykja kannabis, til dæmis á miðtaugakerfið og hættuna á geðrofi. Einnig eru margir sem telja að kannabis geti ekki verið ávanabindandi en rannsóknir sýna það. Flestar sýna að einn af hverjum tíu sem prófa efnið verði háður því.“ Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Sumarið eftir fjórða ár í læknisfræði réði Arnar Jan Jónsson sig á fíknigeðdeild. Deildin sér um meðhöndlun fólks sem er með geðsjúkdóm samhliða fíknisjúkdómi. Hluti af starfi Arnars var að fara yfir fíknisögu og notkun sjúklinganna á öðrum lyfjum. Þá áttaði hann sig á því að mikill misskilningur ríkti um kannabisefni. „Ég uppgötvaði að fólk leit ekki á kannabis sem raunverulegt fíkniefni. Það setti efnið í sérhillu. Það fannst mér afar áhugavert og fór í framhaldinu að kynna mér kannabis. Fólk gerir sér engan veginn grein fyrir hversu skaðlegt efnið getur verið,“ segir Arnar, sem reyndi að fræða sjúklingana á deildinni en með afar litlum árangri. „Þeir meðtóku ekki það sem ég sagði. Þannig að ég fór að leita að fræðsluefni en fann bara leiðbeiningar um hvernig ætti að nota efnið.“Þessi skortur á fræðsluefni varð til þess að Arnar ákvað að búa til heimasíðu um skaðsemi kannabiss í samstarfi við Engilbert Sigurðsson og fleiri samverkamenn. Síðan er nú komin í loftið og slóðin er einfaldlega kannabis.is. Á síðunni er farið yfir skaðsemi kannabiss á líkama og huga. Greinarnar eru auðlesnar og byggðar á vísindalegum rannsóknum. „Margir telja efnið skaðlaust og eru ekki meðvitaðir um hætturnar sem geta fylgt því að reykja kannabis, til dæmis á miðtaugakerfið og hættuna á geðrofi. Einnig eru margir sem telja að kannabis geti ekki verið ávanabindandi en rannsóknir sýna það. Flestar sýna að einn af hverjum tíu sem prófa efnið verði háður því.“
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira