Japönsk menning í hávegum höfð Viktoría Hermannsdóttir skrifar 30. janúar 2016 11:00 Mikil búningahefð er í Japan og hægt verður að sjá hina ýmsu búninga á hátíðinni. Gunnella Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og hún er orðin mjög stór þáttur í félagslífi nemenda,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, lektor og greinaformaður japönsku við Háskóla Íslands. Hátíðin er haldin í dag og hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. „Undirbúningur hefst í október og tekur yfir alveg janúar. Nemendur eru búnir að æfa dansatriði, tónlistaratriði og undirbúa mismunandi bása,“ segir Gunnella. „Þetta er skemmtileg hátíð sem hristir saman nemendur og kennara. Tilgangurinn er að kynna námið og japanska menningu. Hátíðin er mjög vel sótt enda er japönskunámið með vinsælustu tungumálunum hér við háskólann.“ Kennsla í japönsku hófst við HÍ árið 2003 og var námið strax vel sótt. Árið á eftir var ákveðið að halda japönsku hátíðina sem hefur svo stækkað og sótt í sig veðrið á undanförnum árum. „Það varð strax mikill áhugi fyrir japanskri menningu. Það kom snemma upp sú hugmynd að hafa hátíð þar sem væri hægt að kynna námið en um leið japanska menningu almennt.“ Fjölbreytt dagskrá er í boði. „Það er til dæmis tískusýning þar sem við sýnum hefðbundinn japanskan klæðnað, eða kímonó. Það eru til margar tegundir af kímonó sem notaðar eru við mismunandi tilefni. Allir kennarar og nemendur eru svo í japönskum búningum auk þess sem verður Cosplay-keppni.“ Um er að ræða búningakeppni en mikil hefð er fyrir búningum í japanskri menningu. „Þetta nær yfir hugmyndina um að klæða sig upp í búning byggðan á afþreyingarmenningu. Þetta upphófst allt í kringum vísindaskáldskap og afþreyingarmenningu en hefur breiðst út og það eru til margir mismunandi kimar núna.“ Hún segir Cosplay vera vinsælt hérlendis. Ýmsir hópar hittist til að mynda reglulega og klæði sig upp. Hægt verður að kynnast nokkrum þeirra á hátíðinni. Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin og hún er orðin mjög stór þáttur í félagslífi nemenda,“ segir Gunnella Þorgeirsdóttir, lektor og greinaformaður japönsku við Háskóla Íslands. Hátíðin er haldin í dag og hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17. „Undirbúningur hefst í október og tekur yfir alveg janúar. Nemendur eru búnir að æfa dansatriði, tónlistaratriði og undirbúa mismunandi bása,“ segir Gunnella. „Þetta er skemmtileg hátíð sem hristir saman nemendur og kennara. Tilgangurinn er að kynna námið og japanska menningu. Hátíðin er mjög vel sótt enda er japönskunámið með vinsælustu tungumálunum hér við háskólann.“ Kennsla í japönsku hófst við HÍ árið 2003 og var námið strax vel sótt. Árið á eftir var ákveðið að halda japönsku hátíðina sem hefur svo stækkað og sótt í sig veðrið á undanförnum árum. „Það varð strax mikill áhugi fyrir japanskri menningu. Það kom snemma upp sú hugmynd að hafa hátíð þar sem væri hægt að kynna námið en um leið japanska menningu almennt.“ Fjölbreytt dagskrá er í boði. „Það er til dæmis tískusýning þar sem við sýnum hefðbundinn japanskan klæðnað, eða kímonó. Það eru til margar tegundir af kímonó sem notaðar eru við mismunandi tilefni. Allir kennarar og nemendur eru svo í japönskum búningum auk þess sem verður Cosplay-keppni.“ Um er að ræða búningakeppni en mikil hefð er fyrir búningum í japanskri menningu. „Þetta nær yfir hugmyndina um að klæða sig upp í búning byggðan á afþreyingarmenningu. Þetta upphófst allt í kringum vísindaskáldskap og afþreyingarmenningu en hefur breiðst út og það eru til margir mismunandi kimar núna.“ Hún segir Cosplay vera vinsælt hérlendis. Ýmsir hópar hittist til að mynda reglulega og klæði sig upp. Hægt verður að kynnast nokkrum þeirra á hátíðinni.
Menning Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira