Þögn sló á bakarísgesti þegar forseti Íslands keypti sér bollur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. febrúar 2016 10:52 Bakarameistarinn áætlar að hann baki um 50 þúsund bollur fyrir bolludaginn. Forseti Íslands var meðal kaupenda. Vísir Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vill sínar bollur á Bolludaginn líkt og aðrir Íslendingar. Hann tók jafnvel forskot á sæluna í gær líkt og svo margir en hann skellti sér í bollukaup upp úr hádegi. Svartri Lexus-bifreið forsetans var lagt við verslun Bakarameistarans í Suðurveri á öðrum tímanum í gær. Atli Freyr Steinþórsson, útvarpsmaður á Rás 1, var á meðal viðstaddra og deildi upplifun sinni með Facebook-notendum í gær. Frásögn Atla Freys hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós enda sérstaklega lýsandi og skemmtileg. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, velti vel fyrir sér hvaða bollur best væri að kaupa.Vísir/Anton „Út gengur hægum skrefum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íklæddur bláköflóttri lumberjack-skyrtu, dökkfjólubláum rússkinsbuxum og svartri 66° norður-úlpu með hettu. Hann sækir númeraðan miða af rauða miðahjólinu við innganginn, tekur sér stöðu í þvögu annarra viðskiptavina og bíður þess að röðin komi að honum. Allir sem þarna eru staddir reyna af alefli að horfa ekki á hann eða láta á því bera að þeir þrái að virða hann fyrir sér vel og lengi, þar sem hann er staddur í þessum aðstæðum, inni í bakaríi á sunnudegi fyrir bolludag,“ segir í frásögn Atla Freys. Svo kom röðin að Ólafi Ragnari sem spurði afgreiðsludömuna út í bollurnar sem voru til sölu. Dorrit Moussaieff var fjarri góðu gamni. „Dökkhærður fjölskyldufaðir yfir meðalþyngd sem situr lengst úti í horni springur á limminu. Hann tekur upp símann og smellir af mynd. Rauðhærð kona um þrítugt á næsta borði sem er einnig að laumu-ekkihorfa á Ólaf rennir augunum að fjölskylduföðurnum án þess að breyta höfuðstöðu sinni. Hún horfir á mig. Er leyfilegt að taka myndir við þessar aðstæður? Er bílstjóri Ólafs, sem gengur í hringi framan við Lexus-bifreiðina úti, vopnaður?“ Ólafur Ragnar greiddi fyrir vörurnar með debetkorti og hélt út með brúnan bakaríspoka og hvítan kassa af bollum. „Ólafur hefur úlpuermarnar fram á fingurna því það er kalt. Bílstjórinn Quasimodo-hleypur á móti honum, opnar skottið, tekur við bollukassanum lotinn í baki, leggur hann ofur varlega ofan í og hagræðir. Hann opnar fyrir Ólafi, vísar honum til sætis aftur í og þeir aka á braut. Þögn er í bakaríinu. Dökkhærð kona um fertugt bendir á eftir bílnum út um rúðuna og segir móðurlega við stúlku í bleikum Hello Kitty-stígvélum: Sandra Sif, sástu hvernig númeraplatan var á þessum bíl? Sandra Sif segir: Já, mamma.“ Frásögn Atla Freys af bolluævintýrum forsetans hefur eðlilega vakið mikla athygli og má lesa frásögnina í heild hér að neðan. Klukkan er 13:21 á sunnudegi fyrir bolludag í verslun Bakarameistarans í Suðurveri. Svört Lexus-bifreið með bílnúmerið [Skjaldarmerki lýðveldisins 1] og klofinn gunnfána forsetaembættisins í míníatúr-stærð blaktandi við hún hægra megin á húddinu rennir í hlað. Út gengur hægum skrefum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íklæddur bláköflóttri lumberjack-skyrtu, dökkfjólubláum rússkinsbuxum og svartri 66° norður-úlpu með hettu. Hann sækir númeraðan miða af rauða miðahjólinu við innganginn, tekur sér stöðu í þvögu annarra viðskiptavina og bíður þess að röðin komi að honum. Allir sem þarna eru staddir reyna af alefli að horfa ekki á hann eða láta á því bera að þeir þrái að virða hann fyrir sér vel og lengi, þar sem hann er staddur í þessum aðstæðum, inni í bakaríi á sunnudegi fyrir bolludag. Röðin kemur að Ólafi. Hann spyr afgreiðslustúlku eðlilegra og réttmætra spurninga um bragðtegundir, um mismunandi staðsetningu gerbolla og vatnsdeigsbolla í afgreiðsluborðinu, en ákveður sig og segist vilja bollurnar hinum megin. Dökkhærður fjölskyldufaðir yfir meðalþyngd sem situr lengst úti í horni springur á limminu. Hann tekur upp símann og smellir af mynd. Rauðhærð kona um þrítugt á næsta borði sem er einnig að laumu-ekkihorfa á Ólaf rennir augunum að fjölskylduföðurnum án þess að breyta höfuðstöðu sinni. Hún horfir á mig. Er leyfilegt að taka myndir við þessar aðstæður? Er bílstjóri Ólafs, sem gengur í hringi framan við Lexus-bifreiðina úti, vopnaður? Viðskiptum Ólafs er lokið. Hann greiðir með debetkorti, setur brúnan bakaríspoka ofan á hvítan bollukassa, tvíhendir kassann og gengur út. Ólafur hefur úlpuermarnar fram á fingurna því það er kalt. Bílstjórinn Quasimodo-hleypur á móti honum, opnar skottið, tekur við bollukassanum lotinn í baki, leggur hann ofur varlega ofan í og hagræðir. Hann opnar fyrir Ólafi, vísar honum til sætis aftur í og þeir aka á braut. Þögn er í bakaríinu. Dökkhærð kona um fertugt bendir á eftir bílnum út um rúðuna og segir móðurlega við stúlku í bleikum Hello Kitty-stígvélum: Sandra Sif, sástu hvernig númeraplatan var á þessum bíl? Sandra Sif segir: Já, mamma. Bolludagur Forseti Íslands Reykjavík Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vill sínar bollur á Bolludaginn líkt og aðrir Íslendingar. Hann tók jafnvel forskot á sæluna í gær líkt og svo margir en hann skellti sér í bollukaup upp úr hádegi. Svartri Lexus-bifreið forsetans var lagt við verslun Bakarameistarans í Suðurveri á öðrum tímanum í gær. Atli Freyr Steinþórsson, útvarpsmaður á Rás 1, var á meðal viðstaddra og deildi upplifun sinni með Facebook-notendum í gær. Frásögn Atla Freys hefur vakið mikla athygli og fengið mikið hrós enda sérstaklega lýsandi og skemmtileg. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, velti vel fyrir sér hvaða bollur best væri að kaupa.Vísir/Anton „Út gengur hægum skrefum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íklæddur bláköflóttri lumberjack-skyrtu, dökkfjólubláum rússkinsbuxum og svartri 66° norður-úlpu með hettu. Hann sækir númeraðan miða af rauða miðahjólinu við innganginn, tekur sér stöðu í þvögu annarra viðskiptavina og bíður þess að röðin komi að honum. Allir sem þarna eru staddir reyna af alefli að horfa ekki á hann eða láta á því bera að þeir þrái að virða hann fyrir sér vel og lengi, þar sem hann er staddur í þessum aðstæðum, inni í bakaríi á sunnudegi fyrir bolludag,“ segir í frásögn Atla Freys. Svo kom röðin að Ólafi Ragnari sem spurði afgreiðsludömuna út í bollurnar sem voru til sölu. Dorrit Moussaieff var fjarri góðu gamni. „Dökkhærður fjölskyldufaðir yfir meðalþyngd sem situr lengst úti í horni springur á limminu. Hann tekur upp símann og smellir af mynd. Rauðhærð kona um þrítugt á næsta borði sem er einnig að laumu-ekkihorfa á Ólaf rennir augunum að fjölskylduföðurnum án þess að breyta höfuðstöðu sinni. Hún horfir á mig. Er leyfilegt að taka myndir við þessar aðstæður? Er bílstjóri Ólafs, sem gengur í hringi framan við Lexus-bifreiðina úti, vopnaður?“ Ólafur Ragnar greiddi fyrir vörurnar með debetkorti og hélt út með brúnan bakaríspoka og hvítan kassa af bollum. „Ólafur hefur úlpuermarnar fram á fingurna því það er kalt. Bílstjórinn Quasimodo-hleypur á móti honum, opnar skottið, tekur við bollukassanum lotinn í baki, leggur hann ofur varlega ofan í og hagræðir. Hann opnar fyrir Ólafi, vísar honum til sætis aftur í og þeir aka á braut. Þögn er í bakaríinu. Dökkhærð kona um fertugt bendir á eftir bílnum út um rúðuna og segir móðurlega við stúlku í bleikum Hello Kitty-stígvélum: Sandra Sif, sástu hvernig númeraplatan var á þessum bíl? Sandra Sif segir: Já, mamma.“ Frásögn Atla Freys af bolluævintýrum forsetans hefur eðlilega vakið mikla athygli og má lesa frásögnina í heild hér að neðan. Klukkan er 13:21 á sunnudegi fyrir bolludag í verslun Bakarameistarans í Suðurveri. Svört Lexus-bifreið með bílnúmerið [Skjaldarmerki lýðveldisins 1] og klofinn gunnfána forsetaembættisins í míníatúr-stærð blaktandi við hún hægra megin á húddinu rennir í hlað. Út gengur hægum skrefum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íklæddur bláköflóttri lumberjack-skyrtu, dökkfjólubláum rússkinsbuxum og svartri 66° norður-úlpu með hettu. Hann sækir númeraðan miða af rauða miðahjólinu við innganginn, tekur sér stöðu í þvögu annarra viðskiptavina og bíður þess að röðin komi að honum. Allir sem þarna eru staddir reyna af alefli að horfa ekki á hann eða láta á því bera að þeir þrái að virða hann fyrir sér vel og lengi, þar sem hann er staddur í þessum aðstæðum, inni í bakaríi á sunnudegi fyrir bolludag. Röðin kemur að Ólafi. Hann spyr afgreiðslustúlku eðlilegra og réttmætra spurninga um bragðtegundir, um mismunandi staðsetningu gerbolla og vatnsdeigsbolla í afgreiðsluborðinu, en ákveður sig og segist vilja bollurnar hinum megin. Dökkhærður fjölskyldufaðir yfir meðalþyngd sem situr lengst úti í horni springur á limminu. Hann tekur upp símann og smellir af mynd. Rauðhærð kona um þrítugt á næsta borði sem er einnig að laumu-ekkihorfa á Ólaf rennir augunum að fjölskylduföðurnum án þess að breyta höfuðstöðu sinni. Hún horfir á mig. Er leyfilegt að taka myndir við þessar aðstæður? Er bílstjóri Ólafs, sem gengur í hringi framan við Lexus-bifreiðina úti, vopnaður? Viðskiptum Ólafs er lokið. Hann greiðir með debetkorti, setur brúnan bakaríspoka ofan á hvítan bollukassa, tvíhendir kassann og gengur út. Ólafur hefur úlpuermarnar fram á fingurna því það er kalt. Bílstjórinn Quasimodo-hleypur á móti honum, opnar skottið, tekur við bollukassanum lotinn í baki, leggur hann ofur varlega ofan í og hagræðir. Hann opnar fyrir Ólafi, vísar honum til sætis aftur í og þeir aka á braut. Þögn er í bakaríinu. Dökkhærð kona um fertugt bendir á eftir bílnum út um rúðuna og segir móðurlega við stúlku í bleikum Hello Kitty-stígvélum: Sandra Sif, sástu hvernig númeraplatan var á þessum bíl? Sandra Sif segir: Já, mamma.
Klukkan er 13:21 á sunnudegi fyrir bolludag í verslun Bakarameistarans í Suðurveri. Svört Lexus-bifreið með bílnúmerið [Skjaldarmerki lýðveldisins 1] og klofinn gunnfána forsetaembættisins í míníatúr-stærð blaktandi við hún hægra megin á húddinu rennir í hlað. Út gengur hægum skrefum forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, íklæddur bláköflóttri lumberjack-skyrtu, dökkfjólubláum rússkinsbuxum og svartri 66° norður-úlpu með hettu. Hann sækir númeraðan miða af rauða miðahjólinu við innganginn, tekur sér stöðu í þvögu annarra viðskiptavina og bíður þess að röðin komi að honum. Allir sem þarna eru staddir reyna af alefli að horfa ekki á hann eða láta á því bera að þeir þrái að virða hann fyrir sér vel og lengi, þar sem hann er staddur í þessum aðstæðum, inni í bakaríi á sunnudegi fyrir bolludag. Röðin kemur að Ólafi. Hann spyr afgreiðslustúlku eðlilegra og réttmætra spurninga um bragðtegundir, um mismunandi staðsetningu gerbolla og vatnsdeigsbolla í afgreiðsluborðinu, en ákveður sig og segist vilja bollurnar hinum megin. Dökkhærður fjölskyldufaðir yfir meðalþyngd sem situr lengst úti í horni springur á limminu. Hann tekur upp símann og smellir af mynd. Rauðhærð kona um þrítugt á næsta borði sem er einnig að laumu-ekkihorfa á Ólaf rennir augunum að fjölskylduföðurnum án þess að breyta höfuðstöðu sinni. Hún horfir á mig. Er leyfilegt að taka myndir við þessar aðstæður? Er bílstjóri Ólafs, sem gengur í hringi framan við Lexus-bifreiðina úti, vopnaður? Viðskiptum Ólafs er lokið. Hann greiðir með debetkorti, setur brúnan bakaríspoka ofan á hvítan bollukassa, tvíhendir kassann og gengur út. Ólafur hefur úlpuermarnar fram á fingurna því það er kalt. Bílstjórinn Quasimodo-hleypur á móti honum, opnar skottið, tekur við bollukassanum lotinn í baki, leggur hann ofur varlega ofan í og hagræðir. Hann opnar fyrir Ólafi, vísar honum til sætis aftur í og þeir aka á braut. Þögn er í bakaríinu. Dökkhærð kona um fertugt bendir á eftir bílnum út um rúðuna og segir móðurlega við stúlku í bleikum Hello Kitty-stígvélum: Sandra Sif, sástu hvernig númeraplatan var á þessum bíl? Sandra Sif segir: Já, mamma.
Bolludagur Forseti Íslands Reykjavík Ólafur Ragnar Grímsson Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sjá meira