Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Hekla vill reisa 7.900 fermetra byggingu við Álfabakka með möguleika á stækkun upp í 12 þúsund fermetra. Fréttablaðið/Ernir Fréttablaðið/Ernir Forstjóri Heklu hefur óskað eftir lóð fyrir fyrirtækið í Mjódd. Erindi hans þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Þar var samþykkt að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunarsviðs og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja viðræður við Heklu um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg. „Þetta er bara hugmynd af því að það er orðið þröngt um okkur á Laugarvegi. Og þetta er svona ein pælingin, hvort þetta væri möguleg staðsetning. Þetta er meginæð og sýnilegt,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á leiðinni í flug í gær.Friðbert FriðbertssonÍ bréfi Friðberts til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kemur fram að hugmynd Heklu geri ráð fyrir 7.900 fermetra byggingu í fyrsta áfanga, með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Gert er ráð fyrir að unnt verði að koma fyrir um 450 bílastæðum á lóðinni. Óskar Hekla eftir því að deiliskipulag verði tilbúið og samþykkt innan næstu 12 mánaða. „Samhliða viðræðum um kaup á lóðinni í Mjódd óskar fyrirtækið eftir því í samvinnu við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um nýtt deiliskipulag svæðisins við Laugaveg,“ Tillaga okkar gengur út á að heildarbyggingarflötur verði um 40.000 m2. Þar af íbúðir um 80 til 90% og atvinnuhúsnæði 10-20%. Í erindi Heklu kemur fram að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1933 haft starfsemi í Reykjavík. „Félagið hefur frá árinu 1958 haft meginstarfsemi sína við Laugaveg og þróun starfseminnar síðustu áratugi verið svarað með breytingum á húsnæðinu, sem hefur farið fram í áföngum,“ segir í erindinu. Athuganir á möguleikum til frekari þróunar sem gerðar hafi verið fyrir Heklu hafi leitt í ljós takmarkanir til að mæta kröfum erlendra samstarfsaðila og þörfum viðskiptavina félagsins svo best verði á kosið. „Meðal þessara þátta eru bílastæðamál, varahluta- og verkstæðaþjónusta.“ Hekla er ekki eina bílaumboðið sem er að færa út kvíarnar, því greint var frá því á miðvikudaginn í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að bílaumboðið Brimborg hyggist flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Samþykkti borgarráð á fimmtudaginn í síðustu viku afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Forstjóri Heklu hefur óskað eftir lóð fyrir fyrirtækið í Mjódd. Erindi hans þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Þar var samþykkt að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunarsviðs og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja viðræður við Heklu um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg. „Þetta er bara hugmynd af því að það er orðið þröngt um okkur á Laugarvegi. Og þetta er svona ein pælingin, hvort þetta væri möguleg staðsetning. Þetta er meginæð og sýnilegt,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á leiðinni í flug í gær.Friðbert FriðbertssonÍ bréfi Friðberts til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kemur fram að hugmynd Heklu geri ráð fyrir 7.900 fermetra byggingu í fyrsta áfanga, með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Gert er ráð fyrir að unnt verði að koma fyrir um 450 bílastæðum á lóðinni. Óskar Hekla eftir því að deiliskipulag verði tilbúið og samþykkt innan næstu 12 mánaða. „Samhliða viðræðum um kaup á lóðinni í Mjódd óskar fyrirtækið eftir því í samvinnu við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um nýtt deiliskipulag svæðisins við Laugaveg,“ Tillaga okkar gengur út á að heildarbyggingarflötur verði um 40.000 m2. Þar af íbúðir um 80 til 90% og atvinnuhúsnæði 10-20%. Í erindi Heklu kemur fram að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1933 haft starfsemi í Reykjavík. „Félagið hefur frá árinu 1958 haft meginstarfsemi sína við Laugaveg og þróun starfseminnar síðustu áratugi verið svarað með breytingum á húsnæðinu, sem hefur farið fram í áföngum,“ segir í erindinu. Athuganir á möguleikum til frekari þróunar sem gerðar hafi verið fyrir Heklu hafi leitt í ljós takmarkanir til að mæta kröfum erlendra samstarfsaðila og þörfum viðskiptavina félagsins svo best verði á kosið. „Meðal þessara þátta eru bílastæðamál, varahluta- og verkstæðaþjónusta.“ Hekla er ekki eina bílaumboðið sem er að færa út kvíarnar, því greint var frá því á miðvikudaginn í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að bílaumboðið Brimborg hyggist flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Samþykkti borgarráð á fimmtudaginn í síðustu viku afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira