Yfir 90 prósent EM-fara fengu heimild á kortið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2016 16:13 Strákarnir okkar spila á stórmóti í fyrsta skipti í sumar. Vísir/Vilhelm „Heilt yfir virðist þetta hafa gengið býsna vel,“ segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfusviðs hjá Valitor. Fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa í dag fengið að vita hvort miðarnir, sem þeir sóttu um á dögunum, væru þeirra.Kaupendur hafa margir hverjir fengið staðfestinguna frá aðilanum sem sér um miðasöluna fyrir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, í dag. Bergsveinn segist ekki vita fyrir víst hvort allar beiðnirnar séu komnar í gegn en það sé eins og þær komi í skömmtum. Þau hjá Valitor höfðu tekið saman tölfræði yfir miðamálin seinni partinn og töldu að kaupin hefðu gengið í gegn hjá yfir 90 prósent þeirra sem sóttu um miða. Um átta prósent virtust hafa fengið synjun og væri þá yfirleitt um að ræða það vandamál að heimild reyndist ekki nógu há.Ekki besti tími mánaðarins Bergsveinn segir greinilegt að korthafar hafi flestir gert ráðstafanir enda hafi kaupendur fengið skýr skilaboð um að gæta að því að heimildin væri nóg mikil. Gengi greiðslan ekki í gegn þá fengi fólk ekki miðana. Einnig sé gott að þetta hafi gengið í gegn hjá svo afgerandi meirihluta fólks en mánaðarmót sem sé ekki endilega besti tíminn til að skuldfæra. Hann segir nokkur þúsund greiðslur vera komnar í gegn en hann hafi ekki yfirlit hve mikið sé enn í pípunum. Rétt er að taka fram að tölfræðin nær að sjálfsögðu aðeins til notenda VISA greiðslukorta en vafalítið hafa fjölmargir einnig sótt um miða og greitt fyrir með annars konar greiðslukorti, s.s. Mastercard eða American Express. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í Frakklandi: Greiðslukortin straujuð Var heimild á kortinu? 2. febrúar 2016 14:06 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira
„Heilt yfir virðist þetta hafa gengið býsna vel,“ segir Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortaútgáfusviðs hjá Valitor. Fjölmargir stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafa í dag fengið að vita hvort miðarnir, sem þeir sóttu um á dögunum, væru þeirra.Kaupendur hafa margir hverjir fengið staðfestinguna frá aðilanum sem sér um miðasöluna fyrir Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, í dag. Bergsveinn segist ekki vita fyrir víst hvort allar beiðnirnar séu komnar í gegn en það sé eins og þær komi í skömmtum. Þau hjá Valitor höfðu tekið saman tölfræði yfir miðamálin seinni partinn og töldu að kaupin hefðu gengið í gegn hjá yfir 90 prósent þeirra sem sóttu um miða. Um átta prósent virtust hafa fengið synjun og væri þá yfirleitt um að ræða það vandamál að heimild reyndist ekki nógu há.Ekki besti tími mánaðarins Bergsveinn segir greinilegt að korthafar hafi flestir gert ráðstafanir enda hafi kaupendur fengið skýr skilaboð um að gæta að því að heimildin væri nóg mikil. Gengi greiðslan ekki í gegn þá fengi fólk ekki miðana. Einnig sé gott að þetta hafi gengið í gegn hjá svo afgerandi meirihluta fólks en mánaðarmót sem sé ekki endilega besti tíminn til að skuldfæra. Hann segir nokkur þúsund greiðslur vera komnar í gegn en hann hafi ekki yfirlit hve mikið sé enn í pípunum. Rétt er að taka fram að tölfræðin nær að sjálfsögðu aðeins til notenda VISA greiðslukorta en vafalítið hafa fjölmargir einnig sótt um miða og greitt fyrir með annars konar greiðslukorti, s.s. Mastercard eða American Express.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir EM í Frakklandi: Greiðslukortin straujuð Var heimild á kortinu? 2. febrúar 2016 14:06 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Fleiri fréttir Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Sjá meira