Innflutningsbann á fersku kjöti stenst ekki EES samninginn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. febrúar 2016 12:11 Komist dómari að því að bannið standist ekki væri hægt að flytja inn ferskt kjöt frá útlöndum. vísir/gva Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands stenst ekki ákvæði EES samningsins um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í dag. Úrskurðurinn var birtur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti í tengslum við mál Ferskra kjörvara gegn íslenska ríkinu sem nú er rekið fyrir dómstólum. Fyrirtækið flutti ferskt kjöt til landsins fyrir tveimur árum sem fékk ekki tollafgreiðslu og höfðaði í kjölfarið skaðabótamál gegn ríkinu. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Dómstóllinn benti á að hráar kjötvörur falli almennt utan gildisvið reglna um frjálst vöruflæði. Ákveðnar lagagerðir hafa verið felldar inn í EES-samninginn með viðaukum en sú er einmitt rauninn með þá tilskipun sem reyndi á í þessu máli. Ekki var samið um nein aðlögunarákvæði í tengslum við tilskipunina og takmarkar hún því svigrúm stjórnvalda á Íslandi til reglusetningar um innflutning ferskra kjötvara. Samkvæmt áðurgreindri tilskipun er dýraeftirlit aðeins heimilt ef það er framkvæmt með úrtakskönnun eða á grundvelli grunsemda um misferli á meðan flutningi varanna stóð. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda ganga lengra en ákvæðið heimilar. Dómstóllinn komst því að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skylda innflytjanda fersks kjöts til að afla sérstaks innflutningsleyfis sem fæli í sér skil á vottorði til staðfestinar þess að kjötið hefði verið geymt frosið í tiltekinn tíma fyrir tollafgreiðslu. Héraðsdómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Íslenskum dómurum er í sjálfsvald sett hvort hann hagi niðurstöðu sinni í samræmi við álit dómstólsins. Tengdar fréttir Spyrja EFTA um innflutning á hráu kjöti Ferskar kjötvörur ehf. hafa höfðað bótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir þegar innflutningi á 83 kílóum af ferskum, hráum nautalundum var synjað. Leitað verður álits EFTA-dómstólsins um lögmæti synjunarinnar. 25. febrúar 2015 10:00 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti í bága við EES Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. 8. október 2014 11:58 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands stenst ekki ákvæði EES samningsins um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í dag. Úrskurðurinn var birtur í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur óskaði eftir ráðgefandi áliti í tengslum við mál Ferskra kjörvara gegn íslenska ríkinu sem nú er rekið fyrir dómstólum. Fyrirtækið flutti ferskt kjöt til landsins fyrir tveimur árum sem fékk ekki tollafgreiðslu og höfðaði í kjölfarið skaðabótamál gegn ríkinu. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Dómstóllinn benti á að hráar kjötvörur falli almennt utan gildisvið reglna um frjálst vöruflæði. Ákveðnar lagagerðir hafa verið felldar inn í EES-samninginn með viðaukum en sú er einmitt rauninn með þá tilskipun sem reyndi á í þessu máli. Ekki var samið um nein aðlögunarákvæði í tengslum við tilskipunina og takmarkar hún því svigrúm stjórnvalda á Íslandi til reglusetningar um innflutning ferskra kjötvara. Samkvæmt áðurgreindri tilskipun er dýraeftirlit aðeins heimilt ef það er framkvæmt með úrtakskönnun eða á grundvelli grunsemda um misferli á meðan flutningi varanna stóð. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda ganga lengra en ákvæðið heimilar. Dómstóllinn komst því að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að skylda innflytjanda fersks kjöts til að afla sérstaks innflutningsleyfis sem fæli í sér skil á vottorði til staðfestinar þess að kjötið hefði verið geymt frosið í tiltekinn tíma fyrir tollafgreiðslu. Héraðsdómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Íslenskum dómurum er í sjálfsvald sett hvort hann hagi niðurstöðu sinni í samræmi við álit dómstólsins.
Tengdar fréttir Spyrja EFTA um innflutning á hráu kjöti Ferskar kjötvörur ehf. hafa höfðað bótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir þegar innflutningi á 83 kílóum af ferskum, hráum nautalundum var synjað. Leitað verður álits EFTA-dómstólsins um lögmæti synjunarinnar. 25. febrúar 2015 10:00 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti í bága við EES Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. 8. október 2014 11:58 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Spyrja EFTA um innflutning á hráu kjöti Ferskar kjötvörur ehf. hafa höfðað bótamál á hendur ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið varð fyrir þegar innflutningi á 83 kílóum af ferskum, hráum nautalundum var synjað. Leitað verður álits EFTA-dómstólsins um lögmæti synjunarinnar. 25. febrúar 2015 10:00
Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19
Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti brjóti í bága við EES Íslensk löggjöf sem takmarkar innflutning á fersku kjöti er brot á EES-samningnum að mati ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. 8. október 2014 11:58