Bílaumboðið Hekla vill fá lóð í Mjóddinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Hekla vill reisa 7.900 fermetra byggingu við Álfabakka með möguleika á stækkun upp í 12 þúsund fermetra. Fréttablaðið/Ernir Fréttablaðið/Ernir Forstjóri Heklu hefur óskað eftir lóð fyrir fyrirtækið í Mjódd. Erindi hans þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Þar var samþykkt að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunarsviðs og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja viðræður við Heklu um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg. „Þetta er bara hugmynd af því að það er orðið þröngt um okkur á Laugarvegi. Og þetta er svona ein pælingin, hvort þetta væri möguleg staðsetning. Þetta er meginæð og sýnilegt,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á leiðinni í flug í gær.Friðbert FriðbertssonÍ bréfi Friðberts til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kemur fram að hugmynd Heklu geri ráð fyrir 7.900 fermetra byggingu í fyrsta áfanga, með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Gert er ráð fyrir að unnt verði að koma fyrir um 450 bílastæðum á lóðinni. Óskar Hekla eftir því að deiliskipulag verði tilbúið og samþykkt innan næstu 12 mánaða. „Samhliða viðræðum um kaup á lóðinni í Mjódd óskar fyrirtækið eftir því í samvinnu við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um nýtt deiliskipulag svæðisins við Laugaveg,“ Tillaga okkar gengur út á að heildarbyggingarflötur verði um 40.000 m2. Þar af íbúðir um 80 til 90% og atvinnuhúsnæði 10-20%. Í erindi Heklu kemur fram að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1933 haft starfsemi í Reykjavík. „Félagið hefur frá árinu 1958 haft meginstarfsemi sína við Laugaveg og þróun starfseminnar síðustu áratugi verið svarað með breytingum á húsnæðinu, sem hefur farið fram í áföngum,“ segir í erindinu. Athuganir á möguleikum til frekari þróunar sem gerðar hafi verið fyrir Heklu hafi leitt í ljós takmarkanir til að mæta kröfum erlendra samstarfsaðila og þörfum viðskiptavina félagsins svo best verði á kosið. „Meðal þessara þátta eru bílastæðamál, varahluta- og verkstæðaþjónusta.“ Hekla er ekki eina bílaumboðið sem er að færa út kvíarnar, því greint var frá því á miðvikudaginn í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að bílaumboðið Brimborg hyggist flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Samþykkti borgarráð á fimmtudaginn í síðustu viku afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Forstjóri Heklu hefur óskað eftir lóð fyrir fyrirtækið í Mjódd. Erindi hans þessa efnis var lagt fram á fundi borgarráðs í gær. Þar var samþykkt að skrifstofa eigna- og atvinnuþróunarsviðs og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar yrði falið að hefja viðræður við Heklu um skipulagsmál og mögulega úthlutun lóðar til fyrirtækisins í Mjódd og þróun Heklu-reitsins við Laugaveg. „Þetta er bara hugmynd af því að það er orðið þröngt um okkur á Laugarvegi. Og þetta er svona ein pælingin, hvort þetta væri möguleg staðsetning. Þetta er meginæð og sýnilegt,“ segir Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, þegar Fréttablaðið náði tali af honum á leiðinni í flug í gær.Friðbert FriðbertssonÍ bréfi Friðberts til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kemur fram að hugmynd Heklu geri ráð fyrir 7.900 fermetra byggingu í fyrsta áfanga, með stækkunarmöguleika upp í allt að 12 þúsund fermetra. Óskar fyrirtækið eftir viðræðum um kaup á byggingarrétti á lóðinni. Gert er ráð fyrir að unnt verði að koma fyrir um 450 bílastæðum á lóðinni. Óskar Hekla eftir því að deiliskipulag verði tilbúið og samþykkt innan næstu 12 mánaða. „Samhliða viðræðum um kaup á lóðinni í Mjódd óskar fyrirtækið eftir því í samvinnu við Reykjavíkurborg að efnt verði til samkeppni um nýtt deiliskipulag svæðisins við Laugaveg,“ Tillaga okkar gengur út á að heildarbyggingarflötur verði um 40.000 m2. Þar af íbúðir um 80 til 90% og atvinnuhúsnæði 10-20%. Í erindi Heklu kemur fram að fyrirtækið hafi frá stofnun árið 1933 haft starfsemi í Reykjavík. „Félagið hefur frá árinu 1958 haft meginstarfsemi sína við Laugaveg og þróun starfseminnar síðustu áratugi verið svarað með breytingum á húsnæðinu, sem hefur farið fram í áföngum,“ segir í erindinu. Athuganir á möguleikum til frekari þróunar sem gerðar hafi verið fyrir Heklu hafi leitt í ljós takmarkanir til að mæta kröfum erlendra samstarfsaðila og þörfum viðskiptavina félagsins svo best verði á kosið. „Meðal þessara þátta eru bílastæðamál, varahluta- og verkstæðaþjónusta.“ Hekla er ekki eina bílaumboðið sem er að færa út kvíarnar, því greint var frá því á miðvikudaginn í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, að bílaumboðið Brimborg hyggist flytja starfsemi Volvo atvinnubifreiða upp í Hádegismóa. Samþykkti borgarráð á fimmtudaginn í síðustu viku afhendingu lóðar og sölu byggingarréttar til Brimborgar. Söluverðið nemur 228 milljónum króna.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira