Dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina í listum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2016 13:15 "Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla,“ segir Elísabet Indra í Mengi. Vísir/Stefán Mengi var opnað 2013 og er rekið af mikilli hugsjón. Hér hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina og tilraunamennskuna í íslensku listalífi. Einhver lýsti Mengi sem „varnarþingi tilrauna“, mér þykir það mjög falleg og viðeigandi lýsing.“ Þetta segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri í Mengi, listhúsi á Óðinsgötu 2. Hún hóf þar störf í september síðastliðnum, þá nýhætt á Rás 1 þar sem hún vann að dagskrárgerð í 14 ár. Ásamt henni ber Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir viðburðastjóri hitann og þungann af daglegum rekstri í Mengi en eigendur þess eru hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir. Listrænn stjórnandi er Skúli Sverrisson tónlistarmaður og Ólöf Arnalds tónlistarkona hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í mótun og starfi Mengis að sögn Elísabetar Indru. „Við njótum líka ómetanlegs framlags sjálfboðaliða sem leggja starfseminni lið – standa til dæmis vaktina í miðasölu og fleira í þeim dúr. Rekstrarfyrirkomulagið byggir að hluta til á miðasölu en mestu skiptir þó að samhliða opnun Mengis fjárfestu eigendurnir í húsnæði miðsvæðis í borginni sem breytt var í þrjár airbnb-íbúðir. Allur ágóði af þeirri starfsemi rennur til starfsemi Mengis. Svo ferðamenn leggja sitt af mörkum til tilraunanna í íslensku listalífi.“ Þótt tónlist hafi verið fyrirferðarmest í starfsemi Mengis er staðurinn hugsaður fyrir allar tegundir listgreina, sviðslistir, kvikmyndir og vídeólist, skáldskap, myndlist og gjörninga, að sögn Elísabetar Indru. „Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla. Mengi hefur ekki einungis sinnt íslenskri listasenu því æ fleiri listamenn utan frá sækjast eftir því að koma hér fram. Það gefur íslensku listalífi nauðsynlegt súrefni og viðmið.“ Af nýjum liðum í starfsemi Mengis má nefna krakkamengi á hverjum sunnudagsmorgni, einnig tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis einu sinni í mánuði og mánaðarleg gjörningakvöld sem hefja göngu sína næsta mánudag, 1. febrúar. „Að stórum hluta snýst svona starfsemi um að hlusta eftir því sem er að gerast í samtímanum,“ segir Elísabet Indra. „Jafnframt því að ýta við fólki, bæði listamönnum og gestum, og fá þá til að ögra sjálfum sér.“ Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Mengi var opnað 2013 og er rekið af mikilli hugsjón. Hér hefur orðið til dýrmætur vettvangur fyrir grasrótina og tilraunamennskuna í íslensku listalífi. Einhver lýsti Mengi sem „varnarþingi tilrauna“, mér þykir það mjög falleg og viðeigandi lýsing.“ Þetta segir Elísabet Indra Ragnarsdóttir, verkefnisstjóri í Mengi, listhúsi á Óðinsgötu 2. Hún hóf þar störf í september síðastliðnum, þá nýhætt á Rás 1 þar sem hún vann að dagskrárgerð í 14 ár. Ásamt henni ber Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir viðburðastjóri hitann og þungann af daglegum rekstri í Mengi en eigendur þess eru hjónin Bjarni Gaukur Sigurðsson og Elísabet Jónsdóttir. Listrænn stjórnandi er Skúli Sverrisson tónlistarmaður og Ólöf Arnalds tónlistarkona hefur frá upphafi verið virkur þátttakandi í mótun og starfi Mengis að sögn Elísabetar Indru. „Við njótum líka ómetanlegs framlags sjálfboðaliða sem leggja starfseminni lið – standa til dæmis vaktina í miðasölu og fleira í þeim dúr. Rekstrarfyrirkomulagið byggir að hluta til á miðasölu en mestu skiptir þó að samhliða opnun Mengis fjárfestu eigendurnir í húsnæði miðsvæðis í borginni sem breytt var í þrjár airbnb-íbúðir. Allur ágóði af þeirri starfsemi rennur til starfsemi Mengis. Svo ferðamenn leggja sitt af mörkum til tilraunanna í íslensku listalífi.“ Þótt tónlist hafi verið fyrirferðarmest í starfsemi Mengis er staðurinn hugsaður fyrir allar tegundir listgreina, sviðslistir, kvikmyndir og vídeólist, skáldskap, myndlist og gjörninga, að sögn Elísabetar Indru. „Allar listgreinar renna hér saman sem er í takt við það hvernig listamenn vinna núna í síauknum mæli þvert á miðla. Mengi hefur ekki einungis sinnt íslenskri listasenu því æ fleiri listamenn utan frá sækjast eftir því að koma hér fram. Það gefur íslensku listalífi nauðsynlegt súrefni og viðmið.“ Af nýjum liðum í starfsemi Mengis má nefna krakkamengi á hverjum sunnudagsmorgni, einnig tilraunakvöld Listaháskóla Íslands og Mengis einu sinni í mánuði og mánaðarleg gjörningakvöld sem hefja göngu sína næsta mánudag, 1. febrúar. „Að stórum hluta snýst svona starfsemi um að hlusta eftir því sem er að gerast í samtímanum,“ segir Elísabet Indra. „Jafnframt því að ýta við fólki, bæði listamönnum og gestum, og fá þá til að ögra sjálfum sér.“
Menning Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira